Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ég dó í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur

Þor­vald­ur Sig­ur­björn Helga­son fékk hjarta­stopp á fyrstu önn­inni í mennta­skóla og hef­ur ver­ið með bjargráð síð­an.

Einn sá atburður sem hefur breytt mér hvað mest er þegar ég lenti í hjartastoppi 15 ára gamall. Ég var þá á fyrstu önninni minni í menntaskóla. Þetta var á þriðju vikunni í skólanum. Ég var nýkominn úr hádegismat og að bíða eftir næsta tíma þegar ég fékk skyndilega mjög hraðan hjartslátt. Ég hafði lent í þessu nokkrum sinnum áður og það hafði alltaf bara liðið hjá. Ég var búinn að tala um þetta við foreldra mína og þau sannfærðu mig um að óþarfi væri að hafa áhyggjur. 

Ég settist því bara niður og reyndi að anda rólega. Svo allt í einu leið yfir mig, þá hafði hjartað mitt hætt að slá. Ég man auðvitað ekki meir en við tók endurlífgun í sirka hálftíma þar sem sjúkraflutningamenn komu og stuðuðu mig í gang. Ég fékk tólf stuð í hjartað. Í kjölfarið var farið með mig á spítala þar sem mér var haldið sofandi í öndunarvél í um það bil sólarhring. Þegar ég vaknaði var ákveðið að koma fyrir tæki við hjartað sem kallast bjargráður. Það er svipað tæki og gangráður nema það heldur ekki hjartanu þínu gangandi heldur fylgist stöðugt með því. Ég hef verið með þetta tæki við hjartað í tólf ár. 

Ég skrifaði nýverið ljóðabók upp úr þessari reynslu. Í henni fjalla ég um þessa upplifun og þessa tíu ára sögu frá því að hjartað mitt stoppaði og þar til í dag. Ég fékk aðgang að læknaskýrslum frá hjartastoppinu sjálfu og aðgerðum sem ég hef þurft að fara í í kjölfarið. Ég skrifaði ljóð upp úr skýrslunum og blandaði þessu tvennu saman, semsagt klínísku mati og upplifun. Bókin kom út fyrir nokkrum mánuðum og heitir Gangverk. Fyrsta línan í bókinni er: Árið 2007 stendur tíminn í stað. Í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur stendur tíminn í stað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár