Hvernig vildi það til að íslenskur rannsóknarblaðamaður gerðist ritstjóri Wikileaks, heimsþekktra en umdeildra samtaka sem hafa hrist upp í hverju valdakerfinu á fætur öðru og afhjúpað spillingu og lögleysu með birtingu leynigagna? Til þess að útskýra það er nauðsynlegt að fara rúmlega tíu ár aftur í tímann, aftur til janúar 2009, þegar búsáhaldabyltingin stóð sem hæst og Kristinn Hrafnsson var sjónvarpsfréttamaður á Stöð 2. Þar starfaði hann við fréttaskýringaþáttinn Kompás og hafði um nokkurt skeið verið að vinna í frétt um Robert Tchenguiz, breska fjárfestinn sem hafði verið gríðarlega stór lántakandi í íslensku bankakerfi á árunum fyrir hrun. Upplýsingarnar sem Kristinn hafði undir höndum sýndu að flestar fjárfestingar Tchenguiz fóru í gegnum aflandsfélög og höfðu lítil sem engin veð á bak við sig. Til stóð að flytja þáttinn á mánudagskvöldi og því hafði Kristinn samband við fréttastjóra og óskaði eftir aðstoð fréttastofunnar við að kynna það sem í vændum var. …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.
Verst refsingu fyrir sannleikann
Síðastliðið haust settist Kristinn Hrafnsson í ritstjórastól WikiLeaks, eftir að hafa helgað samtökunum stærstan hluta síðustu tíu ára. Kristinn ræddi við Stundina um Wikileaks-ævintýrið, andvaraleysi blaðamanna og almennings gagnvart hættu sem að þeim steðjar og söknuðinn gagnvart fegursta stað á jarðríki, Snæfjallaströnd, þar sem hann dreymir um að verja meiri tíma þegar fram líða stundir.
Athugasemdir