Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, seldi hlutabréf sem hann átti í orkufyrirtækinu Íslenskri vatnsorku ehf. til eignarhaldsfélags sem er í eigu tannlæknis sem er eiginkona endurskoðanda fyrirtækisins, Gunnars Viðars Björnssonar. Þetta gerðist árið 2018.
Íslensk vatnsorka er meirihlutaeigandi í fyrirtækinu Hagavatnsvirkjun ehf. á móti Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Íslensk vatnsorka á 90 prósenta hlut í Hagavatnsvirkjun, sem er félag utan um mögulegan virkjunarkost við Langjökul sem ber sama nafn, á móti 10 prósenta hlut Orkuveitu Reykjavíkur. Eyþór settist í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur sem kjörinn borgarfulltrúi nú í vikunni.
Eyþór var stærsti hluthafi Íslenskrar vatnsorku í árslok 2017 í gegnum félag sitt, Ramses ehf. Ramses er hins vegar ekki lengur skráð sem hluthafi í Íslenskri vatnsorku ehf. heldur er félagið JE Eignarhaldsfélag ehf., sem er í jafnri eigu tannlæknisins Maríu Malmquist Elíasdóttur og Leylu Evu Gharavi, orðið eigandi að 60 prósenta hlutafjár í félaginu í gegnum önnur eignarhaldsfélög.
Þá …
Athugasemdir