Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Skattbyrðin þyngdist mest hjá tekjulægstu félagsmönnum VR

Grein­ing sem unn­in var fyr­ir Fé­lag at­vinnu­rek­enda á tekju­skatt­byrði fé­lags­manna VR og þró­un launa­tengdra gjalda sýn­ir að hækk­un­in hef­ur ver­ið mest hjá þeim sem lægst­ar hafa tekj­urn­ar.

Skattbyrðin þyngdist mest hjá tekjulægstu félagsmönnum VR
Réði ferðinni Bjarni Benediktsson hefur verið fjármálaráðherra og gegnt lykilhlutverki við stefnumótun í skattamálum á tímabilinu sem greining Intellecon tekur til. Mynd: Pressphotos

Tekjuskattur tekjulægstu félagsmanna VR hækkaði um 33 prósent milli áranna 2011 og 2018 meðan tekjuskattur þeirra tekjuhæstu hækkaði um 26 prósent. Þetta kemur fram í skýrslu um þróun launatengdra gjalda sem ráðgjafarfyrirtækið Intellecon ehf. vann fyrir Félag atvinnurekenda. Hlutur útborgaðra launa af heildarlaunum hefur lækkað hjá öllum tekjuhópum en mest hjá þeim tekjulægstu.

Í skýrslunni er rýnt í þróun launa, skatta og frádráttarliða hjá félagsmönnum VR eftir launatíundum milli áranna 2011 og 2018 á föstu verðlagi. Fram kemur að launatengd gjöld, sá kostnaður launagreiðenda er leggst ofan á laun, hafi hækkað um 42 prósent fyrir tekjulægstu tíundina, gjöldin hjá þeim sem eru með laun nálægt miðgildi hafi hækkað um 38,3 prósent og hjá tekjuhæstu tíundinni um 37,2 prósent. Hlutfall launatengdra gjalda af heildarlaunum hefur þó haldist óbreytt meðan tekjuskattsbyrðin hefur aukist umtalsvert.

Stundin hefur fjallað umtalsvert um skattamál á undanförnum árum og greint hvernig efnahagsuppganginum frá 2011 hefur fylgt gríðarlegt skattskrið. Raunrýrnun persónuafsláttar og veiking tekjutilfærslukerfa olli þyngri skattbyrði og hélt aftur af lífskjarasókn lágtekju- og millitekjufólks meðan skattbyrði var létt af þeim allra tekjuhæstu.

Ójafnaðarþróunin í skattamálum var afgerandi milli 2012 og 2016 þegar um 12 milljarða bein skattbyrði var flutt af tekjuhæstu 20 prósentum landsmanna yfir á tekjulægri 80 prósentin. Á tímabilinu jókst kaupmáttur launa álíka mikið hjá fólki á lágmarkslaunum og hjá tekjuhópnum við efri fjórðungsmörk launa; hjá fyrrnefnda hópnum um 23 prósent og hjá síðarnefnda hópnum um 25,1 prósent. Hins vegar var gríðarlegur munur á kaupmáttarþróun ráðstöfunartekna – launum eftir skatt – hjá hópunum á sama tímabili. Raunaukningin nam rúmum 13 prósentum hjá láglaunahópnum en tæpum 23 prósentum hjá millitekjuhópnum. Hjá eignamesta eina prósentinu jukust hins vegar fjármagnstekjur á föstu verðlagi um 84 prósent.

Tölurnar um laun og tekjuskattsbyrði sem birtast í greiningu Intellecon byggja á gögnum um launþega hjá VR og ná yfir nær allt hagvaxtarskeiðið sem nú er að ljúka. Greiningin sýnir enn og aftur hvernig skattbyrði hefur þyngst eftir kreppuna og lagst af meiri þunga á lágtekju- og millitekjufólk en þá tekjuhærri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár