Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

Siðanefnd Al­þing­is seg­ir að „órök­studd­ar að­drótt­an­ir“ Þór­hild­ar Sunnu gagn­vart Ásmundi Frið­riks­syni hafi ver­ið til þess falln­ar að hafa „nei­kvæð áhrif á traust al­menn­ings til Al­þing­is“.

Stundin birtir álit siðanefndar í heild

Siðanefnd Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn þegar hún sagði í Silfrinu þann 25. febrúar 2018 að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson þingmaður hefði dregið sér fé.

Stundin fjallaði ítarlega um málið í morgun og setti í samhengi við önnur siðareglumál sem flestum hefur verið lokað af forsætisnefnd án þess að óskað væri álits frá siðanefnd Alþingis. Er Þórhildur Sunna þannig fyrsti alþingismaður sögunnar sem talinn er hafa brotið siðareglur. 

Þegar Þórhildur Sunna lét hin þungu orð falla um Ásmund og akstursgreiðslur hans lá fyrir að  þingmaðurinn hafði fengið 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi vegna 48 þúsund kílómetra aksturs á eigin bíl þrátt fyrir að reglur um þingfararkostnað kveði á um að þingmenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli notast við bílaleigubíl og siðareglur leggi þá skyldu á herðar þingmönnum að sjá til þess að endurgreiðsla fyrir útgjöld sé „í fullkomnu samræmi“ við reglur um þingfararkostnað. Sjálfur hefur Ásmundur viðurkennt að hluti af endurgreiðslunum hafi „orkað tvímælis“ og endurgreitt skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur sem hann fékk vegna ferða um kjördæmi sitt með tökufólki frá sjónvarpsstöðinni ÍNN.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, formaður siðanefndar Alþingis, vék tímabundið úr siðanefndinni af persónulegum ástæðum. Kom það því í hlut varamanns hennar, Jóns Kristjánssonar fyrrverandi ráðherra og þingmanns Framsóknarflokksins, að gegna formennsku í nefndinni. Auk hans standa að álitinu þau Margrét Vala Kristjánsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Róbert H. Haraldsson, heimspekingur og sviðsstjóri kennslusviðs við Háskóla Íslands. 

Að mati siðanefndar voru ummæli Þórhildar Sunnu til þess fallin að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess. Nefndin bendir á að verulegt vantraust ríki gagnvart Alþingi og segir að það sé að miklu leyti vegna „samskiptamáta þingmanna“. Telur siðanefndin að „órökstuddar aðdróttanir“ Þórhildar Sunnu gagnvart Ásmundi hafi „óneitanlega neikvæð áhrif á traust almennings til Alþingis“. 

Mikil umræða hefur farið fram um niðurstöðuna í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum í dag. Stundin birtir nú hið ráðgefandi álit siðanefndar í heild svo lesendur geti glöggvað sig á forsendum og rökstuðningnum milliliðalaust.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu