Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sekta vegna óskráðrar Airbnb gistingar

Fjöldi ábend­inga hef­ur borist í tengsl­um við átak ráð­herra ferða­mála vegna óleyfi­legr­ar heimag­ist­ing­ar.

Sekta vegna óskráðrar Airbnb gistingar

Yfir 3000 ábendingar um óleyfilega heimagistingu hafa borist í tengslum við átak ráðherra ferðamála í málaflokknum sem hófst í fyrra. 59 mál hafa verið send lögreglu til rannsóknar og 61 máli hefur verið lokið með stjórnvaldssektum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Á árinu 2017 var áætlað að fjórar af hverjum fimm íbúðum í skammtímaleigu væru starfræktar án tilskilinna leyfa eða skráningar. Nú áætlar sýslumaður að fjöldi óskráðra gististaða hafi dregist saman um tæpan þriðjung og tíðni skráninga hafi fjórfaldast. „Það er ánægjulegt að átakið um aukna heimagistingarvakt hafi skilað þetta miklum árangri,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála.

Upphæð fyrirhugaðra og álagðra stjórnvaldssekta nemur tæplega 100 milljónum króna. Kostnaður ráðuneytisins vegna herts eftirlits var 64 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að bætt skattskil og sektargreiðslur muni vega þann kostnað upp.

Samkvæmt skýrslu Íslandsbanka um stöðu ferðaþjónustu sem nýverið kom út hafa umsvif Airbnb dregist saman á síðastliðnu ári og hlutdeild skráðrar gistiþjónustu aukist. Mest voru umsvif Airbnb árið 2017 þegar aðeins 74 prósent seldra gistinótta voru í skráðu gistirými.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár