Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stjórn Íslandspósts brást ekki við fyrr en það var orðið of seint

Rík­is­end­ur­skoð­un tel­ur að eig­enda­stefnu og ytra eft­ir­liti með starf­semi Ís­land­s­pósts hafi ver­ið ábóta­vant. Upp­lýs­ing­ar hafi ekki skil­að sér til fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins þeg­ar eft­ir þeim var ósk­að og stjórn Ís­land­s­pósts ekki sýnt frum­kvæði „fyrr en eft­ir að fé­lag­ið lenti í fjár­hags­vanda“.

Stjórn Íslandspósts brást ekki við fyrr en það var orðið of seint
Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, Svanhildur Hólm Valsdóttir, sat í stjórn Íslandspósts frá 2014 þar til nú í vor og var lengst af varaformaður stjórnarinnar. Greiningarvinna Íslandspósts er sögð ekki hafa skilað sér til fjármálaráðuneytisins og stjórnin gagnrýnd fyrir að bregðast of seint við breyttu rekstrarumhverfi. Mynd: Íslandspóstur / Pressphotos

Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitaði ekki eftir áliti Samkeppniseftirlitsins þegar ríkið veitti Íslandspósti lán vegna lausafjárvanda fyrirtækisins. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýbirtri skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstrarvanda Íslandspósts, en stofnunin bendir á að það „heyri undir samkeppnisyfirvöld að leggja mat á hvort umrædd lánveiting hafi verið í samræmi við samkeppnislög“. 

Skýrsla Ríkisendurskoðunar er kurteislega orðaður áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnendum Íslandspósts og þeim aðilum sem ber lögum samkvæmt að hafa eftirlit með starfsemi fyrirtækisins. Fram kemur að eigendastefna og ytra eftirlit með starfsemi Íslandspósts hafi verið ófullnægjandi. Heildarfjárfestingar fyrirtækisins árið 2018 hafi verið of miklar miðað við greiðslugetu þess og fjárfestingar í dóttur- og hlutdeildarfélögum hafi ekki skilað þeirri samlegð og arði sem að var stefnt. 

Að sögn Ríkisendurskoðunar kallaði fjármálaráðuneytið ítrekað eftir greiningum og upplýsingum um málefni Íslandspósts án þess að greiningarvinnan skilaði sér til ráðuneytisins. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, Svanhildur Hólm Valsdóttir, sat í stjórn Íslandspósts frá 2014 þar til nú í vor og var lengst af varaformaður stjórnar.

Samkvæmt samþykktum Íslandspósts ber stjórn fyrirtækisins að hafa stöðugt og ítarlegt eftirlit með öllum rekstri þess og setja gjaldskrá í samræmi við ákvæði laga. Að mati Ríkisendurskoðunar sýndi stjórnin ekki nægilegt frumkvæði og brást ekki „nægjanlega markvisst og hratt við þeim breyttu aðstæðum sem hafa verið í rekstrarumhverfi Íslandspósts ohf. fyrr en eftir að félagið lenti í fjárhagsvanda“. 

Stjórnendur Íslandspósts og Póst- og fjarskiptastofnun hafa meðal annars rakið fjárhagsvanda Íslandspósts til þess að bréfasendingum hafi fækkað langt umfram áætlanir árið 2018. Ríkisendurskoðun segir að hér hafi „vegið þungt ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem tilkynnt var vorið 2018 að styrkja stafrænu þjónustugáttina island.is og hætta bréfsendingum hjá hinu opinbera“. Bent er á að ríkisstjórnin hafi gert ráð fyrir að ríkið myndi spara um 500 milljónir króna árlega með þessu. 

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er fjallað með afar almennum hætti um rekstrarvanda Íslandspósts og breytingar sem orðið hafa á rekstrarumhverfi póstþjónustu. Birtar eru spurningar sem Ríkisendurskoðun barst frá fjárlaganefnd Alþingis, en fæstum spurninganna er svarað með afdráttarlausum hætti. Þá er vitnað til ýmissa sjónarmiða og röksemda í skýrslunni án þess að tekin sé afstaða til þeirra.

Hér má lesa skýrsluna í heild.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu