Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Jafnréttisnefnd KÍ segir skrif Helgu Daggar grafa undan trausti til kennara

Jafn­rétt­is­nefnd Kenn­ara­sam­bands Ís­lands hef­ur sent frá sér álykt­un þar sem skrif­um Helgu Dagg­ar Sverr­is­dótt­ur er mót­mælt. „Um­rædd­ur mál­flutn­ing­ur er illa rök­studd­ur og geng­ur í bága við skyld­ur skóla­kerf­is­ins við barna­vernd og þá frum­skyldu kenn­ara að vald­efla nem­end­ur, virða þá og vernda,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Jafnréttisnefnd KÍ segir skrif Helgu Daggar grafa undan trausti til kennara
Illa rökstuddur málflutningur Skrif Helgu Daggar eru sögð illa rökstudd í ályktun jafnréttisnefndar Kennarasambandsins.

Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi Helgu Daggar Sverrisdóttur, grunnskólakennara á Akureyri og fulltrúa í vinnumhverfisnefnd sambandsins, um falskar ásakanir nemenda á hendur kennurum er mótmælt. „Nefndin telur málflutning kennarans vera þess valdandi að grafa undan trausti nemenda og forráðafólks til kennara og skólakerfisins,“ segir meðal annars í ályktuninni og þá er málflutningurinn sagður illa rökstuddur og ganga í bága við skyldur skólakerfisins við barnavernd.

Stundin flutti frétt í síðasta tölublaði, 7. júní síðastliðinn, þar sem skrif Helgu Daggar um meintar lygar nemenda upp á kennara voru til umfjöllunar.

Í greinum á vefritinu Kjarnanum hefur Helga Dögg haldið því fram að nemendur bæði beiti kennara ofbeldi í umtalsverðum mæli og einnig að nemendur ljúgi ofbeldi upp á kennara sína, bæði líkamlegu og kynferðislegu. Engar röksemdir eru lagðar fram að baki þeim skrifum Helgu Daggar.

Framkvæmdastjóri UNICEF gagnrýndi skrifin og það gerðu einnig fleiri. Formaður Kennarasambandsins, Ragnar Þór Pétursson, sagði í samtali við Stundina vonast til að Helga Dögg myndi leggja fram heimildir fyrir fullyrðingum sínum. Það hefur Helga Dögg ekki gert og þegar Stundin hafði samband við hana neitaði hún að tjá sig um málið.

Ályktun jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands er eftirfarandi:

Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands mótmælir málflutningi Helgu Daggar Sverrisdóttur grunnskólakennara í Kjarnanum 31. maí síðastliðinn um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara. Nefndin telur málflutning kennarans vera þess valdandi að grafa undan trausti nemenda og forráðafólks til kennara og skólakerfisins. Umræddur málflutningur er illa rökstuddur og gengur í bága við skyldur skólakerfisins við barnavernd og þá frumskyldu kennara að valdefla nemendur, virða þá og vernda. Nauðsynlegt er að samfélagið í heild hjálpist að við að bjóða ungu fólki upp á góð uppeldisskilyrði þar sem hlúð er að siðferðisvitund og virðingu. Ef upp koma alvarleg mál er mikilvægt að verkferlar séu skýrir og allir, starfsfólk skóla, forráðafólk og nemendur þekki hvernig beri að bregðast við.

F.h. jafnréttisnefndar,
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir forkona

 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár