Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vill taka RÚV af auglýsingamarkaði

Lilja Al­freðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, seg­ir að RÚV verði bætt­ur upp tekjum­iss­ir­inn ef fjöl­mið­ill­inn fer af aug­lýs­inga­mark­aði eins og sam­bæri­leg­ir miðl­ar á Norð­ur­lönd­um.

Vill taka RÚV af auglýsingamarkaði
Lilja Alfreðsdóttir Ráðherra segir að jafna þurfi stöðu innlendra og erlendra fjölmiðla. Mynd: Heiða Helgadóttir

RÚV mun fá styrki til að koma til móts við þá tæpu 2 milljarða í tekjur sem tapast fari fjölmiðillinn af auglýsingamarkaði. Þá eru einnig til skoðunar leiðir til að jafna stöðu íslenskra og erlendra fjölmiðla á auglýsingamarkaði, að því er haft er eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í Morgunblaðinu í dag.

„Ég hef talað fyrir því að við horfum til Norðurlandanna,“ segir Lilja. „Þar eru ríkisfjölmiðlarnir ekki á auglýsingamarkaði. Ég teldi farsælast að svo væri líka á Íslandi, ásamt því að vera með styrki til fjölmiðla, eins og boðað er í fjölmiðlafrumvarpinu. Ég sé fyrir mér að ef RÚV fer af auglýsingamarkaði verði stofnuninni bætt það upp. Ég vil að okkar RÚV sé álíka sterkt og ríkisfjölmiðlar á hinum Norðurlöndunum. Það sem er hins vegar slæmt við íslenskan fjölmiðlamarkað er að starfsskilyrði einkareknu fjölmiðlanna eru mun lakari en á hinum Norðurlöndunum og við verðum að breyta því.“

Ráðuneytið hefur einnig til skoðunar leiðir til að jafna stöðu íslenskra og erlendra fjölmiðla á auglýsingamarkaði, en virðisaukaskattur er greiddur hér á landi af innlendum auglýsingum en ekki af auglýsingakaupum hjá erlendum miðlum. „Þetta er stórmál og við verðum að ná utan um þetta. Við notum enda fjölmiðla með allt öðrum hætti en fyrir aðeins tveimur árum. Við erum að vinna þetta með fjármála- og efnahagsráðuneytinu af því að þetta er skattamál. Norðurlöndin eru að skoða þessa leið sem og Evrópusambandið líka, vegna þess að við erum að verða af skatttekjum út af þessu breytta hagkerfi. Þetta var einmitt ein af niðurstöðum G20-fundarins hjá fjármálaráðherrunum. Öll þessi ríki ætla saman að beita sér fyrir því að þessi alþjóðlegu stórfyrirtæki séu skattlögð. Þetta þurfum við að gera í alþjóðasamstarfi,“ segir Lilja.

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir mikilvægt að halda úti öflugri almannaþjónustu, en auglýsingatekjur RÚV hafi dregist saman undanfarin ár. „Ef núverandi fjármögnunarleið verður endurskoðuð þarf að tryggja að RÚV geti áfram sinnt sínu mikilvæga hlutverki og þjónusta skerðist ekki, enda væri það í andstöðu við vilja almennings samkvæmt könnunum,“ segir hann. „RÚV starfar eftir þeim lögum og reglum sem um stofnunina gilda. Alþingi ætlast til að RÚV afli um þriðjungs tekna sinna í gegnum auglýsingasölu og eftir því höfum við starfað. RÚV, eitt og sér, tekur engar ákvarðanir um breytingar á fyrirkomulagi fjármögnunar RÚV. Það er viðfangsefni löggjafans.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu