Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Áhrifafólk í Pírötum fordæmir „opinbera aðför“ gegn Birgittu Jónsdóttur

Vara­þing­kon­ur og odd­viti í Reykja­nes­bæ á með­al þeirra sem und­ir­rita yf­ir­lýs­ingu.

Áhrifafólk í Pírötum fordæmir „opinbera aðför“ gegn Birgittu Jónsdóttur

Á fimmta tug fólks sem segist félagar í Pírötum hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þingmenn flokksins eru gagnrýndir fyrir að hafa „farið offari“ gegn Birgittu Jónsdóttur á félagsfundi mánudaginn 15. júní síðastliðinn.

Á fundinum var tilnefningu Birgittu, stofnanda og fyrrverandi forystukonu Pírata, í trúnaðarráð flokksins hafnað með 55 af 68 greiddum atkvæðum eftir að þingmenn höfðu tekið afgerandi afstöðu gegn því að hún yrði kjörin. Fjallað hefur verið ítarlega um málið í fjölmiðlum og birti Viljinn.is myndband þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður lýsti reynslu sinni af því að vinna með Birgittu og vandaði henni ekki kveðjurnar.

„Við undirrituð, félagar í Pírötum, hörmum þá atburðarás sem átti sér stað á félagsfundi mánudaginn 15. júlí síðastliðinn. Umræddur fundur var félagsfundur og auglýstur sem slíkur og hvergi í fundarboði kom fram að persónulegt uppgjör milli nokkurra félagsmanna skyldi eiga sér stað,“ segir í yfirlýsingu sem fylgir undirskriftasöfnun sem sett var af stað í gær. 42 hafa lagt nafn sitt við yfirlýsinguna þegar þetta er skrifað, þar á meðal Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingkona flokksins,  Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, fyrrverandi varaþingkona og Þórólfur Júlían Dagsson, oddviti Pírata í Reykjanesbæ.

„Þingmenn Pírata og annað valdafólk innan flokksins sem tóku til máls á fundinum fóru offari gegn einum félagsmanni. Sú opinbera aðför, óháð því hvaða stöðu umræddur félagsmaður gegndi áður og hvað kann að hafa farið aðila á milli fyrr, er með öllu ólíðandi.Öllum skal sýnd kurteisi og virðing, sérstaklega þegar rætt er um og/eða talað til ákveðinna einstaklinga. Framkoma þeirra sem fóru offari á fyrrnefndum fundi er ámælisverð, engum til gagns, og ber að fordæma.Þá skyldi ekki líta hjá stöðu þeirra sem um ræðir, en það traust sem fulltrúum grasrótar á Alþingi er falið er ekki sjálfsagður hlutur og bíður eðlilega hnekki, innan hreyfingarinnar sem utan, þegar komið er fram með þessum hætti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár