Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eyþór seldi hlut sinn í virkjunarfélagi sem Orkuveitan vinnur með og settist í stjórn OR

Ey­þór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, keypti virkj­un­ar­kost af Orku­veitu Reykja­vík­ur ár­ið 2011 í gegn­um Ís­lenska vatns­orku ehf. Ey­þór sett­ist í stjórn Orku­veit­unn­ar í vik­unni og svar­aði því til á borg­ar­stjórn­ar­fundi að hann tengd­ist Ís­lenskri vatns­orku ekki leng­ur.

Eyþór seldi hlut sinn í virkjunarfélagi sem Orkuveitan vinnur með og settist í stjórn OR
Seldi á 33 milljónir Eyþór Arnalds segist hafa selt hlut sinn í Íslenskri vatnsorku ehf. fyrir 33 milljónir króna í fyrra. Félagið vinnur að þróun á virkjunarkosti við Langjökul ásamt Orkuveitu Reykjavíkur. Mynd: Framboð Eyþórs Arnalds

Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, seldi hlutabréf sem hann átti í orkufyrirtækinu Íslenskri vatnsorku ehf. til eignarhaldsfélags sem er í eigu tannlæknis sem er eiginkona endurskoðanda fyrirtækisins, Gunnars Viðars Björnssonar. Þetta gerðist árið 2018. 

Íslensk vatnsorka er meirihlutaeigandi í fyrirtækinu Hagavatnsvirkjun ehf. á móti Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Íslensk vatnsorka á 90 prósenta hlut í Hagavatnsvirkjun, sem er félag utan um mögulegan virkjunarkost við Langjökul sem ber sama nafn, á móti 10 prósenta hlut Orkuveitu Reykjavíkur.  Eyþór settist í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur sem kjörinn borgarfulltrúi nú í vikunni.

Eyþór var stærsti hluthafi  Íslenskrar vatnsorku í árslok 2017 í gegnum félag sitt, Ramses ehf. Ramses er hins vegar ekki lengur skráð sem hluthafi í Íslenskri vatnsorku ehf. heldur er félagið JE Eignarhaldsfélag ehf., sem er í jafnri eigu tannlæknisins Maríu Malmquist Elíasdóttur og Leylu Evu Gharavi, orðið eigandi að 60 prósenta hlutafjár í félaginu í gegnum önnur eignarhaldsfélög.

Þá …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár