Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Viðskiptaráð vill afnema bankaskattinn og einkavæða bankana

Var­ar við yf­ir­borðs­kennd­um skiln­ingi á “Modern Mo­net­ary Theory” og seg­ir að „líkt og í heim­il­is­bók­hald­inu og líf­inu al­mennt“ sé ekk­ert ókeyp­is í rík­is­fjár­mál­um.

Viðskiptaráð vill afnema bankaskattinn og einkavæða bankana

Viðskiptaráð Íslands telur ánægjulegt að stjórnarmeirihlutinn ætli að lækka bankaskattinn á kjörtímabilinu og kallar eftir því að skatturinn verði afnuminn að fullu. Auk þess vilja samtökin að stjórnvöld hefji undirbúning á sölu eignarhluta ríkisins í Landsbankanum og Íslandsbanka.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í umsögn Viðskiptaráðs um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Bankaskattur er skaðleg og óskilvirk skattheimta sem ofan á það rýrir eignir ríkisins sem felast í eignarhluta í Íslandsbanka og Landsbankanum. Í því ljósi hvetur Viðskiptaráð til að gengið verði lengra og bankaskatturinn afnuminn enda skattheimta á fjármálafyrirtæki hér á landi mun meiri en í samanburðarlöndum.“

Það eru vonbrigði, segir Viðskiptaráð, hve lítið er vikið að fyrirætlunum um bankasölu í áætluninni. „Ríkið ætti að setja skýra stefnu og áætlun um að selja bankana með varfærni og arðsemi að leiðarljósi. Í þeim tæknibreytingum og breytingum á samkeppnisumhverfi sem standa yfir er hagfelldast að einkaaðilar reki viðskiptabanka.“

Umsögn hagsmunasamtakanna er efnismikil og hefur að geyma ýmiss konar athugasemdir við efni og framsetningu fjármálaáætlunar og framkvæmd laga um opinber fjármál. Höfundur er Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs.

Áður hafa samtökin gagnrýnt áform um stofnun þjóðarsjóðs og er imprað á þeirri gagnrýni í umsögninni: Í stað þess að ráðstafa opinberu fé í þjóðarsjóð sem fjárfestir í verðbréfum erlendis og fjármagnar þannig fyrirtæki á erlendri grundu ætti að verja fénu til skattalækkana eða í „stuðning við nýsköpun og uppbyggingu nýrra atvinnuvega hér á landi“. 

Samtökin vara við auknum umsvifum hins opinbera, víkja sérstaklega að þeirri hagfræðinálgun sem kölluð er “Modern Monetary Theory” (sjá t.d. hér og hér) og segja að yfirborðskenndur skilningur á henni gefi „tilefni til þess að ríkið geti án nokkurra neikvæðra afleiðinga haft hallarekstur“. 

„Rétt er að vara við þessum skilningi því líkt og í heimilisbókhaldinu og lífinu almennt er ekkert ókeypis í ríkisfjármálum þó að virkni þeirra kunni að vera mismunandi. Með öðrum orðum getur t.d. hallarekstur veikt gengið, kynt undir verðbólgu og verið ósjálfbær.“

Hér má lesa umsögnina í heild.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár