Viðskiptaráð vill afnema bankaskattinn og einkavæða bankana

Var­ar við yf­ir­borðs­kennd­um skiln­ingi á “Modern Mo­net­ary Theory” og seg­ir að „líkt og í heim­il­is­bók­hald­inu og líf­inu al­mennt“ sé ekk­ert ókeyp­is í rík­is­fjár­mál­um.

Viðskiptaráð vill afnema bankaskattinn og einkavæða bankana

Viðskiptaráð Íslands telur ánægjulegt að stjórnarmeirihlutinn ætli að lækka bankaskattinn á kjörtímabilinu og kallar eftir því að skatturinn verði afnuminn að fullu. Auk þess vilja samtökin að stjórnvöld hefji undirbúning á sölu eignarhluta ríkisins í Landsbankanum og Íslandsbanka.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í umsögn Viðskiptaráðs um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Bankaskattur er skaðleg og óskilvirk skattheimta sem ofan á það rýrir eignir ríkisins sem felast í eignarhluta í Íslandsbanka og Landsbankanum. Í því ljósi hvetur Viðskiptaráð til að gengið verði lengra og bankaskatturinn afnuminn enda skattheimta á fjármálafyrirtæki hér á landi mun meiri en í samanburðarlöndum.“

Það eru vonbrigði, segir Viðskiptaráð, hve lítið er vikið að fyrirætlunum um bankasölu í áætluninni. „Ríkið ætti að setja skýra stefnu og áætlun um að selja bankana með varfærni og arðsemi að leiðarljósi. Í þeim tæknibreytingum og breytingum á samkeppnisumhverfi sem standa yfir er hagfelldast að einkaaðilar reki viðskiptabanka.“

Umsögn hagsmunasamtakanna er efnismikil og hefur að geyma ýmiss konar athugasemdir við efni og framsetningu fjármálaáætlunar og framkvæmd laga um opinber fjármál. Höfundur er Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs.

Áður hafa samtökin gagnrýnt áform um stofnun þjóðarsjóðs og er imprað á þeirri gagnrýni í umsögninni: Í stað þess að ráðstafa opinberu fé í þjóðarsjóð sem fjárfestir í verðbréfum erlendis og fjármagnar þannig fyrirtæki á erlendri grundu ætti að verja fénu til skattalækkana eða í „stuðning við nýsköpun og uppbyggingu nýrra atvinnuvega hér á landi“. 

Samtökin vara við auknum umsvifum hins opinbera, víkja sérstaklega að þeirri hagfræðinálgun sem kölluð er “Modern Monetary Theory” (sjá t.d. hér og hér) og segja að yfirborðskenndur skilningur á henni gefi „tilefni til þess að ríkið geti án nokkurra neikvæðra afleiðinga haft hallarekstur“. 

„Rétt er að vara við þessum skilningi því líkt og í heimilisbókhaldinu og lífinu almennt er ekkert ókeypis í ríkisfjármálum þó að virkni þeirra kunni að vera mismunandi. Með öðrum orðum getur t.d. hallarekstur veikt gengið, kynt undir verðbólgu og verið ósjálfbær.“

Hér má lesa umsögnina í heild.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár