Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kristín Þorsteinsdóttir hætt hjá Fréttablaðinu

Ný stjórn með nýj­ar áhersl­ur hef­ur tek­ið við og Krist­ín læt­ur af störf­um.

Kristín Þorsteinsdóttir hætt hjá Fréttablaðinu
Hætt Kristín Þorsteinsdóttir hefur unnið sinn síðasta vinnudag á Fréttablaðinu.

Kristín Þorsteinsdóttirm útgefandi og fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, hefur látið af störfum. Frá því greinir hún í færslu á Facebook.

Kristín varð útgefandi 365 miðla, sem gáfu meðal annars út Fréttablaðið, árið 2014. Þá voru ritstjórar þeir Mikael Torfason og Ólafur Stephensen en í ágúst sama ár lét Mikael af störfum og hefur því verið haldið fram að það hafi verið vegna ósættis við Kristínu. Ósætti það mátti að því er heimildir herma rekja til afskipta af fréttaflutningi. Ólafur hætti skömmu síðar og kvaddi með leiðara þar sem hann gagnrýndi harðlega áhrif eigenda á ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla. Kristín tók þá við sem ritstjóri og Sigurjón M. Egilsson við hennar hlið sem fréttaritstjóri. Sigurjón hætti hins vegar í mars árið 2015.

Í júní á síðasta ári lét Kristín síðan af störfum sem ritstjóri en tók aftur við sem útgefandi Fréttablaðsins. Sem slík skrifaði hún leiðara í Fréttablaðið í október í fyrra þar sem hún gagnrýndi meðferð saksóknara og fjölmiðla á Jóni Ásgeiri. Sættu þau skrif nokkurri gagnrýni.

Helgi Magnússon fjárfestir festi í júní síðastliðnum kaup á helmingshlut í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins. Gera má ráð fyrir að brotthvarf Kristínar tengist nýjum áherslum með tilkomu Helga. 

Færslu Kristínar má lesa hér að neðan:

„Kæru vinir og samstarfsmenn.

Ég hef unnið minn síðasta dag og skrifað minn síðasta leiðara í Fréttablaðið. Ný stjórn hefur tekið við með nýju fólki og nýjum áherslum.

Í rúm 5 ár, lengur en nokkur annar, stjórnaði ég fréttastofu 365 sem aðalritstjóri og útgefandi - þá stærstu fréttastofu landsins - og svo Fréttablaðinu eftir að fyrirtækinu var skipt upp, síðustu mánuði hef ég verið útgefandi. Þar áður sat ég í stjórn 365. Flestar kennitölur miðlanna, sem ég stjórnaði vitna um góðan árangur. Fréttir Stöðvar 2 náðu að velgja keppinautnum undir uggum - oft vorum við með meira áhorf en RUV, visir.is komst í fyrsta skipti yfir mbl.is undir minni stjórn, við gerðum frábæra hluti með nýjum áherslum og útliti Fréttablaðsins. Við breyttum skipuriti fréttastofunnar og gerðum hlut kvenna meiri en nokkru sinni. Um tíma voru flestir yfirmenn konur og stundum voru vaktirnar eingöngu skipaðar konum.

Þetta voru dýrðlegir dagar.

Auðvitað skiptust á skin og skúrir. Við þurftum að velta hverri einustu krónu, enda höfðum við úr miklu minni peningum að spila en keppinautarnir. Reglulega var farið í sparnaðaraðgerðir. Lífið var ekki alltaf auðvelt.

En ekkert af þessu hefði tekist án ykkar. Ég var svo heppin að hafa frábært starfsfólk mér við hlið, fólk sem hefur verið tilbúið að leggja meira á sig, en hægt hefur verið að ætlast til. Fyrir það vil ég þakka ykkur af öllu hjarta.

En nú skilur leiðir. Allt tekur enda. Vonandi tekur eitthvað nýtt og skemmtilegt við. Nóg er starfsorkan.

Takk og gangi ykkur sem allra best, Kristín“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár