Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Biskup um mál séra Ólafs: „Við trúum frásögnum kvennanna“

Siða­regl­ur kirkj­unn­ar verða end­ur­skoð­að­ar eft­ir að fimm kon­ur lýstu kyn­ferð­is­brot­um Ól­afs Jó­hanns­son­ar, sókn­ar­prests í Grens­ás­kirkju. Bisk­up fund­aði með kon­un­um.

Biskup um mál séra Ólafs: „Við trúum frásögnum kvennanna“
Biskup Íslands Agnes Sigurðardóttir biskup átti fund með konunum fimm. Mynd: Pressphotos

Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, átti fund með konunum fimm sem lýstu kynferðislegu áreiti, siðferðisbrotum og óásættanlegri hegðun séra Ólafs Jóhannssonar, fyrrverandi sóknarprests í Grensáskirkju. Áfrýjunarnefnd úrskurðarmála innan kirkjunar lauk málinu í fyrra og komst að þeirri niðurstöðu að Ólafur hefði brotið siðferðislega á tveimur konunum. Var hann leystur frá embætti með því að embætti hans var lagt niður í vor.

Biskup og vígslubiskuparnir í Skálholti og á Hólum hafa nú sent þolendunum undirritaða yfirlýsingu vegna málsins. „Það er óásættanlegt að presturinn hafi brotið siðferðilega á konunum meðan hann var þjónandi prestur í Þjóðkirkjunni og í samskiptum við þær,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er einnig sárt að þolendum hefur þótt skorta á að hlustað hafi verið á þær eða ekki fylgst með líðan þeirra af hálfu yfirstjórnar kirkjunnar á þeirri leið sem þær þurftu að ganga.“

Segir í bréfinu að kirkjunni beri að draga lærdóm af þessum atvikum og leggja sig fram um að laga þá ágalla sem komið hafa fram í ferli málsins. Þá verði siðareglur endurskoðaðar, forvarnir efldar og starfsfólk verði meðvitaðara um einkenni eða vísbendingar um kynferðisbrot. Kirkjan eigi að vera öruggur staður að sækja og starfa innan.

„Við trúum frásögnum kvennanna og teljum ólíðandi að persónuleg mörk hafi ekki verið virt, þar með virðing fyrir tilfinningum og einkalífi þeirra,“ segir í yfirlýsingunni. „Okkur þykir afar sárt að konurnar, sem komu fram, hafi þurft að ganga í gegnum þá eldraun að verja sín eigin mörk og siðferðiskennd á opinberum vettvangi með kærum og öðrum opinberum hætti. Persónuleg mörk eiga með réttu að vera tryggð í siðareglum Þjóðkirkjunnar og með skýrum reglum um viðbrögð við siðferðis- og agabrotum þeirra sem starfa í kirkjunni. Teljum við rétt að farið verði yfir þær siðareglur og þær bættar í ljósi þessara siðferðisbrota.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár