Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Pence varar við Kínverjum og Rússum en segir Trump hafa styrkt íslenskan efnahag

Vara­for­seti Banda­ríkj­anna sagði fjár­fest­ing­ar Kín­verja og hern­að­ar­um­svif Rússa á norð­ur­slóð­um áhyggju­efni. Taldi Trump Banda­ríkja­for­seta eiga hlut í efna­hags­legri upp­sveiflu á Ís­landi með leið­toga­færni sinni.

Sagði Trump eiga hlut í uppsveiflunni Uppgangur í íslensku efnahagslífi á að hluta upptök sín í uppgangi í Bandaríkjunum, að mati Mike Pence varaforseta. Styrk forysta Donald Trumps forseta ætti þar mestan þátt.

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti á fundi um gagnkvæm milliríkjaviðskipti Bandaríkjanna og Íslands í dag, áhyggjum af umsvifum Kínverja og Rússa í nálægð við Ísland.

Pence beindi orðum sínum að Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra og sagði Ísland vera staðett í „æ mikilvægari hluta heimsins, ekki aðeins efnahagslega, heldur hernaðarlega.“

„Herra utanríkisráðherra. Þú veist af áhyggjum okkar af aukinni umferð rússneska sjóhersins á norðurslóðum, þeim áhyggjum sem við höfum af auknum áhuga Kínverja, ekki bara á fjárfestingu, heldur á öryggismálum og viðveru á svæðinu,“ sagði Pence.

Pence sat fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra að loknum fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands í Höfða. Að loknum fundi Guðlaugs Þórs og Pence sátu þeir fund um gagnkvæm milliríkjaviðskipti þjóðanna þar sem saman voru komnir fulltrúar viðskiptalífs landanna beggja. Meðal viðstaddra voru Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Pence í HöfðaÁ myndinni sést Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, heilsa Halldóri Benjamín Þorbergssyni, formanni Samtaka atvinnulífsins. Að baki þeim standa meðal annarra Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.

Guðlaugur Þór lýsti því að það væri mikið ánægjuefni að fá að hitta Pence og það væru mikil forréttindi að hann væri kominn hingað til lands. „Vera þín hér, herra varaforseti, varpar ljósi á sterk tengsl og samstarf Íslands og Bandaríkjanna.“ Hann lagði líka áherslu á að viðskipti milli landanna tveggja væru mikil og í vexti. Bandaríkin væru þannig stærsta viðskiptaríki Íslendinga, og stæðu að baki 16 prósentum í milliríkjaviðskiptum Íslands. Þá væru beinar fjárfestingar Bandaríkjamanna á Íslandi hinar mestu af öllum ríkjum. Loks vakti hann máls á áhuga Íslendinga á að stofna til fríverslunarsamnings við Bandaríkin.

Pence bar fram hamingjuóskir vegna mikils vaxtar í efnahagslífi Íslendinga. Hann taldi að rekja mætti þann vöxt að einhverju leyti til góðs gengis í efnahagslífi Bandaríkjanna, sem hann rakti til aðgerða Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. „Efnahagslíf ykkar er í miklum vexti. Og ég trúi því að það sé að hluta til vegna horfa í efnahagslífi Bandaríkjanna, sem er líka í vexti. Þökk sé forystu Trumps forseta er gríðarlegur uppgangur í bandarísku efnahagslífi,“ sagði Pence.

Pence taldi líklegt að einhver hluti þeirra 700 þúsund bandarísku ferðamanna sem komu til Íslands á síðasta ári hefðu komið hingað vegna hinnar góðu efnahagslegu stöðu sem leiðtogahæfileikar Trumps hefðu leitt til.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár