Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Alvarlegt ef Heilsustofnun hættir að sinna geðþjónustu

Fram­kvæmda­stjóri Geð­hjálp­ar seg­ir að op­in­bert fé sem renn­ur til geð­þjón­ustu Heilsu­stofn­un­ar í Hvera­gerði þurfi að fara til annarra að­ila, hætti stofn­un­in að sinna verk­efn­inu. All­ir gest­ir í geð­end­ur­hæf­ingu voru út­skrif­að­ir eða færð­ir í al­menna þjón­ustu þeg­ar for­stjóri og yf­ir­lækn­ir var lát­inn fara.

Alvarlegt ef Heilsustofnun hættir að sinna geðþjónustu

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að þeir fjármunir sem renna til Heilustofnunar í Hveragerði vegna geðendurhæfingar þurfi að nýtast annars staðar eigi að hætta þjónustunni. Starfslokasamningur var gerður við Harald Erlendsson, forstjóra og yfirlækni stofnunarinnar, í lok júní án fyrirvara. Haraldur var eini starfandi geðlæknirinn á Heilsustofnun og voru allir dvalargestir í geðendurhæfingu sendir heim eða færðir í almenn rými við starfslok hans.

Nýr samningur Heilsustofnunar og Sjúkratrygginga Íslands hljóðar upp á 875,5 milljónir króna í ár. Þar af renna tæpar 155 milljónir króna í geðendurhæfingu. Ákvæði eru í samningnum um að greiðslur skerðist, fari nýtingarhlutfall rúma undir ákveðin mörk.

„Geðendurhæfingarþjónustan á Heilsustofnun í Hveragerði hefur reynst okkar fólki alveg gríðarlega vel, til dæmis sem endurhæfing fyrir fólk sem eru virkir þátttakendur í samfélaginu en veikist annað veifið eða þarf á kvíða- eða þunglyndismeðferð að halda,“ segir Anna. „Það er mjög mikilvægt að fólk geti fengið sveigjanlega þjónustu eins og hefur verið. Það gat verið allt frá tveimur vikum upp í tólf vikur, ekki endilega samfleytt, heldur eins og hentaði best í hverju tilviki.“

Þá verður þjónusta verulega skert á einni af þremur bráðageðdeildum Landspítalans í júní vegna manneklu. Um helmingi rúmanna á deildinni, 15 af 31, verður lokað. Sjálfsvígsáhætta er algengasta ástæða þess að fólk er lagt inn á deildina.

Anna Gunnhildur ÓlafsdóttirFramkvæmdastjóri Geðhjálpar segir tímasetningu breytinganna óheppilega.

„Þetta er mjög óheppilegt á þeim tíma þar sem er dregið úr göngudeildarstarfsemi Landspítalans og þjónusta skert á deild 33A og mörg félagsleg úrræði fara í frí,“ segir Anna. „Það sem er enn erfiðara er að hugsanlega verður þessum rýmum alveg lokað. Við sjáum ekki betur en að það sé á svig við aðeins þriggja mánaða gamlan samning Heilsustofnunar við Sjúkratryggingar. Ef sérhæfð geðendurhæfingarþjónusta undir umsjón geðlæknis á Heilsustofnuninni fellur niður ættu aðrir aðilar að fá þessa peninga til að sinna þjónustunni annars staðar, frekar en að hún falli niður eða verði breytt í almenna þjónustu.“

Anna bendir á að í samningnum við Sjúkratryggingar hafi tími endurhæfingar verið almennt styttur niður í fjórar vikur eða sex með sérstakri framlengingu. „Okkur þykir slæmt að þessi rammi hafi verið þrengdur, en svo fréttum við að forstjóra og yfirlækni hafi verið sagt upp störfum og fólk annað hvort útskrifaði eða boðin almenn þjónusta án sérhæfðs geðlæknis. Með öðrum orðum hefur þjónustan veroð dregin saman og fólki stendur ekki lengur til boða sú þjónusta sem það borgaði fyrir þó vissulega séu þarna fleiri fagstéttir að störfum. Það er einstaklega vel talað um störf Haraldar í okkar hópi.“

Anna segir stöðuna vera mjög alvarlega. „Það vita allir að fólk með geðrænan vanda á undir högg að sækja í samfélaginu. Hann verður fyrir miklum fordómum og er í brýnni þörf fyrir þjónustu. Við höfum góða reynslu af þessum úrræðum, bæði fyrir fólk með geðræn veikindi og aðra sem til dæmis lenda í kulnun og veikjast í kjölfarið. Þetta er mjög dýrmætt fyrir einstaklinginn og skilar miklu til samfélagsins, því það styður fólk aftur út í lífið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
1
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
2
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Einstæðir foreldrar berjast í bökkum
9
Fréttir

Ein­stæð­ir for­eldr­ar berj­ast í bökk­um

Nú­ver­andi efna­hags­ástand hef­ur sett heim­il­is­bók­hald­ið hjá mörg­um lands­mönn­um úr skorð­um. Ástand­ið kem­ur verst nið­ur á þeim sem búa ein­ir og reiða sig á stak­ar mán­að­ar­tekj­ur. Sá tími þeg­ar ein­stak­ling­ar með lág­ar eða með­al­tekj­ur gátu rek­ið heim­ili er löngu lið­inn. Lít­ið má út af bregða hjá stór­um hluta ein­stæðra for­eldra til þess þau þurfi ekki að stofna til skuld­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það er ekkert eftir“
2
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
4
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár