Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hafa áhyggjur af ferðaþjónustu fatlaðra vegna komu Pence

Strætó bs. fékk fyrst í morg­un stað­fest­ar upp­lýs­ing­ar um lok­an­ir gatna vegna komu Mike Pence, vara­for­seta Banda­ríkj­anna. Hafa tals­verð­ar áhyggj­ur af því að lok­an­irn­ar valdi um­ferð­ar­tepp­um.

Hafa áhyggjur af ferðaþjónustu fatlaðra vegna komu Pence
Raskanir á ferðaþjónustu fatlaðra Koma varaforseta Bandaríkjanna mun valda röskun á ferðaþjónustu fatlaðra, sem og á almenningssamgöngum. Mynd: Reykjavíkurborg

Koma Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins í dag gæti valdið verulegum röskunum á almenningssamgöngum og sömuleiðis sett ferðaþjónustu fatlaðra og aldraðra úr skorðum. Forsvarsmenn Strætó fengu ekki upplýsingar um lokanir gatna vegna komu Pence fyrr en fyrst í morgun og hafa haft mjög nauman tíma til að skipuleggja breytingar á akstri, hvað þá að auglýsa þær breytingar fyrir notendum þjónustunnar.

Vegagerðin birti í gær yfirlit yfir lokanir á verulega stóru svæði í kringum Höfða en upplýsingarnar sem fylgdu voru ónákvæmar þegar kom að tímasetningum lokana. Var vísað til þess að frekari upplýsingar myndu berast í fyrramálið, það er í morgun. Í gærkvöldi fór strax að bera á athugsemdum frá notendum samfélagsmiðla sem voru óvissir um hvort þeir kæmust til og frá vinnu eða heimilum sínum innan þeirra svæða sem um ræddi. Á Twitter var talsverð umræða um málið, meðal annars spurðu notendur hvort svæðið væri lokað fyrir umferð gangandi og hjólandi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu viðurkenndi þá, á Twitter-reikningi sínum, að hún hefði ekki vitneskju um hvort svo væri en gerði ráð fyrir að lokað yrði fyrir alla umferð, gangandi, hjólandi og akandi. Í morgun kom þó í ljós að aðeins var um að ræða umferð ökutækja. Einnig kom fram að lögreglan gæti ekki upplýst almenning um lokanir gatna með meiri fyrirvara en raun bæri vitni.

Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingarfulltrúi Strætó bs. segir að umræddar lokanir muni hafi áhrif á ferðaþjónustu aldraðra og fatlaðra, í einhverjum tilfellum gæti fólk ekki sótt sér þá þjónustu sem það hugðist sækja vegna þeirra. Í morgun hafi þannig litið út fyrir að einhver fjöldi fólks kæmist ekki í sjúkraþjálfun í Borgartúni en með því að lokun götunnar hafi seinkað hafi ræst þar úr. Hins vegar sé hætta á að miklar tafir verði á umferð sem muni raska þjónustu Strætó. „Við höfum áhyggjur af umferðinni og teppunum sem munu myndast í kring um þessi lokunarsvæði og við eigum alveg eftir að sjá hvernig mun rætast úr því. Það á við um ferðaþjónustu fatlaðra og aldraðra og líka keyrslu strætisvagna almennt, umferðina almennt á svæðinu. Við höfum áhyggjur af því að vegna þessara lokana verði umferð annars staðar svo þung að hvorki við né aðrir eigum gott með að komast leiðar okkar. Þetta er stór umferðaræð, Sæbrautin, sem verður klippt alveg út á stórum kafla. Þá þarf að beina umferð annað, í götur sem ekki eru eins stórar og bera ekki sömu umferð.“

„Við fengum það ekki almennilega á hreint fyrr en í morgun hvaða götur yrðu lokaðar“

Sem fyrr segir lá ekki fyrir í gærkvöldi hvernig lokunum yrði háttað í dag. „Við fengum mjög seint að vita hvert skipulagið væri. Við fengum það ekki almennilega á hreint fyrr en í morgun hvaða götur yrðu lokaðar og hvenær þær myndu loka. Þetta er búið að vera mjög á reiki fram að því,“ segir Guðmundur.

Miklar lokanirLokanir í kringum Höfða munu valda röskun á umferð.

Bílstjórar vissu ekki af lokunum

Guðmundur segir að þetta sé mjög óvanalegt, venjan sé sú að þegar um lokanir sé að ræða vegna viðburða eða gatnaframkvæmda séu forsvarsmenn Strætó upplýstir með góðum fyrirvara og hafðir með í ferlinu. Því hafi ekki verið að heilsa nú. „Þetta veldur okkur eðlilega vandræðum. Við erum þó öllu vön í þessum efnum en við hefðum viljað vita þetta fyrr til að skipuleggja okkur, auglýsa breytingar á akstri og til að geta upplýst okkar bílstjóra. Ég var að heyra í bílstjórum í gærkvöldi á Facebook sem höfðu ekkert af þessu heyrt. Það er auðvitað ansi óþægilegt að mæta í vinnuna í morgun og vita ekki hvert á að keyra. Við vorum ekki búin að skipuleggja þessar breytingar því við höfðum bara fengið einhverjar vísbendingar um hvað væri í vændum en ekkert staðfest.“

Guðmundur segir að honum þyki líklegt að það sé leyndarhyggja yfir komu forsetans sem megi rekja til fylgdarliðs hans eða utanríkisþjónustunnar sem valdi því að svo óhönduglega hafi tekist til. Samstarf við Vegagerð og lögreglu hafi nú sem fyrr verið til fyrirmyndar. „Það var lögreglan sem sendi okkur lokastaðfestinguna í morgun.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár