Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Forsætisráðherra: Vinstriflokkar í Evrópu verða að brjóta öfgahægrið á bak aftur og sameinast um róttækar lausnir

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að efna­hags­stefna Evr­ópu­sam­bands­ins og lýð­ræð­is­hall­inn inn­an þess hafi graf­ið und­an stuðn­ingi við Evr­ópu­samrun­ann. Þetta hafi fært öfga­hægriöfl­um, út­lend­inga­höt­ur­um og vald­boðs­sinn­um vopn í hend­ur. Nú verði evr­ópsk­ar vinstri­hreyf­ing­ar að sam­eina krafta sína og bjóða al­menn­ingi upp á rót­tæk­ar lausn­ir í anda lýð­ræð­is, mann­rétt­inda, um­hverf­is­vernd­ar og fé­lags­legs rétt­læt­is.

Forsætisráðherra: Vinstriflokkar í Evrópu verða að brjóta öfgahægrið á bak aftur og sameinast um róttækar lausnir

Lýðræðishalli innan Evrópusambandsins og efnahagsstefna sem sundrar frekar en að sameina hefur grafið undan stuðningi almennings við Evrópusamrunann. Þetta hefur fært öfgahægriöflum, útlendingahöturum og valdboðssinnum vopn í hendur og kallar á að vinstrihreyfingar um alla Evrópu standi í lappirnar, sameini krafta sína og bjóði almenningi upp á róttækar lausnir í anda lýðræðis, mannréttinda, umhverfisverndar og félagslegs réttlætis.

Þetta er meginboðskapurinn í grein eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands, sem birtist í nýútkomnu riti, A Vision for Europe, þar sem fjöldi fræðimanna, listamanna, stjórnmálamanna og aktívista fjallar um framtíð vinstristjórnmála í Evrópu. Bókin er gefin út af forlaginu Eris Press í samstarfi við stjórnmálasamtökin Diem25. Á meðal höfunda eru Noam Chomsky, Yanis Varoufakis, Naomi Klein, Brian Eno, Caroline Lucas, Slavoj Žižek, Ann Pettifor og James K. Galbraith. 

Í grein sinni fjallar Katrín um mikilvægi þess að hafna stjórnmálum sem nota efnahagslegt óöryggi fólks til að kynda undir útlendingahatri og kynþáttahyggju.

Stjórnmálaumhverfið í Evrópu gengur nú í gegnum miklar breytingar, segir Katrín, þar sem hefðbundnir íhaldsflokkar og sósíaldemókrataflokkar glíma við gríðarlegt vantraust. Um leið sækja andlýðræðisleg og popúlísk hægriöfl í sig veðrið og ógna lýðræðisgildum, mannréttindum og réttarríkinu. 

Katrín segir að stjórnmálaflokkar af meginstraumi stjórnmálanna freistist gjarnan til að apa útlendingahatrið eftir öfgahægrimönnum í von um að slá vopnin úr höndum þeirra, eða veiti sjónarmiðunum lögmæti með því að reiða sig á stuðning hægriöfgaafla í stjórnarsamstarfi.

„Vinstrinu hefur hingað til ekki tekist að brjóta þessa óheillaþróun á bak aftur, en góðu fréttirnar eru þær að nú virðast vinstri- og græningjaflokkar vera að ganga í endurnýjun lífdaga í Evrópu. Á sama tíma rís ungt fólk upp og krefst aðgerða gegn loftslagsvandanum,“ skrifar forsætisráðherra.

„Um leið og horfur eru um margt dökkar megum við ekki gleyma því að á umbrotatímum getur allt gerst. Því verður ekki neitað að lýðræðishalli og sundrandi efnahagsstefna hefur grafið undan stuðningi almennings við Evrópusambandið. Brexit og uppgangur hægriöfgahreyfinga sýna þetta hvað best. Þetta má einnig rekja til þess að ekki hafa verið gerðar nauðsynlegar kerfisbreytingar á regluverki Evrópusambandsins, þar sem stofnanir eins og Seðlabanki Evrópu hafa tekið sér gríðarlegt vald án þess að lúta lýðræðislegri ábyrgð. Eitt er þó víst, að framtíð Evrópu getur ekki byggt á þeirri afturhaldssömu, andlýðræðislegu og þjóðernissinnuðu stefnu sem rekin er að valdboðssinnuðum stjórnmálamönnum.“

Katrín kallar eftir því að framsæknar hreyfingar og vinstriflokkar í Evrópu sameinist og myndi fjölþjóðlega fylkingu um róttækar lausnir. „Á tímum loftslagsbreytinga og efnahagslegs ójöfnuðar þarf að marka djarfa, framsýna og sameinandi stefnu með áherslu á félagslegt réttlæti, kynjajafnrétti, grænt hagkerfi og alþjóðlegar kerfisbreytingar. Um leið þurfum við að vera meðvituð um söguna og reynslu fyrri kynslóða af baráttunni gegn valdboðshyggju, hernaði og kynþáttahyggju,“ skrifar hún.

„Evrópskir vinstriflokkar deila grundvallargildum um mannlega reisn, frið, algild mannréttindi og mikilvægi félagslegrar verndar. Þeir hafa barist gegn sveltistefnu og einkavæðingu nýfrjálshyggjunnar, krafist eftirlits með fjármagnsflutningum milli landa og lokunar á skattaskjólum og kallað eftir skattkerfi sem vinnur gegn ójöfnuði og aflar tekna til að fjármagna innviðauppbyggingu. Þá hafa margar vinstrihreyfingar gagnrýnt stríðsrekstur og hernaðaríhlutun stórvelda harðlega.“

Katrín Jakobsdóttir segir að þótt vinstrimenn í Evrópu greini á um ýmislegt sé það skylda þeirra á víðsjárverðum tímum að vinna saman að því að leita lausna. „Við þurfum að hrinda af stað róttækum og lýðræðislegum breytingum, pólitískum og félagslegum, skapa fjölþjóðlegan og framsækinn vettvang og nota hann til að tryggja langtímayfirráð vinstristefnu í evrópskum stjórnmálum.“ 

Í fyrra greindi Katrín frá því að hún hefði þegið boð Bernie Sanders og Yanis Varoufakis um að taka þátt í stofnun alþjóðlegu stjórnmálasamtakanna Progressive International. „Þátttaka mín grundvallast á tveimur þáttum. Í fyrsta lagi tel ég afar mikilvægt að bregðast í sameiningu við uppgangi valdboðshyggju í heiminum, sem er bein ógn við lýðræði og mannréttindi, auk þess að grafa undan hornsteinum lýðræðisins á borð við réttarkerfið og sjálfstæða fjölmiðlun. Í öðru lagi vil ég styðja við þá jákvæðu sýn sem liggur Progressive International til grundvallar, það er baráttan fyrir almennri velferð, öryggi og reisn fyrir allt fólk,“ skrifaði hún. Pistill hennar í bókinni A Vision for Europe er í takt við þetta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár