Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Foringi íslenskra nýnasista stígur fram

Rík­harð­ur Leó Magnús­son lýs­ir sér sem leið­toga Norð­ur­víg­is, Ís­lands­deild­ar Nor­rænu mót­stöðu­hreyf­ing­ar­inn­ar. Hann seg­ir gott fyr­ir Ís­lend­inga að hitta „reynda her­menn“. Með­lim­ir dreifðu áróðri á Akra­nesi og æfðu bar­daga­tækni.

Foringi íslenskra nýnasista stígur fram
Norræna mótstöðuhreyfingin Ríkharður, annar frá vinstri, er leiðtogi hópsins á Íslandi. Mynd: Expo

Ríkharður Leó Magnússon, einnig þekktur sem Bror Vakur, lýsir sér sem leiðtoga Norðurvígis, Íslandsdeildar nýnasistasamtakanna Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar. Hann tók þátt í fyrsta maí göngu þeirra í bænum Ludvika í Svíþjóð og stóð fyrir komu á annars tugs nýnasista til landsins í vikunni.

Eins og fram hefur komið í umfjöllun Stundarinnar í samstarfi við sænska fjölmiðilinn Expo eru leiðtogar Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar frá Svíþjóð staddir á Íslandi. Margir þeirra eru dæmdir ofbeldismenn, en á meðal þeirra er Simon Lindberg, leiðtogi nýnasista á Norðurlöndum. Samtökin hafa verið bönnuð í Finnlandi. Embætti ríkislögreglustjóra telur að ekki sé yfirvofandi hætta af hópnum, en starfsemi hans var nefnd í skýrslu embættisins um hryðjuverk.

Ríkharður ræddi við sænska meðlimi í hlaðvarpsþætti sem tekinn var upp á Íslandi á meðan ferðinni stóð. „Ég heiti Ríkharður og ég er leiðtogi Íslandsdeildarinnar,“ sagði hann. „Ég hef verið í mótstöðuhreyfingunni frá 2016 og hef hjálpað til við að stækka deildina sem hefur gengið hægt en stöðugt. Við erum með góða meðlimi núna. Ég bauð Skandinövunum að koma hingað frá Norðurlöndunum til að vera með okkur í „business and pleasure“, bæði aðgerðum og skoðunarferðum.“

Á LækjartorgiRíkharður, til hægri á myndinni, rétti vegfarendum bæklinga í gær.

Samkvæmt lýsingum Ríkharðs fór hópurinn Gullna hringinn og skoðaði Þingvelli, Geysi og Gullfoss. Þá fór hópurinn í gönguferð um Reykjadal og böðuðu meðlimir hreyfingarinnar sig í heitum laugum. Loks hlýddi hópurinn á ræðu frá Simon Lindberg, leiðtoga Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar, og sögðu þáttargestir ræðuna hafa veitt þeim mikinn innblástur.

„Fyrir íslensku meðlimana [...] er gott að hitta reynda hermenn til að komast inn í baráttuna“

Hópurinn æfði bardagatækni og segist Ríkharður vera reyndur í svokölluðum HEMA (historical European martial arts) skylmingum. „Það hefur verið mjög gott að fá félagana hingað til lands þar sem við erum frekar einangruð,“ sagði hann. „Fyrir íslensku meðlimana, sérstaklega þá nýju sem hafa ekki hitt meðlimi frá Skandinavíu, er gott að hitta reynda hermenn til að komast inn í baráttuna.“

Þáttastjórnendur lýstu yfir ánægju sinni með Ísland, þar sem það væru ekki of margir innflytjendur. „Þetta er framandi fyrir okkur sem erum með marga innflytjendur í Svíþjóð. Að labba um í dag meðal hvíts fólks og þurfa ekki að hrópa á fólk á götunni.“ Vöruðu þeir við komu innflytjenda ef Íslendingar færu ekki að aðhyllast þjóðernis félagshyggju í náinni framtíð.

Ríkharður tók undir þetta og sagðist alltaf hafa upplifað sig einan í sínum bekk í skóla með öðruvísi stjórnmálaskoðanir. Síðar hafi hann kynnst fólki sem deildi með honum hugmyndum. „Þjóðernis félagshyggja er það eina sem virkar og það eina sem fólk á að horfa til. Hún er góð fyrir alla.“

Loks þýddi hann sænsku nasistakveðjuna „hell seger“ á íslensku sem „heill sigur“.

Ógnað með vatnsslöngu á Akranesi

Ríkharður tók þátt í 1. maí göngu Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar í bænum Ludvika í Svíþjóð í vor. Hann var einnig til viðtals í hlaðvarpsþætti hreyfingarinnar í bænum í byrjun árs. Sagði hann Íslendinga ekki vera „meðvitaða um gyðinga“. Á viðtalinu má skilja að koma meðlimanna til Íslands og fundurinn á Lækjartorgi hafi verið í undirbúningi allt ár.

Norræna mótstöðuhreyfinginRíkharður tók þátt í 1. maí göngu nýnasista í bænum Ludvika í Svíþjóð.

Samkvæmt skrifum á vefsíðu hreyfingarinnar hélt hópurinn á Akranes eftir veruna á Lækjartorgi. Þar dreifðu meðlimir bæklingum fyrir utan verslun á meðan aðrir gengu í hús. Þeir segja verslunarstjóra hafa hringt á lögregluna og hótað að sprauta á sig vatni úr vatnsslöngu.

Boðað hefur verið til mótmæla gegn nýnasisma klukkan þrjú á morgun, laugardag, á Lækjartorgi. Á meðal ræðumanna verða Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.

„Þetta er eitthvað sem við sættum okkur ekki við. Nasismi, í hvaða formi sem hann birtist, er og verður aldrei velkominn á Íslandi og því köllum við eftir að fólk sýni andstöðu sína,“ segir í tilkynningu vegna mótmælanna. „Við stöndum saman gegn því að nýnasistar eða aðrir skoðanabræður þeirra geti gert tilraunir til að auka vægi sitt í íslensku samfélagi og sýnum þeim því að hingað eru þessar hugsjónir ekki komnar til að vera!“

Ekki náðist í Ríkharð við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár