Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Jafnréttisnefnd KÍ segir skrif Helgu Daggar grafa undan trausti til kennara

Jafn­rétt­is­nefnd Kenn­ara­sam­bands Ís­lands hef­ur sent frá sér álykt­un þar sem skrif­um Helgu Dagg­ar Sverr­is­dótt­ur er mót­mælt. „Um­rædd­ur mál­flutn­ing­ur er illa rök­studd­ur og geng­ur í bága við skyld­ur skóla­kerf­is­ins við barna­vernd og þá frum­skyldu kenn­ara að vald­efla nem­end­ur, virða þá og vernda,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Jafnréttisnefnd KÍ segir skrif Helgu Daggar grafa undan trausti til kennara
Illa rökstuddur málflutningur Skrif Helgu Daggar eru sögð illa rökstudd í ályktun jafnréttisnefndar Kennarasambandsins.

Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi Helgu Daggar Sverrisdóttur, grunnskólakennara á Akureyri og fulltrúa í vinnumhverfisnefnd sambandsins, um falskar ásakanir nemenda á hendur kennurum er mótmælt. „Nefndin telur málflutning kennarans vera þess valdandi að grafa undan trausti nemenda og forráðafólks til kennara og skólakerfisins,“ segir meðal annars í ályktuninni og þá er málflutningurinn sagður illa rökstuddur og ganga í bága við skyldur skólakerfisins við barnavernd.

Stundin flutti frétt í síðasta tölublaði, 7. júní síðastliðinn, þar sem skrif Helgu Daggar um meintar lygar nemenda upp á kennara voru til umfjöllunar.

Í greinum á vefritinu Kjarnanum hefur Helga Dögg haldið því fram að nemendur bæði beiti kennara ofbeldi í umtalsverðum mæli og einnig að nemendur ljúgi ofbeldi upp á kennara sína, bæði líkamlegu og kynferðislegu. Engar röksemdir eru lagðar fram að baki þeim skrifum Helgu Daggar.

Framkvæmdastjóri UNICEF gagnrýndi skrifin og það gerðu einnig fleiri. Formaður Kennarasambandsins, Ragnar Þór Pétursson, sagði í samtali við Stundina vonast til að Helga Dögg myndi leggja fram heimildir fyrir fullyrðingum sínum. Það hefur Helga Dögg ekki gert og þegar Stundin hafði samband við hana neitaði hún að tjá sig um málið.

Ályktun jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands er eftirfarandi:

Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands mótmælir málflutningi Helgu Daggar Sverrisdóttur grunnskólakennara í Kjarnanum 31. maí síðastliðinn um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara. Nefndin telur málflutning kennarans vera þess valdandi að grafa undan trausti nemenda og forráðafólks til kennara og skólakerfisins. Umræddur málflutningur er illa rökstuddur og gengur í bága við skyldur skólakerfisins við barnavernd og þá frumskyldu kennara að valdefla nemendur, virða þá og vernda. Nauðsynlegt er að samfélagið í heild hjálpist að við að bjóða ungu fólki upp á góð uppeldisskilyrði þar sem hlúð er að siðferðisvitund og virðingu. Ef upp koma alvarleg mál er mikilvægt að verkferlar séu skýrir og allir, starfsfólk skóla, forráðafólk og nemendur þekki hvernig beri að bregðast við.

F.h. jafnréttisnefndar,
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir forkona

 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár