Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vigdís Hauksdóttir: „Finnst fólki það ekki óeðlilegt að gangandi vegfarendur hafi forgang?“

Borg­ar­full­trúi Mið­flokk­sons, Vig­dís Hauks­dótt­ir, seg­ir for­gang gang­andi veg­far­enda í um­ferð­inni tefja för bif­reiða. „Eins og svo oft áð­ur seg­ir Vig­dís Hauks sann­leik­ann,“ seg­ir Gísli Marteinn Bald­urs­son.

Vigdís Hauksdóttir: „Finnst fólki það ekki óeðlilegt að gangandi vegfarendur hafi forgang?“
Vigdís Hauksdóttir Borgarfulltrúi Miðflokksins segir ástandið í umferðinni óásættanlegt. Mynd: gunnarsvanberg.com

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, segir það óskiljanlega forgangsröðun að gangandi vegfarendur hafi forgang í umferðinni. Þetta kom fram í máli hennar á fundi borgarstjórnar á þriðjudag þegar rætt var um tillögu Sjálfstæðisflokksins um snjallvæðingu í umferðar- og ljósastýringu.

Vigdís sagði að gönguljós væru til þess fallin að grípa inn í virkni ljósastýrikerfisins, enda væri þeim stýrt af þeim aðila sem þarf að komast yfir götuna. „Eins og við vitum hefur stefna meirihlutans verið sú að gangandi vegfarendur njóti forgangs hér í umferðinni í Reykjavík,“ sagði hún. „Finnst fólki það ekki óeðlilegt að gangandi vegfarendur hafi forgang hér í borginni þegar svo dýrt umferðarljósastýrikerfi er til staðar og á í raun og veru að flýta umferð um allt að 30 til 40 prósent?“ spurði Vigdís. „Þetta er óskiljanleg forgangsröðun, forseti, óskiljanleg forgangsröðun.“

Sagði Vigdís málið óásættanlegt og að samgöngumál hefðu verið vanrækt í borginni á síðustu árum. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, tók í kjölfarið til máls og sagði orð Vigdísar nánast jaðra við fyrirlitningu á gangandi vegfarendum.

„Manni verður eiginlega orðavant undir þessum ótrúlega lestri,“ sagði Hjálmar. „En fyrst í sambandi við gangandi vegfarendur þá jú, það er aukin áhersla á gangandi vegfarendur með þeim árangri að banaslysum gangandi vegfarenda hefur fækkað verulega síðastliðin tíu til fimmtán ár. Fyrir sirka fimmtán árum fórust hér í borginni sirka tveir gangandi vegfarendur á hverju ári í umferðinni. Nú er það sirka einn gangandi vegfarandi annað hvert ár. Þetta er ótrúlega mikill og mikilvægur árangur.“

Segir Vigdísi heiðarlega með áhrif kerfisins

Gísli Marteinn Baldursson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, gerði ummæli Vigdísar að umtalsefni á Twitter. „Eins og svo oft áður segir Vigdís Hauks sannleikann. Ljósastýringarkerfið sem á að stytta biðtíma bíla, er aðeins mögulegt ef við lengjum biðtíma gangandi og hjólandi. Þetta hefur alltaf legið fyrir þótt sumir séu ekki jafn heiðarlegir með það og Vigdís.“

Meirihluti borgarstjórnar vísaði málinu frá og benti á að nú þegar væri unnið að tengingu allra umferðarljósa í borginni við miðlæga stýringu umferðar. „Með öðrum orðum þá er stýring umferðarljósa í góðum farvegi og mikilvægt að missa ekki sjónar á því sem mestu máli skiptir: Að horfa til ferðavenja íbúa höfuðborgarsvæðisins og hvernig hægt er að auka hlutdeild strætó, hjólandi eða gangandi. Nú þegar hefur farþegum í strætó fjölgað mikið. Hjólreiðafólki fer ört fjölgandi og gangandi sömuleiðis. Það að setja milljarða í ljósastýringu er ekki rétt forgangsröðun fjármuna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár