Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Borðar popp svo börnin fái nægan mat

Hún sagð­ist alltaf vera blönk en við­ur­kenndi loks að hún væri fá­tæk. „Það hafa kom­ið heilu dag­arn­ir og jafn­vel heilu vik­urn­ar þar sem ég fæ popp í mat­inn,“ seg­ir hún.

Borðar popp svo börnin fái nægan mat
Reynir að fela fátæktina Konan hefur reynt að fela fátækt sína með því að segja að dóttir sín sé veik, þegar henni er boðið í afmæli, vegna þess að hún hefur ekki efni á afmælisgjöf. Mynd: Shutterstock

Hún vill ekki koma fram undir nafni en við skulum bara kalla hana Önnu. Hún er einstæð, tveggja barna móðir og öryrki. Eldri dóttir hennar er mjög fötluð og yngri dóttirin á einnig við erfiðleika að stríða. Stundum hefur hún ekki borðað nema popp í nokkra daga þar sem hún lætur dæturnar ganga fyrir ef matur ef af skornum skammti. Anna hefur ekki unnið í tæp 20 ár og lifir í dag á örorkubótum sem og umönnunarbótum sem hún fær fyrir að annast yngri dóttur sína. Hún segist finna fyrir fordómum vegna fátæktarinnar.

Anna fór í háskólanám fyrir nokkrum árum og náði að ljúka BS-gráðu. Hún ákvað að halda áfram námi og stundar nú nám í annarri grein. „Mér eru málefni fatlaðra mjög hugleikin og er í allskonar sjálfboðaliðastörfum því tengdu þegar heilsan leyfir.“

Hún segir sögu sína af því að lifa í fátækt, nokkuð sem hún hélt lengi vel að væru bara blankheit.

Mamma borðaði ekki með börnunum

Anna er á fimmtugsaldri. Hún ólst upp hjá einstæðri móður sem hún segir að hafi unnið láglaunastörf. 

„Mamma var dugleg við að fela margt og mér fannst það til dæmis ekkert vera undarlegt þegar mamma borðaði ekki með okkur krökkunum. Hún sagðist stundum hafa borðað á meðan hún var að elda en sannleikurinn er sá að hún borðaði það sem eftir var af matnum ef við krakkarnir kláruðum ekki. Staðan var mjög slæm. Ég bjó þó við mikla væntumþykju, ást og umhyggju.“

Anna var lögð í einelti í æsku. „Ég varð fyrir rosalegu einelti. Ég var lamin, mér var úthúðað, mér var hrint og það var setið fyrir mér.“

Hún var í tveimur heimavistarskólum - annars vegar var um að ræða grunnskóla og hins vegar framhaldsskóla. Hún segir að sér hafi ekki liðið vel í þeim fyrri og ekki kunnað að eiga vini eða eiga í samskiptum. Henni leið hins vegar vel í seinni heimavistarskólanum og segir hún það hafa verið æðislegan tíma.

„Ég hafði aldrei átt vini þegar ég var krakki. Ég kunni ekki að eiga vini. Ég kunni ekki samskipti þegar ég fór í fyrri heimavistarskólann og hafði verið dugleg við að segja ekki alltaf satt og rétt frá og í heimavistarskólanum sagði ég bara það sem krakkarnir vildu heyra og hélt að það væri það sem maður gerði.

Ég flutti aftur suður eftir að hafa verið í síðari heimavistarskólanum og byrjaði aftur í gamla menntaskólanum sem ég hafði verið í og var ekki búin að vera þar lengi þegar ég var kölluð á fund hjá námsráðgjafa og aðstoðarskólastjóra og mér tilkynnt að ég væri orðin of gömul til að vera í skólanum og þyrfti að fara í kvöldskóla. Þetta braut mig niður og ég hætti í skólanum og fór að vinna.“ 

Eineltið í æsku hefur enn áhrif á Önnu. „Ég fæ oft á tilfinninguna að ég eigi ekki heima í hóp, ég passi þar ekki inn og að fólkið þar vilji ekki hafa mig með þótt það sé kannski ekki endilega rétt. Þetta gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Þetta kenndi mér ýmislegt.“

Leið vel í vinnu

Anna vann meðal annars í verksmiðjum og í fiski eftir að hún hætti í skóla 18 ára gömul.

„Ég vann merkilega lengi í verksmiðju og fannst vera gaman að vinna þar. Þar var ég ein af hópnum og hlustaði á vasadiskó á meðan ég vann og ég undi mér vel. Ég vann um tíma í annarri verksmiðju og á þeim tíma seldi ég auk þess auglýsingar í tímarit. Ég kunni í rauninni ekki með pening að fara og eyddi eins og mig langaði til og gerði það sem mig langaði til. Ég átti aldrei pening þannig séð en vann samt inn gommu af pening. Mér finnst vera mikill skortur að kenna krökkum og unglingum fjármálalæsi og hvernig eigi að fara með peninga.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fátækt fólk

Mest lesið

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár