Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sekta vegna óskráðrar Airbnb gistingar

Fjöldi ábend­inga hef­ur borist í tengsl­um við átak ráð­herra ferða­mála vegna óleyfi­legr­ar heimag­ist­ing­ar.

Sekta vegna óskráðrar Airbnb gistingar

Yfir 3000 ábendingar um óleyfilega heimagistingu hafa borist í tengslum við átak ráðherra ferðamála í málaflokknum sem hófst í fyrra. 59 mál hafa verið send lögreglu til rannsóknar og 61 máli hefur verið lokið með stjórnvaldssektum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Á árinu 2017 var áætlað að fjórar af hverjum fimm íbúðum í skammtímaleigu væru starfræktar án tilskilinna leyfa eða skráningar. Nú áætlar sýslumaður að fjöldi óskráðra gististaða hafi dregist saman um tæpan þriðjung og tíðni skráninga hafi fjórfaldast. „Það er ánægjulegt að átakið um aukna heimagistingarvakt hafi skilað þetta miklum árangri,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála.

Upphæð fyrirhugaðra og álagðra stjórnvaldssekta nemur tæplega 100 milljónum króna. Kostnaður ráðuneytisins vegna herts eftirlits var 64 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að bætt skattskil og sektargreiðslur muni vega þann kostnað upp.

Samkvæmt skýrslu Íslandsbanka um stöðu ferðaþjónustu sem nýverið kom út hafa umsvif Airbnb dregist saman á síðastliðnu ári og hlutdeild skráðrar gistiþjónustu aukist. Mest voru umsvif Airbnb árið 2017 þegar aðeins 74 prósent seldra gistinótta voru í skráðu gistirými.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár