Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vilja utanaðkomandi ráðgjöf vegna „grafalvarlegrar“ fjárhagsstöðu Seltjarnarness

Bæj­ar­full­trú­ar minni­hlut­ans á Seltjarn­ar­nesi vilja þver­póli­tísk­an starfs­hóp til að rýna 264 millj­ón króna halla­rekst­ur meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Vilja utanaðkomandi ráðgjöf vegna „grafalvarlegrar“ fjárhagsstöðu Seltjarnarness
Ásgerður Halldórsdóttir Bæjarstjóri Seltjarnarness.

Minnihlutinn í bæjarstjórn Seltjarnarnes segir fjárhagsstöðu bæjarins grafalvarlega og vinnubrögð stjórnenda bæjarins óboðleg. Vilja bæjarfulltrúar minnihlutans að þverpólitískur starfshópur með utanaðkomandi ráðgjöf rýni fjármál bæjarins.

Halli var á rekstri bæjarins upp á 264 milljónir króna í fyrra, eða um 324 milljónum frá áætlun. „Ennfremur er ljóst að þegar tvö þriggja ára tímabil eru skoðuð - það er 2016-2018 og 2017-2019 - er rekstrarjöfnuður neikvæður,“ segir í bókun minnihluta Samfylkingar og Neslista/Viðreisnar á fundi bæjarstjórnar á miðvikudag. „Það er þvert á viðmið sveitarstjórnarlaga sem kveða á um að bæjarstjórn eigi að sjá til þess að rekstrarjöfnuður A og B hluta séu á hverju þriggja ára tímabili jákvæður.
Þessi staða er grafalvarleg og mun ef ekkert verður að gert hafa alvarleg áhrif á getu sveitarfélagsins til að veita íbúum sínum góða þjónustu.“

SeltjarnarnesSveitarfélagið hefur verið rekið með halla á þriggja ára tímabili.

Minnihlutinn segir stjórnendur bæjarins hafa tekið lán upp á 1,1 milljarð króna án þess að sækja heimild til bæjarstjórnar. Meirihluti Sjálfstæðisflokks hafi farið verulega fram úr áætlunum á ýmsum sviðum og hallareksturinn sé ólíðandi þegar búist sé við niðursveiflu í efnahagslífinu.

„Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar/Neslista leggja til að stofnaður verði þverpólitískur starfshópur til að rýna fjármál bæjarins á komandi misserum, utanaðkomandi ráðgjöf verði fengin til þess að koma fjárhag bæjarins aftur á lygnan sjó,“ segir loks í bókuninni.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár