Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Skattbyrðin þyngdist mest hjá tekjulægstu félagsmönnum VR

Grein­ing sem unn­in var fyr­ir Fé­lag at­vinnu­rek­enda á tekju­skatt­byrði fé­lags­manna VR og þró­un launa­tengdra gjalda sýn­ir að hækk­un­in hef­ur ver­ið mest hjá þeim sem lægst­ar hafa tekj­urn­ar.

Skattbyrðin þyngdist mest hjá tekjulægstu félagsmönnum VR
Réði ferðinni Bjarni Benediktsson hefur verið fjármálaráðherra og gegnt lykilhlutverki við stefnumótun í skattamálum á tímabilinu sem greining Intellecon tekur til. Mynd: Pressphotos

Tekjuskattur tekjulægstu félagsmanna VR hækkaði um 33 prósent milli áranna 2011 og 2018 meðan tekjuskattur þeirra tekjuhæstu hækkaði um 26 prósent. Þetta kemur fram í skýrslu um þróun launatengdra gjalda sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon ehf. vann fyrir Félag atvinnurekenda. Hlutur útborgaðra launa af heildarlaunum hefur lækkað hjá öllum tekjuhópum en mest hjá þeim tekjulægstu.

Í skýrslunni er rýnt í þróun launa, skatta og frádráttarliða hjá félagsmönnum VR eftir launatíundum milli áranna 2011 og 2018 á föstu verðlagi. Fram kemur að launatengd gjöld, sá kostnaður launagreiðenda er leggst ofan á laun, hafi hækkað um 42 prósent fyrir tekjulægstu tíundina, gjöldin hjá þeim sem eru með laun nálægt miðgildi hafi hækkað um 38,3 prósent og hjá tekjuhæstu tíundinni um 37,2 prósent. Hlutfall launatengdra gjalda af heildarlaunum hefur þó haldist óbreytt meðan tekjuskattsbyrðin hefur aukist umtalsvert.

Stundin hefur fjallað umtalsvert um skattamál á undanförnum árum og greint hvernig efnahagsuppganginum frá 2011 hefur fylgt gríðarlegt skattskrið. Raunrýrnun persónuafsláttar og veiking tekjutilfærslukerfa olli þyngri skattbyrði og hélt aftur af lífskjarasókn lágtekju- og millitekjufólks meðan skattbyrði var létt af þeim allra tekjuhæstu.

Ójafnaðarþróunin í skattamálum var afgerandi milli 2012 og 2016 þegar um 12 milljarða bein skattbyrði var flutt af tekjuhæstu 20 prósentum landsmanna yfir á tekjulægri 80 prósentin. Á tímabilinu jókst kaupmáttur launa álíka mikið hjá fólki á lágmarkslaunum og hjá tekjuhópnum við efri fjórðungsmörk launa; hjá fyrrnefnda hópnum um 23 prósent og hjá síðarnefnda hópnum um 25,1 prósent. Hins vegar var gríðarlegur munur á kaupmáttarþróun ráðstöfunartekna – launum eftir skatt – hjá hópunum á sama tímabili. Raunaukningin nam rúmum 13 prósentum hjá láglaunahópnum en tæpum 23 prósentum hjá millitekjuhópnum. Hjá eignamesta eina prósentinu jukust hins vegar fjármagnstekjur á föstu verðlagi um 84 prósent.

Tölurnar um laun og tekjuskattsbyrði sem birtast í greiningu Intellecon byggja á gögnum um launþega hjá VR og ná yfir nær allt hagvaxtarskeiðið sem nú er að ljúka. Greiningin sýnir enn og aftur hvernig skattbyrði hefur þyngst eftir kreppuna og lagst af meiri þunga á lágtekju- og millitekjufólk en þá tekjuhærri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
6
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár