Fyrsta skrefið í átt að því að setja fram opinbera menningarstefnu var stigið 2009 þegar Haukur F. Hannesson var fenginn til að taka saman skýrslu um málaflokkinn, sem birtist á vef menntamálaráðuneytisins í desember það sama ár undir heitinu Er til menningarstefna á Íslandi?. Haukur telur svo vera og bendir á sem dæmi um birtingarmynd hennar rit ráðuneytisins, Menning, listir, menningararfur, útvarp, málrækt, íþróttir, æskulýðsmál, frá janúar 2009. Ráðuneytið efndi til ráðstefnunnar Menningarlandið 2010, þar sem stefnumörkun fyrir yfirlýsingu um málaflokkinn var rædd. Tveimur árum síðar voru drög stefnunnar sett fram, og þann 6. mars 2013 var stefnan samþykkt með þingsályktun.
Flest í Menningarstefnu stjórnvalda sem finna má á vef stjórnarráðsins er hægt að taka undir við fyrstu sýn enda lýsir hún einlægum velvilja stjórnvalda í garð menningar á sviði menningararfs. Áhugavert getur þó verið að skoða hana ofan í kjölinn, með aðferðum orðræðugreiningar.
Þrástefið „menningararfur“
Þegar Menningarstefnuskjalið, sem er …
Athugasemdir