Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fjölgun í tilkynningum um vopnaburð

Sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra bregst við fleiri til­kynn­ing­um um fólk vopn­að hníf­um eða skot­vopn­um en áð­ur.

Fjölgun í tilkynningum um vopnaburð
Lögreglan Mikil aukning varð í vopnatilkynningum árið 2017. Mynd: Af Facebook-síðu lögreglunnar

Mikil fjölgun hefur verið á tilkynningum um vopnaburð til sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Alls bárust 200 slíkar tilkynningar í fyrra vegna 211 vopnategunda, að því fram kemur í ársskýrslu Ríkislögreglustjóra.

„Stígandi hefur verið í þeim verkefnum þar sem sérsveitin hefur þurft að bregðast við vegna tilkynninga sem berast lögreglu um vopnaða einstaklinga,“ segir í svari Jóns F. Bjartmarz, yfirmanns sérsveitarinnar, við fyrirspurn Morgunblaðsins. „Fyrst varð vart við þessa aukningu í verkefnum hjá sérsveit seinnipart árs 2016 og hefur sú aukning ekki gengið til baka. Er því ljóst að sérsveit þarf að bregðast oftar við tilkynningum um vopnaða einstaklinga en áður.“

Tilkynningum um vopn fjölgaði lítillega frá 2017, en þá hafði mikil fjölgun orðið frá árinu á undan. Í meirihluta tilfella er um egg- og stunguvopn að ræða, en 136 af 211 tilkynningum voru vegna slíkra vopna. 57 tilkynningar vörðuðu skotvopn, en í fáum tilvikum var tilkynnt um önnur vopn, til dæmis hafnaboltakylfur, hamra, rafbyssur eða úða.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár