Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Styðja við Jónu með dansi og fjölskyldugleði

Dans- og fjöl­skyldu­há­tíð­in Kátt í Kram­hús­inu verð­ur hald­in næsta sunnu­dag, með fjöl­breyttri dag­skrá fyr­ir full­orðna og börn. All­ur ágóði af gleð­inni renn­ur til Jónu Elísa­bet­ar Ottesen, stofn­anda barna­há­tíð­ar­inn­ar Kátt á Klambra, sem slas­að­ist al­var­lega í bíl­slysi fyr­ir skömmu.

Styðja við Jónu með dansi og fjölskyldugleði
Jóna á Kátt á Klambra Jóna Elísabet Ottesen er stofnandi barnamenningarhátíðarinnar Kátt á Klambra. Myndin var tekin á fjórðu hátíðinni sem haldin var á Klambratúni síðasta sumar. Nú blása kennarar og stjórnendur Kramhússins til danshátíðarinnar Kátt í Kramhúsinu, til að styðja við endurhæfingu Jónu eftir alvarlegt bílslys.

„Þegar svona hlutir gerast, þjappar þorpið sér saman. Okkur rennur blóðið til skyldunnar þegar svona ung athafnakona eins og Jóna er, sem er að gera svona góða hluti í lífinu og ekki síst tengt barnamenningu, lendir í svona aðstæðum. Megnið af okkar kennurum hefur á einn eða annan hátt unnið með Jónu og þekkjum allar til hennar góðu verka. Þetta er því sameiginlegt átak Kramhússins og kennaranna, því við viljum gera okkar til að aðstoða hana við það sem framundan er,“ segir Vigdís Arna hjá Kramhúsinu.

Það var laugardaginn 1. júní síðastliðinn sem Jóna lenti í bílslysi í Langadal í Húnavatnssýslu, þegar hún var á leið til Reykjavíkur. Með henni í bílnum var Ugla dóttir hennar, sem slapp ómeidd frá slysinu, sem þykir mikil mildi. Jóna varð hins vegar fyrir mænuskaða og er enn á gjörgæslu eftir slysið.

Jóna er stofnandi barnamenningarhátíðarinnar Kátt á Klambra sem hefur verið haldin í Reykjavík þrjú síðustu sumur við góðar viðtökur barna og fjölskyldna þeirra. „Nafnið á viðburðinum hjá okkur er Kátt í Kramhúsinu, sem er auðvitað vísun í Kátt á Klambra. Við gáfum viðburðinum þetta nafn henni til heiðurs og að sjálfsögðu með fullu samþykki fjölskyldu hennar,“ segir Vigdís Arna.

Að sögn Vigdísar Örnu er dagskráin í Kramhúsinu mjög í anda Jónu, því allir sem hana þekkja viti að hún elski að dansa og að barnamenning sé henni hjartans mál. „Við ákváðum að hafa dagskrána tvískipta, hafa hana fjölskyldumiðaða annars vegar og dansdjamm fyrir fullorðna hins vegar, því okkur finnst það vera í hennar anda,“ útskýrir hún.

Verið er að leggja lokahönd á skipulagningu dagskrár Kátt í Kramhúsinu. Milli klukkan 11 og 1 verður hún tileinkuð fjölskyldum, meðal annars með jóga, latin fitness, afró og pilates. Á milli klukkan 16 og 18 verður svo dansdjamm, með fjölbreyttum dönsum á borð við Broadway-, Beyoncé og 90’s dansa. Kennt verður í báðum sölum Kramhússins og „hver einasta króna rennur óskipt til Jónu“, eins og Vigdís Arna segir.

Opnað verður fyrir skráningu í kvöld. Hægt verður að fylgjast með á Facebook-síðu og heimasíðu Kramhússins.

Margir hafa á síðustu dögum sett sig í samband við fjölskyldu Jónu og boðist til að hjálpa á einn eða annan hátt. Auk framtaks kvennanna í Kramhúsinu hafa til að mynda ljósmyndararnir Brynjar Snær og Lilja Jóns boðið myndatökur, sem þau þiggja ekki greiðslur fyrir en vilja þess í stað að kúnnar þeirra styrki Jónu.

Styrktarreikningur var opnaður fyrir Jónu fljótlega eftir slysið. Númer styrktarreikningsins er 528-14-401998 og kennitala 701111-1410.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár