
Manneskjusaga eftir Steinunni Ásmundsdóttur er áhrifamesta bók sem ég hef lesið nýverið. Skáldsagan byggir á ævi systur höfundar sem varð ung fórnarlamb eineltis, hrottalegs kynferðisofbeldis og þöggunar sem markaði allt hennar líf. Hún endaði ævina sem útigangskona og lést langt fyrir aldur fram. Steinunn segir þessa erfiðu sögu af listfengi þannig að lesandinn skynjar og eignast hlutdeild í sorginni, vanmættinum og reiðinni sem fylgir því að sjá á eftir ástvini með þessum hætti. Þessi bók er að mínu mati skyldulesning.
Athugasemdir