Í lögum 45/1996 um mannanöfn segir að nýtt eiginnafn þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði. Til dæmis þarf nafnið að geta tekið íslenska eignarfallsendingu og ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi. Nafnið skal vera ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Þá segir einnig að nafn megi ekki vera þannig að það geti orðið þeim sem ber það til ama.
Nýverið birtist frétt þess efnis að mannanafnanefnd hefði sett fjögur ný eiginnöfn á mannanafnaskrá en þetta eru kvenmannsnöfnin Kíra, Lucia, Náttúra og Snæsól og karlmannsnöfnin Kusi, Líam og Neó. Ég hnaut sérstaklega um karlmannsnafnið Kusa svona í ljósi þess að nöfn ættu ekki að vera viðkomandi til ama. Einnig setti ég stórt spurningarmerki við þankagang foreldra sem fá þá hugmynd að skíra barn sitt nafni eins og Kusi. Eða Skröggur. Ég get skírt son minn Karl Skröggur. Eða Kubbur. Ég gæti meira …
Athugasemdir