Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Forsætisráðherra um þungunarrof: „Hefði sjálf stutt það að hafa engin tímamörk“

Katrín Jak­obs­dótt­ir er hlynnt sams kon­ar fóst­ur­eyð­ing­ar­lög­gjöf og er við lýði í Kan­ada. Hún seg­ir frum­varp Svandís­ar Svavars­dótt­ur mik­il­vægt fram­fara­skref. „Ég treysti kon­um fyr­ir þeirri ábyrgð sem fylg­ir þess­um rétt­ind­um.“

Forsætisráðherra um þungunarrof: „Hefði sjálf stutt það að hafa engin tímamörk“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði viljað ganga lengra en gert er í frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og heimila þungunarrof án tímamarka.

Þetta kom fram í ræðu hennar áðan þar sem hún lýsti yfir eindregnum stuðningi við frumvarp heilbrigðisráðherra til laga um þungunarrof. Atkvæðagreiðsla stendur nú yfir um þingmálið.

„Þetta er grund­vall­ar­mál sem snýst um sjálfræði kvenna að mínu viti, rétt­indi þeirra til að ráða yfir eig­in lík­ama og eig­in lífi, langþráð rétt­inda­mál, en um leið fylg­ir því frelsi sem boðað er í frum­varp­inu mik­il ábyrgð,“ sagði forsætisráðherra og bætti við: „Ég treysti fólki og kon­um til að taka ekki slík­ar ákv­arðanir af neinni léttúð. Ég treysti kon­um fyr­ir þeirri ábyrgð sem fylg­ir þess­um rétt­ind­um.“

Sagði Katrín að kona yrði ekki frjáls nema hún réði yfir eigin líkama. „Þetta er skref í þá átt að gera konur í þessu landi frjálsari og ég styð það frumvarp heilshugar og hefði sjálf stutt það að hafa engin tímamörk.“ Þess má geta að lögin eru með þeim hætti í Kanada.

Sigmundur Davíð sagði yfirlýsingu Katrínar sláandi og kvartaði yfir því að umræðan hefði „aldrei fengið að snúast um það hver eru hin eðlilegu tímamörk“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þungunarrof

Varaþingmaður Miðflokksins talaði um jónandi geislun: „Það er fóstrið sem ræður“
FréttirÞungunarrof

Vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins tal­aði um jón­andi geisl­un: „Það er fóstr­ið sem ræð­ur“

„Til að mynda með jón­andi geisl­un um borð í loft­ferð­um, þar má venju­legt fólk fá eitt milli-sívert. Geislastétt­ir, til að mynda rönt­g­en­tækn­ar mega taka 3 milli-sívert og flug­stétt­ir sex, en það er fóstr­ið sem ræð­ur.“ Þetta sagði vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins í um­ræð­um um þung­un­ar­rof rétt í þessu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár