Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Biskup um mál séra Ólafs: „Við trúum frásögnum kvennanna“

Siða­regl­ur kirkj­unn­ar verða end­ur­skoð­að­ar eft­ir að fimm kon­ur lýstu kyn­ferð­is­brot­um Ól­afs Jó­hanns­son­ar, sókn­ar­prests í Grens­ás­kirkju. Bisk­up fund­aði með kon­un­um.

Biskup um mál séra Ólafs: „Við trúum frásögnum kvennanna“
Biskup Íslands Agnes Sigurðardóttir biskup átti fund með konunum fimm. Mynd: Pressphotos

Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, átti fund með konunum fimm sem lýstu kynferðislegu áreiti, siðferðisbrotum og óásættanlegri hegðun séra Ólafs Jóhannssonar, fyrrverandi sóknarprests í Grensáskirkju. Áfrýjunarnefnd úrskurðarmála innan kirkjunar lauk málinu í fyrra og komst að þeirri niðurstöðu að Ólafur hefði brotið siðferðislega á tveimur konunum. Var hann leystur frá embætti með því að embætti hans var lagt niður í vor.

Biskup og vígslubiskuparnir í Skálholti og á Hólum hafa nú sent þolendunum undirritaða yfirlýsingu vegna málsins. „Það er óásættanlegt að presturinn hafi brotið siðferðilega á konunum meðan hann var þjónandi prestur í Þjóðkirkjunni og í samskiptum við þær,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er einnig sárt að þolendum hefur þótt skorta á að hlustað hafi verið á þær eða ekki fylgst með líðan þeirra af hálfu yfirstjórnar kirkjunnar á þeirri leið sem þær þurftu að ganga.“

Segir í bréfinu að kirkjunni beri að draga lærdóm af þessum atvikum og leggja sig fram um að laga þá ágalla sem komið hafa fram í ferli málsins. Þá verði siðareglur endurskoðaðar, forvarnir efldar og starfsfólk verði meðvitaðara um einkenni eða vísbendingar um kynferðisbrot. Kirkjan eigi að vera öruggur staður að sækja og starfa innan.

„Við trúum frásögnum kvennanna og teljum ólíðandi að persónuleg mörk hafi ekki verið virt, þar með virðing fyrir tilfinningum og einkalífi þeirra,“ segir í yfirlýsingunni. „Okkur þykir afar sárt að konurnar, sem komu fram, hafi þurft að ganga í gegnum þá eldraun að verja sín eigin mörk og siðferðiskennd á opinberum vettvangi með kærum og öðrum opinberum hætti. Persónuleg mörk eiga með réttu að vera tryggð í siðareglum Þjóðkirkjunnar og með skýrum reglum um viðbrögð við siðferðis- og agabrotum þeirra sem starfa í kirkjunni. Teljum við rétt að farið verði yfir þær siðareglur og þær bættar í ljósi þessara siðferðisbrota.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu