Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Biskup um mál séra Ólafs: „Við trúum frásögnum kvennanna“

Siða­regl­ur kirkj­unn­ar verða end­ur­skoð­að­ar eft­ir að fimm kon­ur lýstu kyn­ferð­is­brot­um Ól­afs Jó­hanns­son­ar, sókn­ar­prests í Grens­ás­kirkju. Bisk­up fund­aði með kon­un­um.

Biskup um mál séra Ólafs: „Við trúum frásögnum kvennanna“
Biskup Íslands Agnes Sigurðardóttir biskup átti fund með konunum fimm. Mynd: Pressphotos

Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, átti fund með konunum fimm sem lýstu kynferðislegu áreiti, siðferðisbrotum og óásættanlegri hegðun séra Ólafs Jóhannssonar, fyrrverandi sóknarprests í Grensáskirkju. Áfrýjunarnefnd úrskurðarmála innan kirkjunar lauk málinu í fyrra og komst að þeirri niðurstöðu að Ólafur hefði brotið siðferðislega á tveimur konunum. Var hann leystur frá embætti með því að embætti hans var lagt niður í vor.

Biskup og vígslubiskuparnir í Skálholti og á Hólum hafa nú sent þolendunum undirritaða yfirlýsingu vegna málsins. „Það er óásættanlegt að presturinn hafi brotið siðferðilega á konunum meðan hann var þjónandi prestur í Þjóðkirkjunni og í samskiptum við þær,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er einnig sárt að þolendum hefur þótt skorta á að hlustað hafi verið á þær eða ekki fylgst með líðan þeirra af hálfu yfirstjórnar kirkjunnar á þeirri leið sem þær þurftu að ganga.“

Segir í bréfinu að kirkjunni beri að draga lærdóm af þessum atvikum og leggja sig fram um að laga þá ágalla sem komið hafa fram í ferli málsins. Þá verði siðareglur endurskoðaðar, forvarnir efldar og starfsfólk verði meðvitaðara um einkenni eða vísbendingar um kynferðisbrot. Kirkjan eigi að vera öruggur staður að sækja og starfa innan.

„Við trúum frásögnum kvennanna og teljum ólíðandi að persónuleg mörk hafi ekki verið virt, þar með virðing fyrir tilfinningum og einkalífi þeirra,“ segir í yfirlýsingunni. „Okkur þykir afar sárt að konurnar, sem komu fram, hafi þurft að ganga í gegnum þá eldraun að verja sín eigin mörk og siðferðiskennd á opinberum vettvangi með kærum og öðrum opinberum hætti. Persónuleg mörk eiga með réttu að vera tryggð í siðareglum Þjóðkirkjunnar og með skýrum reglum um viðbrögð við siðferðis- og agabrotum þeirra sem starfa í kirkjunni. Teljum við rétt að farið verði yfir þær siðareglur og þær bættar í ljósi þessara siðferðisbrota.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár