Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Pence varar við Kínverjum og Rússum en segir Trump hafa styrkt íslenskan efnahag

Vara­for­seti Banda­ríkj­anna sagði fjár­fest­ing­ar Kín­verja og hern­að­ar­um­svif Rússa á norð­ur­slóð­um áhyggju­efni. Taldi Trump Banda­ríkja­for­seta eiga hlut í efna­hags­legri upp­sveiflu á Ís­landi með leið­toga­færni sinni.

Sagði Trump eiga hlut í uppsveiflunni Uppgangur í íslensku efnahagslífi á að hluta upptök sín í uppgangi í Bandaríkjunum, að mati Mike Pence varaforseta. Styrk forysta Donald Trumps forseta ætti þar mestan þátt.

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti á fundi um gagnkvæm milliríkjaviðskipti Bandaríkjanna og Íslands í dag, áhyggjum af umsvifum Kínverja og Rússa í nálægð við Ísland.

Pence beindi orðum sínum að Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra og sagði Ísland vera staðett í „æ mikilvægari hluta heimsins, ekki aðeins efnahagslega, heldur hernaðarlega.“

„Herra utanríkisráðherra. Þú veist af áhyggjum okkar af aukinni umferð rússneska sjóhersins á norðurslóðum, þeim áhyggjum sem við höfum af auknum áhuga Kínverja, ekki bara á fjárfestingu, heldur á öryggismálum og viðveru á svæðinu,“ sagði Pence.

Pence sat fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra að loknum fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands í Höfða. Að loknum fundi Guðlaugs Þórs og Pence sátu þeir fund um gagnkvæm milliríkjaviðskipti þjóðanna þar sem saman voru komnir fulltrúar viðskiptalífs landanna beggja. Meðal viðstaddra voru Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Pence í HöfðaÁ myndinni sést Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, heilsa Halldóri Benjamín Þorbergssyni, formanni Samtaka atvinnulífsins. Að baki þeim standa meðal annarra Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.

Guðlaugur Þór lýsti því að það væri mikið ánægjuefni að fá að hitta Pence og það væru mikil forréttindi að hann væri kominn hingað til lands. „Vera þín hér, herra varaforseti, varpar ljósi á sterk tengsl og samstarf Íslands og Bandaríkjanna.“ Hann lagði líka áherslu á að viðskipti milli landanna tveggja væru mikil og í vexti. Bandaríkin væru þannig stærsta viðskiptaríki Íslendinga, og stæðu að baki 16 prósentum í milliríkjaviðskiptum Íslands. Þá væru beinar fjárfestingar Bandaríkjamanna á Íslandi hinar mestu af öllum ríkjum. Loks vakti hann máls á áhuga Íslendinga á að stofna til fríverslunarsamnings við Bandaríkin.

Pence bar fram hamingjuóskir vegna mikils vaxtar í efnahagslífi Íslendinga. Hann taldi að rekja mætti þann vöxt að einhverju leyti til góðs gengis í efnahagslífi Bandaríkjanna, sem hann rakti til aðgerða Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. „Efnahagslíf ykkar er í miklum vexti. Og ég trúi því að það sé að hluta til vegna horfa í efnahagslífi Bandaríkjanna, sem er líka í vexti. Þökk sé forystu Trumps forseta er gríðarlegur uppgangur í bandarísku efnahagslífi,“ sagði Pence.

Pence taldi líklegt að einhver hluti þeirra 700 þúsund bandarísku ferðamanna sem komu til Íslands á síðasta ári hefðu komið hingað vegna hinnar góðu efnahagslegu stöðu sem leiðtogahæfileikar Trumps hefðu leitt til.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár