Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Dagur í lífi sextán ára háskólanema: „Mikilvægt að njóta hvers verkefnis“

Ás­þór Björns­son er sex­tán ára há­skóla­nemi sem sit­ur í ung­menna­ráði heims­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna, stofn­aði eig­ið fyr­ir­tæki og er í tveim­ur lands­lið­um í for­rit­un. Sara Man­sour fylgdi Ás­þóri eft­ir á venju­leg­um degi þessa unga at­hafna­manns sem sótti fundi, lands­liðsæfingu og lék sér í körfu­bolta með vini sín­um.

Ásþór Björnsson er sextán ára unglingur sem lifir heldur óhefðbundnu lífi. Í haust mun hann hefja háskólanám við IT University of Copenhagen, en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann nú þegar lokið stúdentsprófi. Það gerði hann með því að taka 9. og 10. bekk saman og ljúka stúdentsprófi á tveimur árum, samhliða tveimur áföngum við Háskólann í Reykjavík. Hann viðurkennir þó að þetta sé ekki fyrir alla, þó að það hafi hentað honum að fara þessa leið. „Það getur haft áhrif, eins og þegar þú ert að fara inn í háskóla þá ertu yngstur á svæðinu en maður þarf bara að díla við það.“

Alltaf í forgangi að geta hitt vini 

„Ástæðan fyrir því að ég tók þetta svona snemma var vegna þess að ég sá mjög mikil tækifæri í því. Auk þess var námsefnið oft áhugamálið mitt, sem ég var að sinna utan skóla. Ég sá enga ástæðu til þess að taka því rólega í því sem mér finnst gaman að gera. Þannig að ég bara kýldi á það og sé ekkert eftir því,“ segir Ásþór, en blaðamaður fékk að fylgja honum eftir á venjulegum degi í lífi hans, sem innifól fundi, fyrirtækjarekstur, landsliðsæfingu og körfuboltaleik með vinum.

„Ég fórnaði auðvitað tíma, en mér finnst þetta bara gaman“

„Mér finnst ég ekki hafa fórnað allt of miklu félagslega. Það var alltaf númer eitt að geta farið út að hitta vini sína. Það er það sem skiptir mestu máli. Maður verður að sjá um sjálfan sig. Ég fórnaði auðvitað tíma, en mér finnst þetta bara gaman. Þetta eru örugglega hlutir sem ég hefði hvort eð er verið að gera í mínum frítíma. Ég passaði að velja rétta námið fyrir mig þannig að ég gæti verið að gera það sem mér finnst gaman og stuðla að betri framtíð.“

Mikilvægt að njóta hvers verkefnis

Foreldrar Ásþórs búa í Kaupmannahöfn en sjálfur býr hann í bílskúrnum hjá frændfólki sínu. Í haust verður þó breyting þar á þegar hann fer út til foreldra sinna og hefur háskólanám í Danmörku. Í sumar hefur hann nýtt tímann til þess að sinna öðrum verkefnum, en hann er ekki aðeins afreksmaður í námi heldur er hann einnig í tveimur landsliðum, í keppnisforritun og vélmennaforritun.

Hann er einn stofnenda Ró-Box, fyrirtækis sem hlaut viðurkenninguna Junior Achievement Iceland á ráðstefnu ungra frumkvöðla, og gengur út á að gefa fólki færi á að hanna sitt eigið vélmenni með þeim aðföngum sem seld eru.

„Það er mjög mikilvægt að njóta hvers einasta verkefnis því þú gerir þetta bara einu sinni. Og þú getur fengið eitthvað út úr öllu sem þú gerir,“ segir hann. „Það sem er mikilvægt er að í hverju einasta verkefni er að reyna að læra eitthvað nýtt. Prófa eitthverja nýja hluti og nýta verkefnin til þess að gera eitthvað sem þú hefur gaman af. Þetta er allt andlegt og þú verður að fá eitthvað út úr þessum verkefnum.“

„Ef þú horfir á íslenskuritgerð sem stærðfræðivandamál þá er það ekkert mál, ef þú ert búinn að vera að gera stærðfræði“

Lykillinn sé að mæta hverju verkefni með opnum huga. „Svo er mjög gagnlegt að nýta sér þekkingu úr öðrum fögum til að leysa ný vandamál og læra nýja hluti. Ef þú horfir á íslenskuritgerð sem stærðfræðivandamál þá er það ekkert mál, ef þú ert búinn að vera að gera stærðfræði ótrúlega lengi. Þetta er allt skylt efni, ef þú horfir á það frá nýju sjónarhorni.“

Markmiðið aldrei að græða peninga

En það er ekki eins og Ásþór sé alltaf bundinn við bækurnar. Í frítíma sínum sinnir hann meðal annars réttindabaráttu þar sem hann situr í ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann fer á milli ráðstefna og flytur ræður og reynir að fræða fólk um hvað hægt er að gera til þess að stuðla að meiri sjálfbærni. „Við erum að hjálpa ríkisstjórninni við innleiðingu heimsmarkmiðanna í störfum sínum,“ útskýrir hann. „Þetta er mér mjög mikilvægt.“

„Núna er ég að leggja meiri áherslu á að njóta lífsins“

Svo reynir hann að njóta lífsins. „Seinasta ár er búið að vera mjög krefjandi þannig að núna er ég að leggja meiri áherslu á að njóta lífsins og hafa gaman af því sem ég er að gera. Ég ætla bara að halda áfram að læra eitthvað sem mér finnst skemmtilegt og gera eitthvað sem mér finnst skemmtilegt,“ segir hann.

Í framtíðinni gæti hann vel ímyndað sér að stofna fyrirtæki, en þó með þeim fyrirvara að „markmiðið væri aldrei að græða pening eða fá virðingu eða athygli. Það sem mig langar að gera með mínum verkum er að hjálpa fólki og gera eitthvað í þágu fólks. Mig langar að nýta tíma minn og hæfileika til að gera mitt besta.“

Nánar er rætt við Ásþór í myndbandinu hér að ofan, þar sem honum er fylgt eftir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár