Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Viðskiptaráð vill afnema bankaskattinn og einkavæða bankana

Var­ar við yf­ir­borðs­kennd­um skiln­ingi á “Modern Mo­net­ary Theory” og seg­ir að „líkt og í heim­il­is­bók­hald­inu og líf­inu al­mennt“ sé ekk­ert ókeyp­is í rík­is­fjár­mál­um.

Viðskiptaráð vill afnema bankaskattinn og einkavæða bankana

Viðskiptaráð Íslands telur ánægjulegt að stjórnarmeirihlutinn ætli að lækka bankaskattinn á kjörtímabilinu og kallar eftir því að skatturinn verði afnuminn að fullu. Auk þess vilja samtökin að stjórnvöld hefji undirbúning á sölu eignarhluta ríkisins í Landsbankanum og Íslandsbanka.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í umsögn Viðskiptaráðs um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Bankaskattur er skaðleg og óskilvirk skattheimta sem ofan á það rýrir eignir ríkisins sem felast í eignarhluta í Íslandsbanka og Landsbankanum. Í því ljósi hvetur Viðskiptaráð til að gengið verði lengra og bankaskatturinn afnuminn enda skattheimta á fjármálafyrirtæki hér á landi mun meiri en í samanburðarlöndum.“

Það eru vonbrigði, segir Viðskiptaráð, hve lítið er vikið að fyrirætlunum um bankasölu í áætluninni. „Ríkið ætti að setja skýra stefnu og áætlun um að selja bankana með varfærni og arðsemi að leiðarljósi. Í þeim tæknibreytingum og breytingum á samkeppnisumhverfi sem standa yfir er hagfelldast að einkaaðilar reki viðskiptabanka.“

Umsögn hagsmunasamtakanna er efnismikil og hefur að geyma ýmiss konar athugasemdir við efni og framsetningu fjármálaáætlunar og framkvæmd laga um opinber fjármál. Höfundur er Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs.

Áður hafa samtökin gagnrýnt áform um stofnun þjóðarsjóðs og er imprað á þeirri gagnrýni í umsögninni: Í stað þess að ráðstafa opinberu fé í þjóðarsjóð sem fjárfestir í verðbréfum erlendis og fjármagnar þannig fyrirtæki á erlendri grundu ætti að verja fénu til skattalækkana eða í „stuðning við nýsköpun og uppbyggingu nýrra atvinnuvega hér á landi“. 

Samtökin vara við auknum umsvifum hins opinbera, víkja sérstaklega að þeirri hagfræðinálgun sem kölluð er “Modern Monetary Theory” (sjá t.d. hér og hér) og segja að yfirborðskenndur skilningur á henni gefi „tilefni til þess að ríkið geti án nokkurra neikvæðra afleiðinga haft hallarekstur“. 

„Rétt er að vara við þessum skilningi því líkt og í heimilisbókhaldinu og lífinu almennt er ekkert ókeypis í ríkisfjármálum þó að virkni þeirra kunni að vera mismunandi. Með öðrum orðum getur t.d. hallarekstur veikt gengið, kynt undir verðbólgu og verið ósjálfbær.“

Hér má lesa umsögnina í heild.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu