Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Karlar skora á karla að styrkja Málfrelsissjóð

Hall­grím­ur Helga­son rit­höf­und­ur setti af stað áskor­un þar sem hann skor­ar á kyn­bræð­ur sína að leggja mál­inu lið. Full þörf sé á fjár­stuðn­ingi til handa venju­leg­um kon­um sem lög­fræð­ing­ar herji á.

Karlar skora á karla að styrkja Málfrelsissjóð
Styðja málfrelsissjóð kvenna Þekktir íslenskir karlmenn hafa setta af stað áskorun þar sem þeir skora á kynbræður sína að styðja við stofnun Málfrelsisjóðs.

Karlar hafa sett af stað keðjuáskorun sem gengur nú á Facebook þar sem þeir skora á kynbræður sína að styðja við stofnun Málfrelsissjóðs sem nú er unnið og áður hefur verið greint frá í Stundinni. Rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Hallgrímur Helgason hratt áskoruninni af stað fyrr í dag og hvetur aðra karla til að leggja sitt af mörkum.

„Fréttir síðustu mánaða, þar sem konur eru ítrekað sektaðar, siðaðar eða áminntar fyrir afbrot karla, sýna og sanna að það er full þörf á fjárstuðningi til handa þeim óbreyttu konum á gólfinu sem lögfræðiteymin sækja að. Við karlar eigum líka að leggja í púkkið, og ég starta hér keðjuáskorun til karla,“ segir meðal annars í Facebook-færslu Hallgríms, sem fer nú víðar á netinu. „Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi,“ skrifar Hallgrímur og sendir boltann á Berg Þór Ingólfsson leikara og leikstjóra.

„Það virðist vera lenskan að það séu konur sem benda á eða tjá sig um mál sem fá síðan að kenna á því, eins og til dæmis Bára [Halldórsdóttir] sem er sú eina sem hefur fengið einhvers konar áminningu í Klausturmálinu. Hið sama má segja um um til dæmis Þórhildi Sunnu [Ævarsdóttur] sem fékk áminningu fyrir að segja það sem satt var. Það virðist augljóst að það er þörf á einhverjum sjóði til að styðja við konur sem ekki eiga neina varasjóði til að borga lögfræðingum, fyrir það eitt að hafa tjáð sig. Ég vil bara leggja mína hönd á plóginn með þessu og hvet aðra karla til hins sama,“ segir Hallgrímur í samtali við Stundina og bætir við að sjálfsagt sé að fleiri taki þátt í áskoruninni án þess að bíða eftir að keðjan sem hann setti af stað nái til þeirra.

Nú þegar hafa, auk þeirra Hallgríms og Bergs, þeir Karl Ágúst Úlfsson leikari og Svavar Knútur tónlistarmaður fengið áskorunina. Nú þegar hafa safnast tæpar 2 milljónir króna en markmið söfnunarinnar er að ná 20.000 evrum, rúmum 2,8 milljónum króna, í það minnsta fyrsta kastið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár