Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda

Tölvu­póst­sam­skipti á milli Kristjáns Vil­helms­son­ar, út­gerð­ar­stjóra Sam­herja, og tveggja und­ir­manna hans um kaup­verð á karfa milli fé­laga inn­an sam­stæð­unn­ar „orka tví­mæl­is“ seg­ir formað­ur Sjó­manna­sam­bands Ís­lands. Verð­ið sem greitt var fyr­ir karf­ann var hins veg­ar yf­ir við­mið­un­ar­verði og því get­ur Sjó­manna­sam­band­ið ekki fett fing­ur út í við­skipt­in sem slík.

„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
Verðið gott en samskiptin óeðlileg Verðið sem Samherji greiddi fyrir karfa sem ætlaður var til útflutnings til Þýskalands var gott en samskiptin þar sem verðið var ákveðið, þar sem Kristján Vilhelmsson var milliliður, voru óeðlileg segir formaður Sjómannasambands Íslands. Kristján sést hér taka á móti nýjum togara, BaldvinNC 100, ásamt Þorsteini Má Baldvinssyni.

„Sæll Bóbó. Hérna eru póstarnir okkar Simma. Hann er að bjóða allt að 250 kr. fyrir 700 [grömm] + sem mér finnst vera mjög gott verð,“ segir Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri og annar stærsti eigandi Samherja á Íslandi, í tölvupósti til Sigtryggs Gíslasonar, þáverandi skipstjóra á togaranum Björgvin EA-311 og núverandi skipstjóra á togaranum Kaldbaki, í apríl árið 2011. Sigtryggur gengur undir gælunafninu „Bóbó“ og er þekktur sem slíkur.  „Simmi“ sem nefndur er í tölvupóstinum er Sigmundur Andrésson, framkvæmdastjóri dótturfyrirtækis Samherja í Þýskalandi, Icefresh Gmbh.  

Í tölvupóstunum eru mennirnir þrír, sem allir starfa innan Samherjasamstæðunnar, að ákveða verð á ferskum karfa, sem vinna átti í Þýskalandi, í viðskiptum innan samstæðunnar. Björgvin EA-311 veiðir fiskinn og Icefresh Gmbh vinnur karfann í fiskvinnslu sinni í Frankfurt í Þýskalandi og selur hann.

Æ algengara hefur orðið að stórútgerðir eins og Samherji, Ísfélagið í Vestmannaeyjum, HB Grandi eða Vísir eigi sjálf mörg eða jafnvel öll fyrirtækin sem koma að veiðum, vinnslu og sölu á þeim fiski sem veiddir eru á togurum þeirra. Sökum þessa er mikilvægt að viðskiptin með fiskinn innan samstæðnanna fari  fram á viðskipta- og markaðslegum forsendum. Erfitt getur hins vegar verið að vita hvort svo er þar sem öll virðiskeðjan í fiskvinnslunni er á sömu hendi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár