Bára Halldórsdóttir fór á svig við persónuverndarlög þegar hún hljóðritaði samskipti þingmanna á veitingarstaðnum Klaustri. Hún þarf að eyða upptökunni en verður ekki sektuð. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar sem kveðinn var upp í dag.
Stundin fjallaði um málið fyrr í kvöld og vitnaði í úrskurðinn. Fyrsta fréttin af málinu birtist hins vegar á fréttavef Björns Inga Hrafnssonar, Viljanum.is, og hefur Miðflokkurinn dreift þeirri frétt á Facebook. Fram kemur þó á vef RÚV að lögmaður þingmanna Miðflokksins hafi óskað eftir því að úrskurðurinn yrði ekki birtur á vef Persónuverndar fyrr en á morgun.
Stundin birtir nú úrskurðinn í heild hér að neðan svo lesendur geti glöggvað sig á forsendum og rökstuðningi Persónuverndar milliliðalaust.












Athugasemdir