Ég bjóst ósjálfrátt við eyðimörk. En eftir því sem við fjarlægðumst Kænugarð varð allt grænna. Eftir því sem við nálguðumst Tsjernobyl og Pripyat. Ég var í hópi með nokkrum Finnum, það var tilviljun, það var einfaldlega safnað í þessar ferðir. Það var líka erfitt að komast í þær, skriffinnskan í kringum þær var töluverð, en ég komst að því eftir krókaleiðum að norskur hosteleigandi í Kiev sæi um að bóka fólk í svona ferðir – það hljómaði eins og auðveldasta lausnin, að gista þar og skoða borgina og geta fengið upplýsingar beint frá þeim norska, í staðinn fyrir að standa í endalausum símtölum. Það hafðist á endanum að fá staðfesta dagsetningu – viku seinna. Og þar sem sá norski var frekar leiðinlegur rasistadurgur og þar sem Kiev var á minna en þremur árum skyndilega orðin einhver dýrasta borg Austur-Evrópu ákvað ég að skreppa til Moldóvu í millitíðinni.
En núna vorum …
Athugasemdir