Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Leyniskyttur á þökum við Höfða

Mik­ill við­bún­að­ur er vegna komu Mike Pence, vara­for­seta Banda­ríkj­anna, til Ís­lands.

Leyniskyttur á þökum við Höfða
Skyttur Menn vopnaðir rifflum hafa tekið sér stöðu uppi á þaki Advania. Myndin er aðsend.

Leyniskyttur eru uppi á húsþökum við Borgartún. Sést hefur til manna með riffla á þökum húsnæðis Advania annars vegar og Arion banka hins vegar sitt hvoru megin við Höfða, þar sem Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fundar nú með ráðamönnum og forsprökkum íslensks viðskiptalífs.

Mikill viðbúnaður er vegna komu Pence til Íslands. Vopnaðir fulltrúar frá bandarísku leyniþjónustunni eru með honum í fylgd, en íslenskir lögreglumenn og sérsveit Ríkislögreglustjóra eiga einnig í samstarfi um öryggi hans. Hann dvelur á landinu í aðeins 7 klukkustundir, en hann fundar nú í Höfða með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Elizu Reid forsetafrú.

Bíða PenceÍslenska viðskiptasendinefndin bíður þess í þögn að Mike Pence mæti á fund hennar.

Meðal þeirra sem funda með Pence eru Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Advania og Efling hafa flaggað regnbogafánum við húsnæði sín sitt hvoru megin við Höfða. Þá hefur regnbogafánum einnig verið flaggað á fánastangir í Borgartúni sem tilheyra Reykjavíkurborg.

Flaggað við BorgartúnKomu Mike Pence er mótmælt með regnbogafánum.

Pence hefur sætt gagnrýni vegna andstöðu sinnar við réttindi samkynhneigðra. Hefur hann verið andvígur því að samkynhneigðir þjóni í bandaríska hernum og kosið gegn auknum réttindum LGBT+ fólks. Hann er einnig andvígur hjónaböndum tveggja aðila af sama kyni. „Við erum bara að fagna fjölbreytileikanum eins og alla daga,“ sagði Þóra Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Advania, í samtali við Stundina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
6
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár