Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

Tölvu­póst­sam­skipti á milli Kristjáns Vil­helms­son­ar, út­gerð­ar­stjóra Sam­herja, og tveggja und­ir­manna hans um kaup­verð á karfa milli fé­laga inn­an sam­stæð­unn­ar „orka tví­mæl­is“ seg­ir formað­ur Sjó­manna­sam­bands Ís­lands. Verð­ið sem greitt var fyr­ir karf­ann var hins veg­ar yf­ir við­mið­un­ar­verði og því get­ur Sjó­manna­sam­band­ið ekki fett fing­ur út í við­skipt­in sem slík.

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
Verðið gott en samskiptin óeðlileg Verðið sem Samherji greiddi fyrir karfa sem ætlaður var til útflutnings til Þýskalands var gott en samskiptin þar sem verðið var ákveðið, þar sem Kristján Vilhelmsson var milliliður, voru óeðlileg segir formaður Sjómannasambands Íslands. Kristján sést hér taka á móti nýjum togara, BaldvinNC 100, ásamt Þorsteini Má Baldvinssyni.

„Sæll Bóbó. Hérna eru póstarnir okkar Simma. Hann er að bjóða allt að 250 kr. fyrir 700 [grömm] + sem mér finnst vera mjög gott verð,“ segir Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri og annar stærsti eigandi Samherja á Íslandi, í tölvupósti til Sigtryggs Gíslasonar, þáverandi skipstjóra á togaranum Björgvin EA-311 og núverandi skipstjóra á togaranum Kaldbaki, í apríl árið 2011. Sigtryggur gengur undir gælunafninu „Bóbó“ og er þekktur sem slíkur.  „Simmi“ sem nefndur er í tölvupóstinum er Sigmundur Andrésson, framkvæmdastjóri dótturfyrirtækis Samherja í Þýskalandi, Icefresh Gmbh.  

Í tölvupóstunum eru mennirnir þrír, sem allir starfa innan Samherjasamstæðunnar, að ákveða verð á ferskum karfa, sem vinna átti í Þýskalandi, í viðskiptum innan samstæðunnar. Björgvin EA-311 veiðir fiskinn og Icefresh Gmbh vinnur karfann í fiskvinnslu sinni í Frankfurt í Þýskalandi og selur hann.

Æ algengara hefur orðið að stórútgerðir eins og Samherji, Ísfélagið í Vestmannaeyjum, HB Grandi eða Vísir eigi sjálf mörg eða jafnvel öll fyrirtækin sem koma að veiðum, vinnslu og sölu á þeim fiski sem veiddir eru á togurum þeirra. Sökum þessa er mikilvægt að viðskiptin með fiskinn innan samstæðnanna fari  fram á viðskipta- og markaðslegum forsendum. Erfitt getur hins vegar verið að vita hvort svo er þar sem öll virðiskeðjan í fiskvinnslunni er á sömu hendi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár