Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fréttablaðið braut gegn fjölskyldu dauðvona barns

Siðanefnd BÍ hef­ur úr­skurð­að rit­stjórn Frétta­blaðs­ins brot­lega við siða­regl­ur með því að koma ekki rétt­um upp­lýs­ing­um á fram­færi. Kær­andi seg­ir „marg­ar mömm­ur hafa hætt að gefa fjöl­skyld­unni brjóstamjólk sem dauð­vona barn­ið þurfti á að halda“.

Fréttablaðið braut gegn fjölskyldu dauðvona barns

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur úrskurðað ritstjórn Fréttablaðsins brotlega við siðareglur félagsins. Telur nefndin að ritstjórnin hafi með ámælisverðum hætti gerst sek um óvönduð vinnubrögð í kjölfar fréttar með fyrirsögninni „Auglýsa eftir brjóstamjólk handa huldubarni.“ 

Í fréttinni, sem birt var á forsíðu Fréttablaðsins 19. mars, var sagt frá ósk ónafngreinds fólks til „mömmuhópa“ á Facebook um brjóstamjólk handa dauðvona barni. Rætt var við tvo yfirmenn á Landspítalanum þar sem brjóstamjólkurbanki er starfræktur, sem könnuðust ekki við alvarlega veikt eða dauðvona barn sem þyrfti brjóstamjólk. Annar þeirra veitti blaðamanni tilefni til að tengja fréttina við vinsældir brjóstamjólkur meðal vaxtarræktarfólks. Segir í kærunni, sem kom frá fjölskyldu dauðvona barnsins, að fréttin hafi valdið „óþarfa áhyggjum og angist“ og orðið til þess að sumar mömmur úr „mömmuhópunum“ hafi hætt að gefa brjóstamjólk til fjölskyldunnar. Fullyrðir kærandi að Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi og Ólöf Skaftadóttir ritstjóri hafi ekki svarað né sinnt skilaboðum um að hafa samband. 

Siðanefndin komst að þeirri niðurstöðu að blaðamaðurinn sem skrifaði fréttina, Sveinn Arnarson, hefði ekki brotið siðareglur. Í ljósi þess hversu alvarlegt og viðkvæmt umfjöllunarefnið var, hafi ritstjórn hins vegar eftir samtöl við aðila málsins og yfirlýsingu frá félaginu Einstök börn, stuðningsfélags barna með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni, haft fullt tilefni til að taka upp sjónarmið þeirra í prentútgáfu blaðsins, þegar í ljós kom um hvaða fólk var að ræða og að brjóstamjólkuróskin hafði ekkert með vaxtarækt að gera. „Siðanefnd telur að með því að láta þetta ógert hafi ritstjórn Fréttablaðsins með ámælisverðum hætti gerst sek um óvönduð vinnubrögð og brot á 3. grein siðareglna BÍ,“ segir siðanefndin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
5
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár