Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vilja utanaðkomandi ráðgjöf vegna „grafalvarlegrar“ fjárhagsstöðu Seltjarnarness

Bæj­ar­full­trú­ar minni­hlut­ans á Seltjarn­ar­nesi vilja þver­póli­tísk­an starfs­hóp til að rýna 264 millj­ón króna halla­rekst­ur meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Vilja utanaðkomandi ráðgjöf vegna „grafalvarlegrar“ fjárhagsstöðu Seltjarnarness
Ásgerður Halldórsdóttir Bæjarstjóri Seltjarnarness.

Minnihlutinn í bæjarstjórn Seltjarnarnes segir fjárhagsstöðu bæjarins grafalvarlega og vinnubrögð stjórnenda bæjarins óboðleg. Vilja bæjarfulltrúar minnihlutans að þverpólitískur starfshópur með utanaðkomandi ráðgjöf rýni fjármál bæjarins.

Halli var á rekstri bæjarins upp á 264 milljónir króna í fyrra, eða um 324 milljónum frá áætlun. „Ennfremur er ljóst að þegar tvö þriggja ára tímabil eru skoðuð - það er 2016-2018 og 2017-2019 - er rekstrarjöfnuður neikvæður,“ segir í bókun minnihluta Samfylkingar og Neslista/Viðreisnar á fundi bæjarstjórnar á miðvikudag. „Það er þvert á viðmið sveitarstjórnarlaga sem kveða á um að bæjarstjórn eigi að sjá til þess að rekstrarjöfnuður A og B hluta séu á hverju þriggja ára tímabili jákvæður.
Þessi staða er grafalvarleg og mun ef ekkert verður að gert hafa alvarleg áhrif á getu sveitarfélagsins til að veita íbúum sínum góða þjónustu.“

SeltjarnarnesSveitarfélagið hefur verið rekið með halla á þriggja ára tímabili.

Minnihlutinn segir stjórnendur bæjarins hafa tekið lán upp á 1,1 milljarð króna án þess að sækja heimild til bæjarstjórnar. Meirihluti Sjálfstæðisflokks hafi farið verulega fram úr áætlunum á ýmsum sviðum og hallareksturinn sé ólíðandi þegar búist sé við niðursveiflu í efnahagslífinu.

„Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar/Neslista leggja til að stofnaður verði þverpólitískur starfshópur til að rýna fjármál bæjarins á komandi misserum, utanaðkomandi ráðgjöf verði fengin til þess að koma fjárhag bæjarins aftur á lygnan sjó,“ segir loks í bókuninni.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár