Kristinn Sigurjónsson, fyrrverandi lektor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, segir nemendur geta sakað karlkynskennara um kynferðislega áreitni til að breyta einkunnum sem þær eru óánægðar með.
Kristinn stendur nú í málaferlum við Háskólann í Reykjavík, þar sem hann krefur skólann um 57 milljónir vegna ólögmætrar uppsagnar og 5 milljónir í miskabætur. Hann var rekinn þaðan í október síðastliðnum, eftir að DV birti ummæli hans í lokuðum hópi á Facebook, Karlmennskuspjallinu, þar sem hann sagði konur troða sér inn á vinnustaði karla og eyðileggja þá. Svipuð ummæli hefur hann haft eftir í kommentakerfi fréttamiðla. Þá sagði hann einnig að karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti og ef sagður er neðanbeltisbrandari, svo ég nefni ekki klámbrandari, þá er það kynferðisofbeldi“.
Nýlega hófu vinir og frændur Kristins fjársöfnun vegna málaferlanna á þeim forsendum að þar væri atvinnulaus einstaklingur að berjast fyrir rétti …
Athugasemdir