Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu sem er einn af skattakóngum Íslands

Nöfn­in á list­un­um yf­ir hæstu skatt­greið­end­ur Ís­lands eru yf­ir­leitt þekkt ár frá ári. Stund­um koma hins veg­ar fram ný nöfn á list­un­um, nöfn fólks sem ekki er þekkt í sam­fé­lagsum­ræð­unni. Iurie Beeg­urschi er eitt þeirra.

Sjálflærði ljósmyndarinn frá Moldóvu  sem er einn af skattakóngum Íslands
Orðinn vel stæður Iurie Belegurschi flutti til Íslands frá Moldavíu árið 2006 og er nú orðinn vel stæður á því að taka ljósmyndir af íslenskri náttúru og vegna hlutafjáreignar í Guide to Iceland.

Iurie Belegurschi, 36 ára gamall ljósmyndari frá Moldóvu og einn af hluthöfum ferðaþjónustufyrirtækisins Guide to Iceland, er einn af skattakóngum Íslands árið 2018. Hann er nánar tiltekið í tólfta sæti yfir tekjuhæstu íbúa Garðabæjar með áætlaðar árstekjur upp á tæplega 127 milljónir króna. Þessa staðreynd má að hluta til rekja til vaxtar Guide to Iceland á liðnum árum en fyrirtækið hagnaðist um 676 milljónir króna og greiddi út 600 milljóna króna arð til hluthafa sinna í fyrra.  

Heimaland Iuries, Moldóva, var hluti af Sovétríkjunum sálugu en fékk sjálfstæði árið 1991. Alls búa 3,5 milljónir manna í landinu og er það eitt fátækasta ríki Evrópu. Höfuðborgin heitir Chișinău

Þrír úr hluthafahópnum á listunumÞrír úr hluthafahópi Guide to Iceland er á listanum yfir hæstu greiðendur opinberra gjalda á Íslandi. Meðal annars stærsti hluthafinn, Ingólfur Abraham Shahin.

Tveir aðrir hluthafar á listanum

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár