Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Eyþór seldi hlut sinn í virkjunarfélagi sem Orkuveitan vinnur með og settist í stjórn OR

Ey­þór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, keypti virkj­un­ar­kost af Orku­veitu Reykja­vík­ur ár­ið 2011 í gegn­um Ís­lenska vatns­orku ehf. Ey­þór sett­ist í stjórn Orku­veit­unn­ar í vik­unni og svar­aði því til á borg­ar­stjórn­ar­fundi að hann tengd­ist Ís­lenskri vatns­orku ekki leng­ur.

Eyþór seldi hlut sinn í virkjunarfélagi sem Orkuveitan vinnur með og settist í stjórn OR
Seldi á 33 milljónir Eyþór Arnalds segist hafa selt hlut sinn í Íslenskri vatnsorku ehf. fyrir 33 milljónir króna í fyrra. Félagið vinnur að þróun á virkjunarkosti við Langjökul ásamt Orkuveitu Reykjavíkur. Mynd: Framboð Eyþórs Arnalds

Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, seldi hlutabréf sem hann átti í orkufyrirtækinu Íslenskri vatnsorku ehf. til eignarhaldsfélags sem er í eigu tannlæknis sem er eiginkona endurskoðanda fyrirtækisins, Gunnars Viðars Björnssonar. Þetta gerðist árið 2018. 

Íslensk vatnsorka er meirihlutaeigandi í fyrirtækinu Hagavatnsvirkjun ehf. á móti Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Íslensk vatnsorka á 90 prósenta hlut í Hagavatnsvirkjun, sem er félag utan um mögulegan virkjunarkost við Langjökul sem ber sama nafn, á móti 10 prósenta hlut Orkuveitu Reykjavíkur.  Eyþór settist í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur sem kjörinn borgarfulltrúi nú í vikunni.

Eyþór var stærsti hluthafi  Íslenskrar vatnsorku í árslok 2017 í gegnum félag sitt, Ramses ehf. Ramses er hins vegar ekki lengur skráð sem hluthafi í Íslenskri vatnsorku ehf. heldur er félagið JE Eignarhaldsfélag ehf., sem er í jafnri eigu tannlæknisins Maríu Malmquist Elíasdóttur og Leylu Evu Gharavi, orðið eigandi að 60 prósenta hlutafjár í félaginu í gegnum önnur eignarhaldsfélög.

Þá …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár