Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Karlar skora á karla að styrkja Málfrelsissjóð

Hall­grím­ur Helga­son rit­höf­und­ur setti af stað áskor­un þar sem hann skor­ar á kyn­bræð­ur sína að leggja mál­inu lið. Full þörf sé á fjár­stuðn­ingi til handa venju­leg­um kon­um sem lög­fræð­ing­ar herji á.

Karlar skora á karla að styrkja Málfrelsissjóð
Styðja málfrelsissjóð kvenna Þekktir íslenskir karlmenn hafa setta af stað áskorun þar sem þeir skora á kynbræður sína að styðja við stofnun Málfrelsisjóðs.

Karlar hafa sett af stað keðjuáskorun sem gengur nú á Facebook þar sem þeir skora á kynbræður sína að styðja við stofnun Málfrelsissjóðs sem nú er unnið og áður hefur verið greint frá í Stundinni. Rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Hallgrímur Helgason hratt áskoruninni af stað fyrr í dag og hvetur aðra karla til að leggja sitt af mörkum.

„Fréttir síðustu mánaða, þar sem konur eru ítrekað sektaðar, siðaðar eða áminntar fyrir afbrot karla, sýna og sanna að það er full þörf á fjárstuðningi til handa þeim óbreyttu konum á gólfinu sem lögfræðiteymin sækja að. Við karlar eigum líka að leggja í púkkið, og ég starta hér keðjuáskorun til karla,“ segir meðal annars í Facebook-færslu Hallgríms, sem fer nú víðar á netinu. „Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi,“ skrifar Hallgrímur og sendir boltann á Berg Þór Ingólfsson leikara og leikstjóra.

„Það virðist vera lenskan að það séu konur sem benda á eða tjá sig um mál sem fá síðan að kenna á því, eins og til dæmis Bára [Halldórsdóttir] sem er sú eina sem hefur fengið einhvers konar áminningu í Klausturmálinu. Hið sama má segja um um til dæmis Þórhildi Sunnu [Ævarsdóttur] sem fékk áminningu fyrir að segja það sem satt var. Það virðist augljóst að það er þörf á einhverjum sjóði til að styðja við konur sem ekki eiga neina varasjóði til að borga lögfræðingum, fyrir það eitt að hafa tjáð sig. Ég vil bara leggja mína hönd á plóginn með þessu og hvet aðra karla til hins sama,“ segir Hallgrímur í samtali við Stundina og bætir við að sjálfsagt sé að fleiri taki þátt í áskoruninni án þess að bíða eftir að keðjan sem hann setti af stað nái til þeirra.

Nú þegar hafa, auk þeirra Hallgríms og Bergs, þeir Karl Ágúst Úlfsson leikari og Svavar Knútur tónlistarmaður fengið áskorunina. Nú þegar hafa safnast tæpar 2 milljónir króna en markmið söfnunarinnar er að ná 20.000 evrum, rúmum 2,8 milljónum króna, í það minnsta fyrsta kastið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár