Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vill að nefndir Alþingis skoði fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­mað­ur Pírata, seg­ir ábyrgð fylgja því að fara með al­manna­fé. Vís­ar hann í há laun stjórn­ar­for­manns Heilsu­stofn­un­ar í Hvera­gerði og greiðsl­ur til móð­ur­fé­lags henn­ar vegna hús­næð­is.

Vill að nefndir Alþingis skoði fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill að nefndir Alþingis skoði málefni Heilsustofnunar í Hveragerði ofan í kjölin. Eftirlit þurfi að vera með því hvernig farið sé með almannafé.

Í frétt í síðasta tölublaði Stundarinnar kom fram að mikil óvissa hafi verið um stefnu stjórnenda Heilustofnunar í Hveragerði. Starfslokasamningur var gerður við Harald Erlendsson, forstjóra og yfirlækni stofnunarinnar, án fyrirvara og skýringa. Enginn starfandi geðlæknir er nú hjá stofnuninni, þrátt fyrir að geðendurhæfing sé eitt af verkefnum í nýjum 875 milljóna króna samningi hennar við Sjúkratryggingar Íslands.

Þá greiðir stofnunin háar fjárhæðir til stjórnarmanna og til móðurfélags síns sem sömu aðilar stýra. Gunnlaugur K. Jónsson stjórnarformaður fékk 1,2 milljónir króna í mánaðargreiðslur árið 2018, tvöfalt meira en árið 2017. Á því ári greiddi Heilsustofnun 40 milljónir króna til móðurfélags síns, Náttúrulækningafélags Íslands (NLFÍ), auk þess að borga nær annað eins í afborganir af þeim lánum sem hvíla á fasteignum stofnunarinnar, sem eru þó skráðar í eigu Náttúrulækningafélagsins.

„Til þess að hafa það algerlega á hreinu, þá fylgir ábyrgð því að fara með almannafé“

„Mér væri svo sem alveg sama um þetta ef þau væru með sjálfstæðan rekstur en heilsuhælið er með nýjan samning við Sjúkratryggingar Íslands um 875 milljónir af skattfé á ári,“ skrifar Björn Leví í færslu á Facebook. „Til þess að hafa það algerlega á hreinu, þá fylgir ábyrgð því að fara með almannafé. Sú ábyrgð hvílir á því eftirliti sem þarf að fara fram um hvort við séum að fá það sem við borgum fyrir. Mér finnst þetta augljóslega vera mál sem nefndir þingins (Fjárlaganefnd, Velferðarnefnd og Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd) þurfa að skoða ofan í kjölinn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
6
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár