Fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, bíður enn umræðu nú þegar samið hefur verið um lok þingstarfa fyrir sumarfrí. Rekstur einkarekinna fjölmiðla hefur verið viðkvæmur undanfarin ár og hefur taprekstur sumra þeirra verið fjármagnaður af auðmönnum, sem vekur spurningar um ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra.
Undanfarin ár hefur rekstur einkarekinna fjölmiðla orðið erfiðari, meðal annars þar sem auglýsingar hafa í auknum mæli færst á netið, einna helst á samfélagsmiðla. Samhliða þessum samdrætti í tekjum hefur lestur dagblaða minnkað verulega. Fréttablaðið, sem enn er mest lesni prentmiðill landsins, er nú lesið af 38 prósent aðspurðra samkvæmt könnun Gallup, borið saman við 62 prósent lestur fyrir tíu árum. Lestur Morgunblaðsins hefur á sama tímabili minnkað úr 40 prósentum í 24.
Eins og Stundin hefur áður fjallað um eru ítrekuð dæmi þess að hagsmunir eigenda fjölmiðla hafi haft áhrif á umfjöllunarefni þeirra og í sumum tilfellum valdið því …
Athugasemdir