Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Staðsetning Vínbúða vinni gegn loftslagsstefnu stjórnvalda

Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, vill að stað­setn­ing versl­ana ÁTVR sé í sam­ræmi við markmið sveit­ar­stjórna í um­hverf­is- og skipu­lags­mál­um. Vín­búð í Garða­bæ var flutt úr mið­bæ í út­jað­ar. Mál­ið hef­ur feng­ið meiri um­ræðu á sam­fé­lags­miðl­in­um Twitter en á Al­þingi.

Staðsetning Vínbúða vinni gegn loftslagsstefnu stjórnvalda
Bryndís Haraldsdóttir Þingmaður segir staðsetningu Vínbúða ekki samræmast loftslagsstefnu stjórnvalda. Mynd: xd.is

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) ætti að hafa samráð við sveitarstjórnir þegar kemur að staðsetningu Vínbúða vegna skipulags- og umhverfissjónarmiða. Þetta er meginefni frumvarps sem þrír þingmenn ríkisstjórnarflokkanna lögðu fram í desember en málið fékk enga umræðu á þingi.

Umræða um tillöguna spratt hins vegar upp á samfélagsmiðlinum Twitter þriðjudaginn 4. júní. Vakti Björn Teitsson, fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, athygli á hugmyndinni. „Að færa áfengisverslanir úr „strip-malls“ í útjaðri borga og fá þær inn í hverfi myndi fækka óþarfa bílferðum, draga verulega úr mengun, auka öryggi og heilsu og hafa styrkjandi margföldunaráhrif á aðra local-verslun innan hverfa. Augljós og árangursrík aðgerð. Gera þetta strax!“

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, svaraði með þeim hætti að hann harmaði að frumvarpið hefði aldrei komið til umræðu. Björn bætti við að nú væri rekin sú stefna að hafa vínbúðir „í jaðri byggðar með endalausum bílastæðum, beinlínis hvetjandi til aksturs. Hvernig samræmist það loftslagsstefnu ríkisstjórnar?“

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, kom þá inn í umræðurnar. „Svarið er að það samræmist hvorki loftslagsstefnu stjórnvalda né áherslum í skipulagi höfuðborgarsvæðisins.“

Vínbúð í Garðabæ flutt úr miðbænum í útjaðar

Upphaflegir flutningsmenn frumvarpsins, auk Bryndísar, voru Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, og Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokks. Frumvarpið komst ekki á dagskrá þingsins.

VínbúðinÞrýst er á að Vínbúðir verði staðsettar í íbúðarhverfum með annarri verslun og þjónustu.

„ÁTVR hefur hingað til haft fullt frelsi til að staðsetja verslanir sínar án þess að hafa þurft að hafa um það samráð við handhafa skipulagsvaldsins, sjálf sveitarfélögin,“ segir í greinargerð þess. „Þekkt er sú staðreynd að sveitarfélögin hafa ekki alltaf verið sátt við staðsetningu verslana ÁTVR og hafa jafnvel talið staðarvalið vinna gegn markmiðum þeirra í skipulags- og umhverfismálum. Sem dæmi má nefna að sveitarfélagið Garðabær hefur ítrekað kvartað yfir því að ÁTVR hafi einhliða lokað verslun sinni í miðbæ Garðabæjar og hafi svo nokkrum árum síðar opnað nýja verslun í Kauptúni en ekki í miðbæ Garðabæjar þrátt fyrir skýrar óskir sveitarfélagsins þar um.“

Bent er á að Reykjavíkurborg hafi þá stefnu að efla verslun og þjónustu innan íbúðabyggða, svo dregið verði úr vegalengdum, og að verslun með áfengi gæti ýtt undir fjölgun verslana í kjörnum hverfanna. „Í ljósi þess að frumvarp um afnám einkaleyfis hefur ítrekað verið lagt fram og ekki fengið framgang á þinginu er hér lagt til að sveitarfélögin verði lögbundinn samráðsaðili við val á staðsetningu áfengisverslunar til að tryggja að sem flest sjónarmið komi fram þegar staðsetning er valin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár