Segist hafa fengið „gríðarlegan stuðning“ eftir sýknudóminn

Mað­ur á sex­tugs­aldri sem ját­aði að hafa strok­ið þroska­skertri konu með kyn­ferð­is­leg­um hætti og lát­ið hana snerta lim sinn ut­an klæða var sýkn­að­ur í Hér­aðs­dómi Suð­ur­lands ár­ið 2017. Hann er ánægð­ur með með­ferð­ina sem hann fékk í ís­lensku rétt­ar­kerfi. „Ég var í sam­bandi við móð­ur stúlk­unn­ar með­an á þessu stóð og þau buðu mér heim í kaffi,“ seg­ir hann.

Segist hafa fengið „gríðarlegan stuðning“ eftir sýknudóminn
Mynd er sviðsett. Mynd: Shutterstock

„Ég hef fengið gríðarlegan stuðning og alveg getað borið höfuðið hátt,“ segir maður sem sýknaður var af ákæru um brot gegn þroskaskertri konu í samtali við Stundina.

Fjallað er ítarlega um málið í nýjasta tölublaði, en maðurinn var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands árið 2017 þrátt fyrir að hafa játað háttsemina að hluta, meðal annars að hafa strokið konunni og fengið við það holdris, kysst hana á beran maga og látið hana snerta lim sinn utan klæða. Hér má lesa  umfjöllun um dóminn og vitnisburð geðlækna sem komu að málinu.

Um er að ræða unga konu með miðlungsþroskahömlun og einhverfurófsröskun, en hún hefur mælst með þroska á við 8 til 12 ára barn. Þótt maðurinn sé með framheilaskaða og ekki sérlega háa greindarvísitölu var ekki deilt um það í málinu að umtalsverður þroskamunur væri milli hans og konunnar.

Í gögnum málsins kemur fram að maðurinn hafi haldið áfram að umgangast konuna og heimsótt hana með leyfi móður hennar og stjúpföður meðan málið var til rannsóknar lögreglu. Lögreglan krafðist nálgunarbanns á manninn í tvígang en í bæði skiptin var kröfunni hafnað í Héraðsdómi Suðurlands en úrskurðinum snúið við í Hæstarétti. Faðir konunnar reyndi jafnframt að fá hana svipta lögræði til að vernda hana fyrir manninum, en því var hafnað.

Sami héraðsdómarinn og hafnaði nálgunarbannskröfunum og beiðninni um lögræðissviptingu kvað svo upp dóm í kynferðisbrotamálinu ásamt tveimur öðrum þann 22. mars 2017 og komst að þeirri niðurstöðu að ekki teldist sannað að maðurinn hefði haft ásetning til að brjóta gegn konunni.

Skipti þar sköpum að ekki þótti ljóst að konunni hefði „liðið illa“ meðan háttsemin átti sér stað. Í Barnahúsi hafði hún tekið tvívegis fram að sér hefðu þótt snertingar mannsins óþægilegar en fyrir dómi sagði hún aðeins að sér hefði liðið illa í kjölfar atvikanna.

Dómurinn var ekki birtur á vef dómstólanna á sínum tíma og málinu ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Fyrir vikið hefur ekki verið fjallað um það í fjölmiðlum fyrr en nú.

„Þau buðu mér heim í kaffi“

„Ég var í sambandi við móður stúlkunnar meðan á þessu stóð og þau buðu mér heim í kaffi,“ segir maðurinn í samtali við Stundina. Hann segist hafa orðið fyrir aðkasti af hálfu aðstandenda konunnar, einkum stjúpmóðurinnar sem hann sakar um að hafa ráðist á sig. Lögregla hafi ekki brugðist við því. Hann telur sig þó hafa fengið „mjög sanngjarna“ meðferð í réttarkerfinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár