Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sekta vegna óskráðrar Airbnb gistingar

Fjöldi ábend­inga hef­ur borist í tengsl­um við átak ráð­herra ferða­mála vegna óleyfi­legr­ar heimag­ist­ing­ar.

Sekta vegna óskráðrar Airbnb gistingar

Yfir 3000 ábendingar um óleyfilega heimagistingu hafa borist í tengslum við átak ráðherra ferðamála í málaflokknum sem hófst í fyrra. 59 mál hafa verið send lögreglu til rannsóknar og 61 máli hefur verið lokið með stjórnvaldssektum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Á árinu 2017 var áætlað að fjórar af hverjum fimm íbúðum í skammtímaleigu væru starfræktar án tilskilinna leyfa eða skráningar. Nú áætlar sýslumaður að fjöldi óskráðra gististaða hafi dregist saman um tæpan þriðjung og tíðni skráninga hafi fjórfaldast. „Það er ánægjulegt að átakið um aukna heimagistingarvakt hafi skilað þetta miklum árangri,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála.

Upphæð fyrirhugaðra og álagðra stjórnvaldssekta nemur tæplega 100 milljónum króna. Kostnaður ráðuneytisins vegna herts eftirlits var 64 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að bætt skattskil og sektargreiðslur muni vega þann kostnað upp.

Samkvæmt skýrslu Íslandsbanka um stöðu ferðaþjónustu sem nýverið kom út hafa umsvif Airbnb dregist saman á síðastliðnu ári og hlutdeild skráðrar gistiþjónustu aukist. Mest voru umsvif Airbnb árið 2017 þegar aðeins 74 prósent seldra gistinótta voru í skráðu gistirými.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár