Röð áfalla varð til þess að Örnu Sigrúnu Haraldsdóttur var hafnað af kerfinu þegar hún varð tvívegis ólétt með skömmu millibili. Hún segir samskipti sín við Fæðingarorlofssjóð hafa valdið sér og kærasta sínum vanlíðan ofan á þann mikla harm sem fylgdi því að missa barn.
Arna varð ólétt að frumburði sínum í nóvember 2013. Í sama mánuði missti hún vinnuna. „Ég hafði verið að vinna hjá sprotafyrirtæki, en var upprunalega ráðin sem sumarstarfsmaður í gegnum sérstakt vinnumarkaðsúrræði fyrir námsmenn á milli anna,“ segir hún. „Ég var þess vegna fyrstu tvo mánuðina launþegi hjá Nýsköpunarmiðstöð, en ekki fyrirtækinu sem ég í raun vann hjá. Fyrirtækinu gekk því miður ekki alveg nógu vel og það kom upp sú staða að það voru hreinlega ekki til nógu miklir peningar til að borga mér laun.“
Henni var því sagt upp og fékk hún aðeins einnar …
Athugasemdir