Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segir verðtryggingarfrumvarp „hafa fyrst og fremst neikvæð áhrif á meðlimi annarra stéttarfélaga“

Þórólf­ur Matth­ías­son, pró­fess­or í hag­fræði, seg­ir að þeim sem kröfð­ust af­náms verð­trygg­ing­ar­inn­ar sé bjarg­að frá nei­kvæð­um áhrif­um verð­trygg­ing­ar­frum­varps­ins með víð­tæk­um und­an­þág­um.

Segir verðtryggingarfrumvarp „hafa fyrst og fremst neikvæð áhrif á meðlimi annarra stéttarfélaga“

Frumvarp um skref til afnáms verðtryggingar er ekki til þess fallið að bæta stöðu launþega á húsnæðismarkaði. Þetta segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, í umsögn sinni við frumvarpið á Samráðsgátt stjórnvalda.

Í frumvarpinu eru lagðar til nokkrar breytingar á fyrirkomulagi veitingar verðtryggðra fasteignalána. Hámarkstími verðtryggðra jafngreiðslulána til neytenda verður styttur 25 ár, nema lántakendur uppfylli ákveðin skilyrði. Þá verður heimilt að miða við vísitölu neysluverðs án húsnæðis til verðtryggingar.

Þórólfur segir að með frumvarpinu sé ráðist í að draga úr notkun vinsælasta lánaformsins á húsnæðismarkaði. „Grunnforsenda aðgerðanna er því að stór hluti þeirra sem taka lán til kaupa á húsnæði velji lánaform sér til skaða,“ skrifar hann. „Engin rök eru sett fram til að réttlæta inngripið.“

Í umsögninni kemur fram að takmörkunin á veitingu verðtryggðra lána muni mögulega einungis ná til fámenns hluta lántaka. „Hugsanlega undir 5%,“ skrifar Þórólfur. „Sá hópur myndi samanstanda af einstaklingum eða sambýlisfólki sem er yfir 40 ára gamalt með tekjur umfram 4,2 milljónir (einstaklingur) eða 7,2 milljónir (sambýlisfólk) á næstliðnu ári og af fólki sem sæktist efir verðsetningu milli 50 og 70% af verðmæti húsnæðis.  Spyrja má hvort eðlilegt sé að þrengja kjör svo fámenns og sértæks hóps með almennri lagasetningu án þess að vitna megi til almannaheilla.“

Þá telur Þórólfur að lánastofnanir muni koma til móts við þennan litla hóp með því að bjóða upp á lánaafurðir sem líkja eftir hefðbundnum jafngreiðslulánum. Það verði mögulega gert með því að safna vaxtagreiðslum á sérstakt kúlulán sem yrði gert upp þegar lánstími væri hálfnaður eða meira með nýju skuldabréfi.

„Það er einnig rétt að benda á að sá hópur sem líklegast verður fyrir takmörkunum, fólk um fertugt, með tiltölulega góðar tekjur en með lítið eigið fé í fasteignum eða öðrum fjáreignum er ekki sá hópur sem telst til umbjóðenda verkalýðsfélaga á almennum markaði,“ skrifar Þórólfur. „Þvert á móti er slíka hópa fyrst og fremst að finna meðal þeirra sem leita sér mjög langrar skólagöngu erlendis, t.d. sérfræðilæknar og fólk með doktorspróf. Þessir hópar tilheyra flestir Bandalagi háskólamanna. Þannig má segja að inntak undanþáganna sé í raun að hafa áhrif á aðila sem ekki eru félagsmenn þeirra félaga sem gerðu kröfu um umræddar breytingar.“

„Undanþáguákvæði frumvarpsins draga stórlega úr áhrifum fyrirhugaðrar lagabreytingar á meðlimi þeirra verkalýðsfélaga sem settu fram kröfuna“

Loks bendir Þórólfur á að ráðist hafi verið í vinnu við frumvarpið að undirlagi aðila vinnumarkaðarins. „Frá sjónarhóli siðfræði og almennrar kurteisi má spyrja hvort eðlilegt sé að krafa sem sett er fram af hálfu verkalýðsfélaga á almennum markaði gagnvart stjórnvöldum sé útfærð á þann hátt að hafa fyrst og fremst neikvæð áhrif á meðlimi annarra stéttarfélaga,“ skrifar Þórólfur að lokum. „Undanþáguákvæði frumvarpsins draga stórlega úr áhrifum fyrirhugaðrar lagabreytingar á meðlimi þeirra verkalýðsfélaga sem settu fram kröfuna. Undanþáguákvæði verða til þess að fyrirhugaðar lagabreytingar gera meðlimum annarra verkalýðsfélaga erfiðara fyrir að fá lánafyrirgreiðslu við húsnæðiskaup. Ekki er hægt að mæla með samþykkt frumvarpsins í óbreyttri mynd.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár