Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sekta vegna óskráðrar Airbnb gistingar

Fjöldi ábend­inga hef­ur borist í tengsl­um við átak ráð­herra ferða­mála vegna óleyfi­legr­ar heimag­ist­ing­ar.

Sekta vegna óskráðrar Airbnb gistingar

Yfir 3000 ábendingar um óleyfilega heimagistingu hafa borist í tengslum við átak ráðherra ferðamála í málaflokknum sem hófst í fyrra. 59 mál hafa verið send lögreglu til rannsóknar og 61 máli hefur verið lokið með stjórnvaldssektum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Á árinu 2017 var áætlað að fjórar af hverjum fimm íbúðum í skammtímaleigu væru starfræktar án tilskilinna leyfa eða skráningar. Nú áætlar sýslumaður að fjöldi óskráðra gististaða hafi dregist saman um tæpan þriðjung og tíðni skráninga hafi fjórfaldast. „Það er ánægjulegt að átakið um aukna heimagistingarvakt hafi skilað þetta miklum árangri,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála.

Upphæð fyrirhugaðra og álagðra stjórnvaldssekta nemur tæplega 100 milljónum króna. Kostnaður ráðuneytisins vegna herts eftirlits var 64 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að bætt skattskil og sektargreiðslur muni vega þann kostnað upp.

Samkvæmt skýrslu Íslandsbanka um stöðu ferðaþjónustu sem nýverið kom út hafa umsvif Airbnb dregist saman á síðastliðnu ári og hlutdeild skráðrar gistiþjónustu aukist. Mest voru umsvif Airbnb árið 2017 þegar aðeins 74 prósent seldra gistinótta voru í skráðu gistirými.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár