Undanfarin ár hafa stjórnmálaflokkar sem ala á útlendingaandúð aukið fylgi sitt í Þýskalandi og fer þar fremst Alternative für Deutschland (AfD), sem nú er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þýska sambandsþinginu. Því hefur málaflokkurinn verið mikið á milli tannanna á Þjóðverjum og ýmsum aðferðum beitt til að bregðast við hatursorðræðu.
Ulf Balmer, verkefnastjóri hjá „Berlin gegen Nazis“, sem hefur það markmið að hjálpa þeim sem vilja mótmæla viðburðum kynþáttahatara, segir ekki hægt að hunsa viðveru nýnasista.
„Samkomur hægri öfgamanna eru raunveruleg ógn við marga Berlínarbúa, sérstaklega fyrir þá íbúa í nágrenni þeirra sem líta ekki nógu þýskir út í augum öfgamannanna. Fyrir það fólk mun viðvera nýnasista í almenningsrýmum óhjákvæmilega valda ótta. Þess vegna er mikilvægt að leyfa ekki opinbera viðburði þeirra án þess að mótmæla.“
Frá seinni heimsstyrjöld hafa Þjóðverjar haft vökult auga með hópum sem deila hugmyndafræði með Nasistaflokknum og Adolf Hitler. Um allt land starfa hópar aðgerðasinna sem mótmæla …
Athugasemdir