Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

Siðanefnd Al­þing­is seg­ir að „órök­studd­ar að­drótt­an­ir“ Þór­hild­ar Sunnu gagn­vart Ásmundi Frið­riks­syni hafi ver­ið til þess falln­ar að hafa „nei­kvæð áhrif á traust al­menn­ings til Al­þing­is“.

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

Siðanefnd Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn þegar hún sagði í Silfrinu þann 25. febrúar 2018 að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson þingmaður hefði dregið sér fé.

Stundin fjallaði ítarlega um málið í morgun og setti í samhengi við önnur siðareglumál sem flestum hefur verið lokað af forsætisnefnd án þess að óskað væri álits frá siðanefnd Alþingis. Er Þórhildur Sunna þannig fyrsti alþingismaður sögunnar sem talinn er hafa brotið siðareglur. 

Þegar Þórhildur Sunna lét hin þungu orð falla um Ásmund og akstursgreiðslur hans lá fyrir að  þingmaðurinn hafði fengið 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi vegna 48 þúsund kílómetra aksturs á eigin bíl þrátt fyrir að reglur um þingfararkostnað kveði á um að þingmenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli notast við bílaleigubíl og siðareglur leggi þá skyldu á herðar þingmönnum að sjá til þess að endurgreiðsla fyrir útgjöld sé „í fullkomnu samræmi“ við reglur um þingfararkostnað. Sjálfur hefur Ásmundur viðurkennt að hluti af endurgreiðslunum hafi „orkað tvímælis“ og endurgreitt skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur sem hann fékk vegna ferða um kjördæmi sitt með tökufólki frá sjónvarpsstöðinni ÍNN.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, formaður siðanefndar Alþingis, vék tímabundið úr siðanefndinni af persónulegum ástæðum. Kom það því í hlut varamanns hennar, Jóns Kristjánssonar fyrrverandi ráðherra og þingmanns Framsóknarflokksins, að gegna formennsku í nefndinni. Auk hans standa að álitinu þau Margrét Vala Kristjánsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Róbert H. Haraldsson, heimspekingur og sviðsstjóri kennslusviðs við Háskóla Íslands. 

Að mati siðanefndar voru ummæli Þórhildar Sunnu til þess fallin að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess. Nefndin bendir á að verulegt vantraust ríki gagnvart Alþingi og segir að það sé að miklu leyti vegna „samskiptamáta þingmanna“. Telur siðanefndin að „órökstuddar aðdróttanir“ Þórhildar Sunnu gagnvart Ásmundi hafi „óneitanlega neikvæð áhrif á traust almennings til Alþingis“. 

Mikil umræða hefur farið fram um niðurstöðuna í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum í dag. Stundin birtir nú hið ráðgefandi álit siðanefndar í heild svo lesendur geti glöggvað sig á forsendum og rökstuðningnum milliliðalaust.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár