Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fréttablaðið braut gegn fjölskyldu dauðvona barns

Siðanefnd BÍ hef­ur úr­skurð­að rit­stjórn Frétta­blaðs­ins brot­lega við siða­regl­ur með því að koma ekki rétt­um upp­lýs­ing­um á fram­færi. Kær­andi seg­ir „marg­ar mömm­ur hafa hætt að gefa fjöl­skyld­unni brjóstamjólk sem dauð­vona barn­ið þurfti á að halda“.

Fréttablaðið braut gegn fjölskyldu dauðvona barns

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur úrskurðað ritstjórn Fréttablaðsins brotlega við siðareglur félagsins. Telur nefndin að ritstjórnin hafi með ámælisverðum hætti gerst sek um óvönduð vinnubrögð í kjölfar fréttar með fyrirsögninni „Auglýsa eftir brjóstamjólk handa huldubarni.“ 

Í fréttinni, sem birt var á forsíðu Fréttablaðsins 19. mars, var sagt frá ósk ónafngreinds fólks til „mömmuhópa“ á Facebook um brjóstamjólk handa dauðvona barni. Rætt var við tvo yfirmenn á Landspítalanum þar sem brjóstamjólkurbanki er starfræktur, sem könnuðust ekki við alvarlega veikt eða dauðvona barn sem þyrfti brjóstamjólk. Annar þeirra veitti blaðamanni tilefni til að tengja fréttina við vinsældir brjóstamjólkur meðal vaxtarræktarfólks. Segir í kærunni, sem kom frá fjölskyldu dauðvona barnsins, að fréttin hafi valdið „óþarfa áhyggjum og angist“ og orðið til þess að sumar mömmur úr „mömmuhópunum“ hafi hætt að gefa brjóstamjólk til fjölskyldunnar. Fullyrðir kærandi að Kristín Þorsteinsdóttir útgefandi og Ólöf Skaftadóttir ritstjóri hafi ekki svarað né sinnt skilaboðum um að hafa samband. 

Siðanefndin komst að þeirri niðurstöðu að blaðamaðurinn sem skrifaði fréttina, Sveinn Arnarson, hefði ekki brotið siðareglur. Í ljósi þess hversu alvarlegt og viðkvæmt umfjöllunarefnið var, hafi ritstjórn hins vegar eftir samtöl við aðila málsins og yfirlýsingu frá félaginu Einstök börn, stuðningsfélags barna með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni, haft fullt tilefni til að taka upp sjónarmið þeirra í prentútgáfu blaðsins, þegar í ljós kom um hvaða fólk var að ræða og að brjóstamjólkuróskin hafði ekkert með vaxtarækt að gera. „Siðanefnd telur að með því að láta þetta ógert hafi ritstjórn Fréttablaðsins með ámælisverðum hætti gerst sek um óvönduð vinnubrögð og brot á 3. grein siðareglna BÍ,“ segir siðanefndin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár