Iurie Belegurschi, 36 ára gamall ljósmyndari frá Moldóvu og einn af hluthöfum ferðaþjónustufyrirtækisins Guide to Iceland, er einn af skattakóngum Íslands árið 2018. Hann er nánar tiltekið í tólfta sæti yfir tekjuhæstu íbúa Garðabæjar með áætlaðar árstekjur upp á tæplega 127 milljónir króna. Þessa staðreynd má að hluta til rekja til vaxtar Guide to Iceland á liðnum árum en fyrirtækið hagnaðist um 676 milljónir króna og greiddi út 600 milljóna króna arð til hluthafa sinna í fyrra.
Heimaland Iuries, Moldóva, var hluti af Sovétríkjunum sálugu en fékk sjálfstæði árið 1991. Alls búa 3,5 milljónir manna í landinu og er það eitt fátækasta ríki Evrópu. Höfuðborgin heitir Chișinău.

Athugasemdir