Landhelgisgæslan segir kostnað við komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands hafa verið óverulegan. „Heimsóknin hafði vissulega áhrif á dagleg störf Landhelgisgæslunnar, þá sérstaklega í Keflavík,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í svari við fyrirspurn Stundarinnar.
„Fáir starfsmenn voru kallaðir út vegna heimsóknarinnar. Hafa verður í huga að Landhelgisgæslan er viðbragðsaðili og til að mynda voru liðsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingarsviðs og þyrlusveitar á hefðbundinni vakt þennan dag. Þyrlusveitin var kölluð út sem og séraðgerðasviðið en það rúmast innan ramma hefðbundinna daglegra starfa.“
Mikill viðbúnaður var vegna komu Pence til Íslands. Vopnaðir fulltrúar frá bandarísku leyniþjónustunni voru með honum í fylgd, en íslenskir lögreglumenn og sérsveit Ríkislögreglustjóra áttu einnig í samstarfi um öryggi hans. Hann dvaldi á landinu í aðeins 7 klukkustundir.
Leyniskyttur voru uppi á húsþökum við Borgartún, á þaki húsnæðis Advania annars vegar og Arion banka hins vegar, hvort sínum megin við Höfða, þar sem Pence fundaði með ráðamönnum …
Athugasemdir