Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segja kostnað við komu Pence „óverulegan“

Heim­sókn vara­for­seta Banda­ríkj­anna hafði áhrif á dag­leg störf Land­helg­is­gæsl­unn­ar að sögn upp­lýs­inga­full­trúa.

Segja kostnað við komu Pence „óverulegan“
Mike Pence Varaforseti Bandaríkjanna dvaldi á Íslandi í 7 klukkustundir. Mynd: Pressphotos

Landhelgisgæslan segir kostnað við komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands hafa verið óverulegan. „Heimsóknin hafði vissulega áhrif á dagleg störf Landhelgisgæslunnar, þá sérstaklega í Keflavík,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í svari við fyrirspurn Stundarinnar.

„Fáir starfsmenn voru kallaðir út vegna heimsóknarinnar. Hafa verður í huga að Landhelgisgæslan er viðbragðsaðili og til að mynda voru liðsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingarsviðs og þyrlusveitar á hefðbundinni vakt þennan dag. Þyrlusveitin var kölluð út sem og séraðgerðasviðið en það rúmast innan ramma hefðbundinna daglegra starfa.“

Mikill viðbúnaður var vegna komu Pence til Íslands. Vopnaðir fulltrúar frá bandarísku leyniþjónustunni voru með honum í fylgd, en íslenskir lögreglumenn og sérsveit Ríkislögreglustjóra áttu einnig í samstarfi um öryggi hans. Hann dvaldi á landinu í aðeins 7 klukkustundir.

Leyniskyttur voru uppi á húsþökum við Borgartún, á þaki húsnæðis Advania annars vegar og Arion banka hins vegar, hvort sínum megin við Höfða, þar sem Pence fundaði með ráðamönnum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár