Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vill taka RÚV af auglýsingamarkaði

Lilja Al­freðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, seg­ir að RÚV verði bætt­ur upp tekjum­iss­ir­inn ef fjöl­mið­ill­inn fer af aug­lýs­inga­mark­aði eins og sam­bæri­leg­ir miðl­ar á Norð­ur­lönd­um.

Vill taka RÚV af auglýsingamarkaði
Lilja Alfreðsdóttir Ráðherra segir að jafna þurfi stöðu innlendra og erlendra fjölmiðla. Mynd: Heiða Helgadóttir

RÚV mun fá styrki til að koma til móts við þá tæpu 2 milljarða í tekjur sem tapast fari fjölmiðillinn af auglýsingamarkaði. Þá eru einnig til skoðunar leiðir til að jafna stöðu íslenskra og erlendra fjölmiðla á auglýsingamarkaði, að því er haft er eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í Morgunblaðinu í dag.

„Ég hef talað fyrir því að við horfum til Norðurlandanna,“ segir Lilja. „Þar eru ríkisfjölmiðlarnir ekki á auglýsingamarkaði. Ég teldi farsælast að svo væri líka á Íslandi, ásamt því að vera með styrki til fjölmiðla, eins og boðað er í fjölmiðlafrumvarpinu. Ég sé fyrir mér að ef RÚV fer af auglýsingamarkaði verði stofnuninni bætt það upp. Ég vil að okkar RÚV sé álíka sterkt og ríkisfjölmiðlar á hinum Norðurlöndunum. Það sem er hins vegar slæmt við íslenskan fjölmiðlamarkað er að starfsskilyrði einkareknu fjölmiðlanna eru mun lakari en á hinum Norðurlöndunum og við verðum að breyta því.“

Ráðuneytið hefur einnig til skoðunar leiðir til að jafna stöðu íslenskra og erlendra fjölmiðla á auglýsingamarkaði, en virðisaukaskattur er greiddur hér á landi af innlendum auglýsingum en ekki af auglýsingakaupum hjá erlendum miðlum. „Þetta er stórmál og við verðum að ná utan um þetta. Við notum enda fjölmiðla með allt öðrum hætti en fyrir aðeins tveimur árum. Við erum að vinna þetta með fjármála- og efnahagsráðuneytinu af því að þetta er skattamál. Norðurlöndin eru að skoða þessa leið sem og Evrópusambandið líka, vegna þess að við erum að verða af skatttekjum út af þessu breytta hagkerfi. Þetta var einmitt ein af niðurstöðum G20-fundarins hjá fjármálaráðherrunum. Öll þessi ríki ætla saman að beita sér fyrir því að þessi alþjóðlegu stórfyrirtæki séu skattlögð. Þetta þurfum við að gera í alþjóðasamstarfi,“ segir Lilja.

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir mikilvægt að halda úti öflugri almannaþjónustu, en auglýsingatekjur RÚV hafi dregist saman undanfarin ár. „Ef núverandi fjármögnunarleið verður endurskoðuð þarf að tryggja að RÚV geti áfram sinnt sínu mikilvæga hlutverki og þjónusta skerðist ekki, enda væri það í andstöðu við vilja almennings samkvæmt könnunum,“ segir hann. „RÚV starfar eftir þeim lögum og reglum sem um stofnunina gilda. Alþingi ætlast til að RÚV afli um þriðjungs tekna sinna í gegnum auglýsingasölu og eftir því höfum við starfað. RÚV, eitt og sér, tekur engar ákvarðanir um breytingar á fyrirkomulagi fjármögnunar RÚV. Það er viðfangsefni löggjafans.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
4
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár