Hvort sem við erum stödd í Suður-Ameríku, Íslandi, Bandaríkjunum eða annars staðar í heiminum verður umræðan um þungunarrof alltaf reglulega til umræðu. Fjölmargir láta sig málið varða, hvort sem það tengist trúarlegum skoðunum, sem flestar eru verulega afturhaldssamar eða, eins og í mörgum ríkjum Asíu, þar sem fjárhagsleg örlög fjölskyldanna veltir oft á kyni barna. En óhætt er að segja að umræðan um þungunarrof sé alltaf eldfim og tengist fyrst og fremst yfirráði yfir sjálfsákvörðunarrétti þeirra sem bera börnin – sem eru vissulega konur og í mörgum tilvikum unglingsstúlkur.
Undanfarnar vikur hefur umræðan um þungunarrof verið töluverð, bæði hér heima og vestur í Bandaríkjunum. Löggjöfin stefnir þó í ólíkar áttir hjá þjóðunum tveimur þar sem 16 ríki í Bandaríkjunum hafa annaðhvort samþykkt eða tilkynnt um breytingar á lögum sem takmarka rétt til þungunarrofs. Á sama tíma samþykkti Alþingi nýlega að veita konum heimild til að rjúfa þungun allt til loka …
Athugasemdir