Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Jafnréttisnefnd KÍ segir skrif Helgu Daggar grafa undan trausti til kennara

Jafn­rétt­is­nefnd Kenn­ara­sam­bands Ís­lands hef­ur sent frá sér álykt­un þar sem skrif­um Helgu Dagg­ar Sverr­is­dótt­ur er mót­mælt. „Um­rædd­ur mál­flutn­ing­ur er illa rök­studd­ur og geng­ur í bága við skyld­ur skóla­kerf­is­ins við barna­vernd og þá frum­skyldu kenn­ara að vald­efla nem­end­ur, virða þá og vernda,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Jafnréttisnefnd KÍ segir skrif Helgu Daggar grafa undan trausti til kennara
Illa rökstuddur málflutningur Skrif Helgu Daggar eru sögð illa rökstudd í ályktun jafnréttisnefndar Kennarasambandsins.

Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi Helgu Daggar Sverrisdóttur, grunnskólakennara á Akureyri og fulltrúa í vinnumhverfisnefnd sambandsins, um falskar ásakanir nemenda á hendur kennurum er mótmælt. „Nefndin telur málflutning kennarans vera þess valdandi að grafa undan trausti nemenda og forráðafólks til kennara og skólakerfisins,“ segir meðal annars í ályktuninni og þá er málflutningurinn sagður illa rökstuddur og ganga í bága við skyldur skólakerfisins við barnavernd.

Stundin flutti frétt í síðasta tölublaði, 7. júní síðastliðinn, þar sem skrif Helgu Daggar um meintar lygar nemenda upp á kennara voru til umfjöllunar.

Í greinum á vefritinu Kjarnanum hefur Helga Dögg haldið því fram að nemendur bæði beiti kennara ofbeldi í umtalsverðum mæli og einnig að nemendur ljúgi ofbeldi upp á kennara sína, bæði líkamlegu og kynferðislegu. Engar röksemdir eru lagðar fram að baki þeim skrifum Helgu Daggar.

Framkvæmdastjóri UNICEF gagnrýndi skrifin og það gerðu einnig fleiri. Formaður Kennarasambandsins, Ragnar Þór Pétursson, sagði í samtali við Stundina vonast til að Helga Dögg myndi leggja fram heimildir fyrir fullyrðingum sínum. Það hefur Helga Dögg ekki gert og þegar Stundin hafði samband við hana neitaði hún að tjá sig um málið.

Ályktun jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands er eftirfarandi:

Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands mótmælir málflutningi Helgu Daggar Sverrisdóttur grunnskólakennara í Kjarnanum 31. maí síðastliðinn um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara. Nefndin telur málflutning kennarans vera þess valdandi að grafa undan trausti nemenda og forráðafólks til kennara og skólakerfisins. Umræddur málflutningur er illa rökstuddur og gengur í bága við skyldur skólakerfisins við barnavernd og þá frumskyldu kennara að valdefla nemendur, virða þá og vernda. Nauðsynlegt er að samfélagið í heild hjálpist að við að bjóða ungu fólki upp á góð uppeldisskilyrði þar sem hlúð er að siðferðisvitund og virðingu. Ef upp koma alvarleg mál er mikilvægt að verkferlar séu skýrir og allir, starfsfólk skóla, forráðafólk og nemendur þekki hvernig beri að bregðast við.

F.h. jafnréttisnefndar,
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir forkona

 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár