Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Pence varar við Kínverjum og Rússum en segir Trump hafa styrkt íslenskan efnahag

Vara­for­seti Banda­ríkj­anna sagði fjár­fest­ing­ar Kín­verja og hern­að­ar­um­svif Rússa á norð­ur­slóð­um áhyggju­efni. Taldi Trump Banda­ríkja­for­seta eiga hlut í efna­hags­legri upp­sveiflu á Ís­landi með leið­toga­færni sinni.

Sagði Trump eiga hlut í uppsveiflunni Uppgangur í íslensku efnahagslífi á að hluta upptök sín í uppgangi í Bandaríkjunum, að mati Mike Pence varaforseta. Styrk forysta Donald Trumps forseta ætti þar mestan þátt.

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti á fundi um gagnkvæm milliríkjaviðskipti Bandaríkjanna og Íslands í dag, áhyggjum af umsvifum Kínverja og Rússa í nálægð við Ísland.

Pence beindi orðum sínum að Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra og sagði Ísland vera staðett í „æ mikilvægari hluta heimsins, ekki aðeins efnahagslega, heldur hernaðarlega.“

„Herra utanríkisráðherra. Þú veist af áhyggjum okkar af aukinni umferð rússneska sjóhersins á norðurslóðum, þeim áhyggjum sem við höfum af auknum áhuga Kínverja, ekki bara á fjárfestingu, heldur á öryggismálum og viðveru á svæðinu,“ sagði Pence.

Pence sat fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra að loknum fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands í Höfða. Að loknum fundi Guðlaugs Þórs og Pence sátu þeir fund um gagnkvæm milliríkjaviðskipti þjóðanna þar sem saman voru komnir fulltrúar viðskiptalífs landanna beggja. Meðal viðstaddra voru Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Pence í HöfðaÁ myndinni sést Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, heilsa Halldóri Benjamín Þorbergssyni, formanni Samtaka atvinnulífsins. Að baki þeim standa meðal annarra Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.

Guðlaugur Þór lýsti því að það væri mikið ánægjuefni að fá að hitta Pence og það væru mikil forréttindi að hann væri kominn hingað til lands. „Vera þín hér, herra varaforseti, varpar ljósi á sterk tengsl og samstarf Íslands og Bandaríkjanna.“ Hann lagði líka áherslu á að viðskipti milli landanna tveggja væru mikil og í vexti. Bandaríkin væru þannig stærsta viðskiptaríki Íslendinga, og stæðu að baki 16 prósentum í milliríkjaviðskiptum Íslands. Þá væru beinar fjárfestingar Bandaríkjamanna á Íslandi hinar mestu af öllum ríkjum. Loks vakti hann máls á áhuga Íslendinga á að stofna til fríverslunarsamnings við Bandaríkin.

Pence bar fram hamingjuóskir vegna mikils vaxtar í efnahagslífi Íslendinga. Hann taldi að rekja mætti þann vöxt að einhverju leyti til góðs gengis í efnahagslífi Bandaríkjanna, sem hann rakti til aðgerða Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. „Efnahagslíf ykkar er í miklum vexti. Og ég trúi því að það sé að hluta til vegna horfa í efnahagslífi Bandaríkjanna, sem er líka í vexti. Þökk sé forystu Trumps forseta er gríðarlegur uppgangur í bandarísku efnahagslífi,“ sagði Pence.

Pence taldi líklegt að einhver hluti þeirra 700 þúsund bandarísku ferðamanna sem komu til Íslands á síðasta ári hefðu komið hingað vegna hinnar góðu efnahagslegu stöðu sem leiðtogahæfileikar Trumps hefðu leitt til.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár