Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Karlar skora á karla að styrkja Málfrelsissjóð

Hall­grím­ur Helga­son rit­höf­und­ur setti af stað áskor­un þar sem hann skor­ar á kyn­bræð­ur sína að leggja mál­inu lið. Full þörf sé á fjár­stuðn­ingi til handa venju­leg­um kon­um sem lög­fræð­ing­ar herji á.

Karlar skora á karla að styrkja Málfrelsissjóð
Styðja málfrelsissjóð kvenna Þekktir íslenskir karlmenn hafa setta af stað áskorun þar sem þeir skora á kynbræður sína að styðja við stofnun Málfrelsisjóðs.

Karlar hafa sett af stað keðjuáskorun sem gengur nú á Facebook þar sem þeir skora á kynbræður sína að styðja við stofnun Málfrelsissjóðs sem nú er unnið og áður hefur verið greint frá í Stundinni. Rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Hallgrímur Helgason hratt áskoruninni af stað fyrr í dag og hvetur aðra karla til að leggja sitt af mörkum.

„Fréttir síðustu mánaða, þar sem konur eru ítrekað sektaðar, siðaðar eða áminntar fyrir afbrot karla, sýna og sanna að það er full þörf á fjárstuðningi til handa þeim óbreyttu konum á gólfinu sem lögfræðiteymin sækja að. Við karlar eigum líka að leggja í púkkið, og ég starta hér keðjuáskorun til karla,“ segir meðal annars í Facebook-færslu Hallgríms, sem fer nú víðar á netinu. „Hópur kvenna hefur stofnað málfrelsissjóð á söfnunarsíðunni Karolinafund í þeim tilgangi að draga úr ótta kvenna við að tjá sig um kynbundið ofbeldi og tryggja að fjárhagsáhyggjur bætist ekki við það andlega og tilfinningalega álag sem fylgir því að tala um kynbundið ofbeldi,“ skrifar Hallgrímur og sendir boltann á Berg Þór Ingólfsson leikara og leikstjóra.

„Það virðist vera lenskan að það séu konur sem benda á eða tjá sig um mál sem fá síðan að kenna á því, eins og til dæmis Bára [Halldórsdóttir] sem er sú eina sem hefur fengið einhvers konar áminningu í Klausturmálinu. Hið sama má segja um um til dæmis Þórhildi Sunnu [Ævarsdóttur] sem fékk áminningu fyrir að segja það sem satt var. Það virðist augljóst að það er þörf á einhverjum sjóði til að styðja við konur sem ekki eiga neina varasjóði til að borga lögfræðingum, fyrir það eitt að hafa tjáð sig. Ég vil bara leggja mína hönd á plóginn með þessu og hvet aðra karla til hins sama,“ segir Hallgrímur í samtali við Stundina og bætir við að sjálfsagt sé að fleiri taki þátt í áskoruninni án þess að bíða eftir að keðjan sem hann setti af stað nái til þeirra.

Nú þegar hafa, auk þeirra Hallgríms og Bergs, þeir Karl Ágúst Úlfsson leikari og Svavar Knútur tónlistarmaður fengið áskorunina. Nú þegar hafa safnast tæpar 2 milljónir króna en markmið söfnunarinnar er að ná 20.000 evrum, rúmum 2,8 milljónum króna, í það minnsta fyrsta kastið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár