Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Leyniskyttur á þökum við Höfða

Mik­ill við­bún­að­ur er vegna komu Mike Pence, vara­for­seta Banda­ríkj­anna, til Ís­lands.

Leyniskyttur á þökum við Höfða
Skyttur Menn vopnaðir rifflum hafa tekið sér stöðu uppi á þaki Advania. Myndin er aðsend.

Leyniskyttur eru uppi á húsþökum við Borgartún. Sést hefur til manna með riffla á þökum húsnæðis Advania annars vegar og Arion banka hins vegar sitt hvoru megin við Höfða, þar sem Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fundar nú með ráðamönnum og forsprökkum íslensks viðskiptalífs.

Mikill viðbúnaður er vegna komu Pence til Íslands. Vopnaðir fulltrúar frá bandarísku leyniþjónustunni eru með honum í fylgd, en íslenskir lögreglumenn og sérsveit Ríkislögreglustjóra eiga einnig í samstarfi um öryggi hans. Hann dvelur á landinu í aðeins 7 klukkustundir, en hann fundar nú í Höfða með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Elizu Reid forsetafrú.

Bíða PenceÍslenska viðskiptasendinefndin bíður þess í þögn að Mike Pence mæti á fund hennar.

Meðal þeirra sem funda með Pence eru Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Advania og Efling hafa flaggað regnbogafánum við húsnæði sín sitt hvoru megin við Höfða. Þá hefur regnbogafánum einnig verið flaggað á fánastangir í Borgartúni sem tilheyra Reykjavíkurborg.

Flaggað við BorgartúnKomu Mike Pence er mótmælt með regnbogafánum.

Pence hefur sætt gagnrýni vegna andstöðu sinnar við réttindi samkynhneigðra. Hefur hann verið andvígur því að samkynhneigðir þjóni í bandaríska hernum og kosið gegn auknum réttindum LGBT+ fólks. Hann er einnig andvígur hjónaböndum tveggja aðila af sama kyni. „Við erum bara að fagna fjölbreytileikanum eins og alla daga,“ sagði Þóra Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Advania, í samtali við Stundina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár