Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stjórn Íslandspósts brást ekki við fyrr en það var orðið of seint

Rík­is­end­ur­skoð­un tel­ur að eig­enda­stefnu og ytra eft­ir­liti með starf­semi Ís­land­s­pósts hafi ver­ið ábóta­vant. Upp­lýs­ing­ar hafi ekki skil­að sér til fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins þeg­ar eft­ir þeim var ósk­að og stjórn Ís­land­s­pósts ekki sýnt frum­kvæði „fyrr en eft­ir að fé­lag­ið lenti í fjár­hags­vanda“.

Stjórn Íslandspósts brást ekki við fyrr en það var orðið of seint
Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, Svanhildur Hólm Valsdóttir, sat í stjórn Íslandspósts frá 2014 þar til nú í vor og var lengst af varaformaður stjórnarinnar. Greiningarvinna Íslandspósts er sögð ekki hafa skilað sér til fjármálaráðuneytisins og stjórnin gagnrýnd fyrir að bregðast of seint við breyttu rekstrarumhverfi. Mynd: Íslandspóstur / Pressphotos

Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitaði ekki eftir áliti Samkeppniseftirlitsins þegar ríkið veitti Íslandspósti lán vegna lausafjárvanda fyrirtækisins. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýbirtri skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstrarvanda Íslandspósts, en stofnunin bendir á að það „heyri undir samkeppnisyfirvöld að leggja mat á hvort umrædd lánveiting hafi verið í samræmi við samkeppnislög“. 

Skýrsla Ríkisendurskoðunar er kurteislega orðaður áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnendum Íslandspósts og þeim aðilum sem ber lögum samkvæmt að hafa eftirlit með starfsemi fyrirtækisins. Fram kemur að eigendastefna og ytra eftirlit með starfsemi Íslandspósts hafi verið ófullnægjandi. Heildarfjárfestingar fyrirtækisins árið 2018 hafi verið of miklar miðað við greiðslugetu þess og fjárfestingar í dóttur- og hlutdeildarfélögum hafi ekki skilað þeirri samlegð og arði sem að var stefnt. 

Að sögn Ríkisendurskoðunar kallaði fjármálaráðuneytið ítrekað eftir greiningum og upplýsingum um málefni Íslandspósts án þess að greiningarvinnan skilaði sér til ráðuneytisins. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, Svanhildur Hólm Valsdóttir, sat í stjórn Íslandspósts frá 2014 þar til nú í vor og var lengst af varaformaður stjórnar.

Samkvæmt samþykktum Íslandspósts ber stjórn fyrirtækisins að hafa stöðugt og ítarlegt eftirlit með öllum rekstri þess og setja gjaldskrá í samræmi við ákvæði laga. Að mati Ríkisendurskoðunar sýndi stjórnin ekki nægilegt frumkvæði og brást ekki „nægjanlega markvisst og hratt við þeim breyttu aðstæðum sem hafa verið í rekstrarumhverfi Íslandspósts ohf. fyrr en eftir að félagið lenti í fjárhagsvanda“. 

Stjórnendur Íslandspósts og Póst- og fjarskiptastofnun hafa meðal annars rakið fjárhagsvanda Íslandspósts til þess að bréfasendingum hafi fækkað langt umfram áætlanir árið 2018. Ríkisendurskoðun segir að hér hafi „vegið þungt ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem tilkynnt var vorið 2018 að styrkja stafrænu þjónustugáttina island.is og hætta bréfsendingum hjá hinu opinbera“. Bent er á að ríkisstjórnin hafi gert ráð fyrir að ríkið myndi spara um 500 milljónir króna árlega með þessu. 

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er fjallað með afar almennum hætti um rekstrarvanda Íslandspósts og breytingar sem orðið hafa á rekstrarumhverfi póstþjónustu. Birtar eru spurningar sem Ríkisendurskoðun barst frá fjárlaganefnd Alþingis, en fæstum spurninganna er svarað með afdráttarlausum hætti. Þá er vitnað til ýmissa sjónarmiða og röksemda í skýrslunni án þess að tekin sé afstaða til þeirra.

Hér má lesa skýrsluna í heild.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár