Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Leyniskyttur á þökum við Höfða

Mik­ill við­bún­að­ur er vegna komu Mike Pence, vara­for­seta Banda­ríkj­anna, til Ís­lands.

Leyniskyttur á þökum við Höfða
Skyttur Menn vopnaðir rifflum hafa tekið sér stöðu uppi á þaki Advania. Myndin er aðsend.

Leyniskyttur eru uppi á húsþökum við Borgartún. Sést hefur til manna með riffla á þökum húsnæðis Advania annars vegar og Arion banka hins vegar sitt hvoru megin við Höfða, þar sem Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fundar nú með ráðamönnum og forsprökkum íslensks viðskiptalífs.

Mikill viðbúnaður er vegna komu Pence til Íslands. Vopnaðir fulltrúar frá bandarísku leyniþjónustunni eru með honum í fylgd, en íslenskir lögreglumenn og sérsveit Ríkislögreglustjóra eiga einnig í samstarfi um öryggi hans. Hann dvelur á landinu í aðeins 7 klukkustundir, en hann fundar nú í Höfða með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Elizu Reid forsetafrú.

Bíða PenceÍslenska viðskiptasendinefndin bíður þess í þögn að Mike Pence mæti á fund hennar.

Meðal þeirra sem funda með Pence eru Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Advania og Efling hafa flaggað regnbogafánum við húsnæði sín sitt hvoru megin við Höfða. Þá hefur regnbogafánum einnig verið flaggað á fánastangir í Borgartúni sem tilheyra Reykjavíkurborg.

Flaggað við BorgartúnKomu Mike Pence er mótmælt með regnbogafánum.

Pence hefur sætt gagnrýni vegna andstöðu sinnar við réttindi samkynhneigðra. Hefur hann verið andvígur því að samkynhneigðir þjóni í bandaríska hernum og kosið gegn auknum réttindum LGBT+ fólks. Hann er einnig andvígur hjónaböndum tveggja aðila af sama kyni. „Við erum bara að fagna fjölbreytileikanum eins og alla daga,“ sagði Þóra Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Advania, í samtali við Stundina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár