Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vigdís Hauksdóttir: „Finnst fólki það ekki óeðlilegt að gangandi vegfarendur hafi forgang?“

Borg­ar­full­trúi Mið­flokk­sons, Vig­dís Hauks­dótt­ir, seg­ir for­gang gang­andi veg­far­enda í um­ferð­inni tefja för bif­reiða. „Eins og svo oft áð­ur seg­ir Vig­dís Hauks sann­leik­ann,“ seg­ir Gísli Marteinn Bald­urs­son.

Vigdís Hauksdóttir: „Finnst fólki það ekki óeðlilegt að gangandi vegfarendur hafi forgang?“
Vigdís Hauksdóttir Borgarfulltrúi Miðflokksins segir ástandið í umferðinni óásættanlegt. Mynd: gunnarsvanberg.com

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir það óskiljanlega forgangsröðun að gangandi vegfarendur hafi forgang í umferðinni. Þetta kom fram í máli hennar á fundi borgarstjórnar á þriðjudag þegar rætt var um tillögu Sjálfstæðisflokksins um snjallvæðingu í umferðar- og ljósastýringu.

Vigdís sagði að gönguljós væru til þess fallin að grípa inn í virkni ljósastýrikerfisins, enda væri þeim stýrt af þeim aðila sem þarf að komast yfir götuna. „Eins og við vitum hefur stefna meirihlutans verið sú að gangandi vegfarendur njóti forgangs hér í umferðinni í Reykjavík,“ sagði hún. „Finnst fólki það ekki óeðlilegt að gangandi vegfarendur hafi forgang hér í borginni þegar svo dýrt umferðarljósastýrikerfi er til staðar og á í raun og veru að flýta umferð um allt að 30 til 40 prósent?“ spurði Vigdís. „Þetta er óskiljanleg forgangsröðun, forseti, óskiljanleg forgangsröðun.“

Sagði Vigdís málið óásættanlegt og að samgöngumál hefðu verið vanrækt í borginni á síðustu árum. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, tók í kjölfarið til máls og sagði orð Vigdísar nánast jaðra við fyrirlitningu á gangandi vegfarendum.

„Manni verður eiginlega orðavant undir þessum ótrúlega lestri,“ sagði Hjálmar. „En fyrst í sambandi við gangandi vegfarendur þá jú, það er aukin áhersla á gangandi vegfarendur með þeim árangri að banaslysum gangandi vegfarenda hefur fækkað verulega síðastliðin tíu til fimmtán ár. Fyrir sirka fimmtán árum fórust hér í borginni sirka tveir gangandi vegfarendur á hverju ári í umferðinni. Nú er það sirka einn gangandi vegfarandi annað hvert ár. Þetta er ótrúlega mikill og mikilvægur árangur.“

Segir Vigdísi heiðarlega með áhrif kerfisins

Gísli Marteinn Baldursson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, gerði ummæli Vigdísar að umtalsefni á Twitter. „Eins og svo oft áður segir Vigdís Hauks sannleikann. Ljósastýringarkerfið sem á að stytta biðtíma bíla, er aðeins mögulegt ef við lengjum biðtíma gangandi og hjólandi. Þetta hefur alltaf legið fyrir þótt sumir séu ekki jafn heiðarlegir með það og Vigdís.“

Meirihluti borgarstjórnar vísaði málinu frá og benti á að nú þegar væri unnið að tengingu allra umferðarljósa í borginni við miðlæga stýringu umferðar. „Með öðrum orðum þá er stýring umferðarljósa í góðum farvegi og mikilvægt að missa ekki sjónar á því sem mestu máli skiptir: Að horfa til ferðavenja íbúa höfuðborgarsvæðisins og hvernig hægt er að auka hlutdeild strætó, hjólandi eða gangandi. Nú þegar hefur farþegum í strætó fjölgað mikið. Hjólreiðafólki fer ört fjölgandi og gangandi sömuleiðis. Það að setja milljarða í ljósastýringu er ekki rétt forgangsröðun fjármuna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár