Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ég dó í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur

Þor­vald­ur Sig­ur­björn Helga­son fékk hjarta­stopp á fyrstu önn­inni í mennta­skóla og hef­ur ver­ið með bjargráð síð­an.

Einn sá atburður sem hefur breytt mér hvað mest er þegar ég lenti í hjartastoppi 15 ára gamall. Ég var þá á fyrstu önninni minni í menntaskóla. Þetta var á þriðju vikunni í skólanum. Ég var nýkominn úr hádegismat og að bíða eftir næsta tíma þegar ég fékk skyndilega mjög hraðan hjartslátt. Ég hafði lent í þessu nokkrum sinnum áður og það hafði alltaf bara liðið hjá. Ég var búinn að tala um þetta við foreldra mína og þau sannfærðu mig um að óþarfi væri að hafa áhyggjur. 

Ég settist því bara niður og reyndi að anda rólega. Svo allt í einu leið yfir mig, þá hafði hjartað mitt hætt að slá. Ég man auðvitað ekki meir en við tók endurlífgun í sirka hálftíma þar sem sjúkraflutningamenn komu og stuðuðu mig í gang. Ég fékk tólf stuð í hjartað. Í kjölfarið var farið með mig á spítala þar sem mér var haldið sofandi í öndunarvél í um það bil sólarhring. Þegar ég vaknaði var ákveðið að koma fyrir tæki við hjartað sem kallast bjargráður. Það er svipað tæki og gangráður nema það heldur ekki hjartanu þínu gangandi heldur fylgist stöðugt með því. Ég hef verið með þetta tæki við hjartað í tólf ár. 

Ég skrifaði nýverið ljóðabók upp úr þessari reynslu. Í henni fjalla ég um þessa upplifun og þessa tíu ára sögu frá því að hjartað mitt stoppaði og þar til í dag. Ég fékk aðgang að læknaskýrslum frá hjartastoppinu sjálfu og aðgerðum sem ég hef þurft að fara í í kjölfarið. Ég skrifaði ljóð upp úr skýrslunum og blandaði þessu tvennu saman, semsagt klínísku mati og upplifun. Bókin kom út fyrir nokkrum mánuðum og heitir Gangverk. Fyrsta línan í bókinni er: Árið 2007 stendur tíminn í stað. Í þrjátíu og þrjár mínútur og þrjár sekúndur stendur tíminn í stað. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár