Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Eyþór seldi hlut sinn í virkjunarfélagi sem Orkuveitan vinnur með og settist í stjórn OR

Ey­þór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, keypti virkj­un­ar­kost af Orku­veitu Reykja­vík­ur ár­ið 2011 í gegn­um Ís­lenska vatns­orku ehf. Ey­þór sett­ist í stjórn Orku­veit­unn­ar í vik­unni og svar­aði því til á borg­ar­stjórn­ar­fundi að hann tengd­ist Ís­lenskri vatns­orku ekki leng­ur.

Eyþór seldi hlut sinn í virkjunarfélagi sem Orkuveitan vinnur með og settist í stjórn OR
Seldi á 33 milljónir Eyþór Arnalds segist hafa selt hlut sinn í Íslenskri vatnsorku ehf. fyrir 33 milljónir króna í fyrra. Félagið vinnur að þróun á virkjunarkosti við Langjökul ásamt Orkuveitu Reykjavíkur. Mynd: Framboð Eyþórs Arnalds

Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, seldi hlutabréf sem hann átti í orkufyrirtækinu Íslenskri vatnsorku ehf. til eignarhaldsfélags sem er í eigu tannlæknis sem er eiginkona endurskoðanda fyrirtækisins, Gunnars Viðars Björnssonar. Þetta gerðist árið 2018. 

Íslensk vatnsorka er meirihlutaeigandi í fyrirtækinu Hagavatnsvirkjun ehf. á móti Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Íslensk vatnsorka á 90 prósenta hlut í Hagavatnsvirkjun, sem er félag utan um mögulegan virkjunarkost við Langjökul sem ber sama nafn, á móti 10 prósenta hlut Orkuveitu Reykjavíkur.  Eyþór settist í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur sem kjörinn borgarfulltrúi nú í vikunni.

Eyþór var stærsti hluthafi  Íslenskrar vatnsorku í árslok 2017 í gegnum félag sitt, Ramses ehf. Ramses er hins vegar ekki lengur skráð sem hluthafi í Íslenskri vatnsorku ehf. heldur er félagið JE Eignarhaldsfélag ehf., sem er í jafnri eigu tannlæknisins Maríu Malmquist Elíasdóttur og Leylu Evu Gharavi, orðið eigandi að 60 prósenta hlutafjár í félaginu í gegnum önnur eignarhaldsfélög.

Þá …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár