Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vilja utanaðkomandi ráðgjöf vegna „grafalvarlegrar“ fjárhagsstöðu Seltjarnarness

Bæj­ar­full­trú­ar minni­hlut­ans á Seltjarn­ar­nesi vilja þver­póli­tísk­an starfs­hóp til að rýna 264 millj­ón króna halla­rekst­ur meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Vilja utanaðkomandi ráðgjöf vegna „grafalvarlegrar“ fjárhagsstöðu Seltjarnarness
Ásgerður Halldórsdóttir Bæjarstjóri Seltjarnarness.

Minnihlutinn í bæjarstjórn Seltjarnarnes segir fjárhagsstöðu bæjarins grafalvarlega og vinnubrögð stjórnenda bæjarins óboðleg. Vilja bæjarfulltrúar minnihlutans að þverpólitískur starfshópur með utanaðkomandi ráðgjöf rýni fjármál bæjarins.

Halli var á rekstri bæjarins upp á 264 milljónir króna í fyrra, eða um 324 milljónum frá áætlun. „Ennfremur er ljóst að þegar tvö þriggja ára tímabil eru skoðuð - það er 2016-2018 og 2017-2019 - er rekstrarjöfnuður neikvæður,“ segir í bókun minnihluta Samfylkingar og Neslista/Viðreisnar á fundi bæjarstjórnar á miðvikudag. „Það er þvert á viðmið sveitarstjórnarlaga sem kveða á um að bæjarstjórn eigi að sjá til þess að rekstrarjöfnuður A og B hluta séu á hverju þriggja ára tímabili jákvæður.
Þessi staða er grafalvarleg og mun ef ekkert verður að gert hafa alvarleg áhrif á getu sveitarfélagsins til að veita íbúum sínum góða þjónustu.“

SeltjarnarnesSveitarfélagið hefur verið rekið með halla á þriggja ára tímabili.

Minnihlutinn segir stjórnendur bæjarins hafa tekið lán upp á 1,1 milljarð króna án þess að sækja heimild til bæjarstjórnar. Meirihluti Sjálfstæðisflokks hafi farið verulega fram úr áætlunum á ýmsum sviðum og hallareksturinn sé ólíðandi þegar búist sé við niðursveiflu í efnahagslífinu.

„Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar/Neslista leggja til að stofnaður verði þverpólitískur starfshópur til að rýna fjármál bæjarins á komandi misserum, utanaðkomandi ráðgjöf verði fengin til þess að koma fjárhag bæjarins aftur á lygnan sjó,“ segir loks í bókuninni.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár