Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forsætisráðherra um þungunarrof: „Hefði sjálf stutt það að hafa engin tímamörk“

Katrín Jak­obs­dótt­ir er hlynnt sams kon­ar fóst­ur­eyð­ing­ar­lög­gjöf og er við lýði í Kan­ada. Hún seg­ir frum­varp Svandís­ar Svavars­dótt­ur mik­il­vægt fram­fara­skref. „Ég treysti kon­um fyr­ir þeirri ábyrgð sem fylg­ir þess­um rétt­ind­um.“

Forsætisráðherra um þungunarrof: „Hefði sjálf stutt það að hafa engin tímamörk“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði viljað ganga lengra en gert er í frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og heimila þungunarrof án tímamarka.

Þetta kom fram í ræðu hennar áðan þar sem hún lýsti yfir eindregnum stuðningi við frumvarp heilbrigðisráðherra til laga um þungunarrof. Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir um þingmálið.

„Þetta er grund­vall­ar­mál sem snýst um sjálfræði kvenna að mínu viti, rétt­indi þeirra til að ráða yfir eig­in lík­ama og eig­in lífi, langþráð rétt­inda­mál, en um leið fylg­ir því frelsi sem boðað er í frum­varp­inu mik­il ábyrgð,“ sagði forsætisráðherra og bætti við: „Ég treysti fólki og kon­um til að taka ekki slík­ar ákv­arðanir af neinni léttúð. Ég treysti kon­um fyr­ir þeirri ábyrgð sem fylg­ir þess­um rétt­ind­um.“

Sagði Katrín að kona yrði ekki frjáls nema hún réði yfir eigin líkama. „Þetta er skref í þá átt að gera konur í þessu landi frjálsari og ég styð það frumvarp heilshugar og hefði sjálf stutt það að hafa engin tímamörk.“ Þess má geta að lögin eru með þeim hætti í Kanada.

Sigmundur Davíð sagði yfirlýsingu Katrínar sláandi og kvartaði yfir því að umræðan hefði „aldrei fengið að snúast um það hver eru hin eðlilegu tímamörk“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þungunarrof

Varaþingmaður Miðflokksins talaði um jónandi geislun: „Það er fóstrið sem ræður“
FréttirÞungunarrof

Vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins tal­aði um jón­andi geisl­un: „Það er fóstr­ið sem ræð­ur“

„Til að mynda með jón­andi geisl­un um borð í loft­ferð­um, þar má venju­legt fólk fá eitt milli-sívert. Geislastétt­ir, til að mynda rönt­g­en­tækn­ar mega taka 3 milli-sívert og flug­stétt­ir sex, en það er fóstr­ið sem ræð­ur.“ Þetta sagði vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins í um­ræð­um um þung­un­ar­rof rétt í þessu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár