Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vill að nefndir Alþingis skoði fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­mað­ur Pírata, seg­ir ábyrgð fylgja því að fara með al­manna­fé. Vís­ar hann í há laun stjórn­ar­for­manns Heilsu­stofn­un­ar í Hvera­gerði og greiðsl­ur til móð­ur­fé­lags henn­ar vegna hús­næð­is.

Vill að nefndir Alþingis skoði fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill að nefndir Alþingis skoði málefni Heilsustofnunar í Hveragerði ofan í kjölin. Eftirlit þurfi að vera með því hvernig farið sé með almannafé.

Í frétt í síðasta tölublaði Stundarinnar kom fram að mikil óvissa hafi verið um stefnu stjórnenda Heilustofnunar í Hveragerði. Starfslokasamningur var gerður við Harald Erlendsson, forstjóra og yfirlækni stofnunarinnar, án fyrirvara og skýringa. Enginn starfandi geðlæknir er nú hjá stofnuninni, þrátt fyrir að geðendurhæfing sé eitt af verkefnum í nýjum 875 milljóna króna samningi hennar við Sjúkratryggingar Íslands.

Þá greiðir stofnunin háar fjárhæðir til stjórnarmanna og til móðurfélags síns sem sömu aðilar stýra. Gunnlaugur K. Jónsson stjórnarformaður fékk 1,2 milljónir króna í mánaðargreiðslur árið 2018, tvöfalt meira en árið 2017. Á því ári greiddi Heilsustofnun 40 milljónir króna til móðurfélags síns, Náttúrulækningafélags Íslands (NLFÍ), auk þess að borga nær annað eins í afborganir af þeim lánum sem hvíla á fasteignum stofnunarinnar, sem eru þó skráðar í eigu Náttúrulækningafélagsins.

„Til þess að hafa það algerlega á hreinu, þá fylgir ábyrgð því að fara með almannafé“

„Mér væri svo sem alveg sama um þetta ef þau væru með sjálfstæðan rekstur en heilsuhælið er með nýjan samning við Sjúkratryggingar Íslands um 875 milljónir af skattfé á ári,“ skrifar Björn Leví í færslu á Facebook. „Til þess að hafa það algerlega á hreinu, þá fylgir ábyrgð því að fara með almannafé. Sú ábyrgð hvílir á því eftirliti sem þarf að fara fram um hvort við séum að fá það sem við borgum fyrir. Mér finnst þetta augljóslega vera mál sem nefndir þingins (Fjárlaganefnd, Velferðarnefnd og Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd) þurfa að skoða ofan í kjölinn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár