Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Áhrifafólk í Pírötum fordæmir „opinbera aðför“ gegn Birgittu Jónsdóttur

Vara­þing­kon­ur og odd­viti í Reykja­nes­bæ á með­al þeirra sem und­ir­rita yf­ir­lýs­ingu.

Áhrifafólk í Pírötum fordæmir „opinbera aðför“ gegn Birgittu Jónsdóttur

Á fimmta tug fólks sem segist félagar í Pírötum hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þingmenn flokksins eru gagnrýndir fyrir að hafa „farið offari“ gegn Birgittu Jónsdóttur á félagsfundi mánudaginn 15. júní síðastliðinn.

Á fundinum var tilnefningu Birgittu, stofnanda og fyrrverandi forystukonu Pírata, í trúnaðarráð flokksins hafnað með 55 af 68 greiddum atkvæðum eftir að þingmenn höfðu tekið afgerandi afstöðu gegn því að hún yrði kjörin. Fjallað hefur verið ítarlega um málið í fjölmiðlum og birti Viljinn.is myndband þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður lýsti reynslu sinni af því að vinna með Birgittu og vandaði henni ekki kveðjurnar.

„Við undirrituð, félagar í Pírötum, hörmum þá atburðarás sem átti sér stað á félagsfundi mánudaginn 15. júlí síðastliðinn. Umræddur fundur var félagsfundur og auglýstur sem slíkur og hvergi í fundarboði kom fram að persónulegt uppgjör milli nokkurra félagsmanna skyldi eiga sér stað,“ segir í yfirlýsingu sem fylgir undirskriftasöfnun sem sett var af stað í gær. 42 hafa lagt nafn sitt við yfirlýsinguna þegar þetta er skrifað, þar á meðal Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingkona flokksins,  Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, fyrrverandi varaþingkona og Þórólfur Júlían Dagsson, oddviti Pírata í Reykjanesbæ.

„Þingmenn Pírata og annað valdafólk innan flokksins sem tóku til máls á fundinum fóru offari gegn einum félagsmanni. Sú opinbera aðför, óháð því hvaða stöðu umræddur félagsmaður gegndi áður og hvað kann að hafa farið aðila á milli fyrr, er með öllu ólíðandi.Öllum skal sýnd kurteisi og virðing, sérstaklega þegar rætt er um og/eða talað til ákveðinna einstaklinga. Framkoma þeirra sem fóru offari á fyrrnefndum fundi er ámælisverð, engum til gagns, og ber að fordæma.Þá skyldi ekki líta hjá stöðu þeirra sem um ræðir, en það traust sem fulltrúum grasrótar á Alþingi er falið er ekki sjálfsagður hlutur og bíður eðlilega hnekki, innan hreyfingarinnar sem utan, þegar komið er fram með þessum hætti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár