Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vill að nefndir Alþingis skoði fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­mað­ur Pírata, seg­ir ábyrgð fylgja því að fara með al­manna­fé. Vís­ar hann í há laun stjórn­ar­for­manns Heilsu­stofn­un­ar í Hvera­gerði og greiðsl­ur til móð­ur­fé­lags henn­ar vegna hús­næð­is.

Vill að nefndir Alþingis skoði fjármál Heilsustofnunar í Hveragerði

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vill að nefndir Alþingis skoði málefni Heilsustofnunar í Hveragerði ofan í kjölin. Eftirlit þurfi að vera með því hvernig farið sé með almannafé.

Í frétt í síðasta tölublaði Stundarinnar kom fram að mikil óvissa hafi verið um stefnu stjórnenda Heilustofnunar í Hveragerði. Starfslokasamningur var gerður við Harald Erlendsson, forstjóra og yfirlækni stofnunarinnar, án fyrirvara og skýringa. Enginn starfandi geðlæknir er nú hjá stofnuninni, þrátt fyrir að geðendurhæfing sé eitt af verkefnum í nýjum 875 milljóna króna samningi hennar við Sjúkratryggingar Íslands.

Þá greiðir stofnunin háar fjárhæðir til stjórnarmanna og til móðurfélags síns sem sömu aðilar stýra. Gunnlaugur K. Jónsson stjórnarformaður fékk 1,2 milljónir króna í mánaðargreiðslur árið 2018, tvöfalt meira en árið 2017. Á því ári greiddi Heilsustofnun 40 milljónir króna til móðurfélags síns, Náttúrulækningafélags Íslands (NLFÍ), auk þess að borga nær annað eins í afborganir af þeim lánum sem hvíla á fasteignum stofnunarinnar, sem eru þó skráðar í eigu Náttúrulækningafélagsins.

„Til þess að hafa það algerlega á hreinu, þá fylgir ábyrgð því að fara með almannafé“

„Mér væri svo sem alveg sama um þetta ef þau væru með sjálfstæðan rekstur en heilsuhælið er með nýjan samning við Sjúkratryggingar Íslands um 875 milljónir af skattfé á ári,“ skrifar Björn Leví í færslu á Facebook. „Til þess að hafa það algerlega á hreinu, þá fylgir ábyrgð því að fara með almannafé. Sú ábyrgð hvílir á því eftirliti sem þarf að fara fram um hvort við séum að fá það sem við borgum fyrir. Mér finnst þetta augljóslega vera mál sem nefndir þingins (Fjárlaganefnd, Velferðarnefnd og Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd) þurfa að skoða ofan í kjölinn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu