Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vilja utanaðkomandi ráðgjöf vegna „grafalvarlegrar“ fjárhagsstöðu Seltjarnarness

Bæj­ar­full­trú­ar minni­hlut­ans á Seltjarn­ar­nesi vilja þver­póli­tísk­an starfs­hóp til að rýna 264 millj­ón króna halla­rekst­ur meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Vilja utanaðkomandi ráðgjöf vegna „grafalvarlegrar“ fjárhagsstöðu Seltjarnarness
Ásgerður Halldórsdóttir Bæjarstjóri Seltjarnarness.

Minnihlutinn í bæjarstjórn Seltjarnarnes segir fjárhagsstöðu bæjarins grafalvarlega og vinnubrögð stjórnenda bæjarins óboðleg. Vilja bæjarfulltrúar minnihlutans að þverpólitískur starfshópur með utanaðkomandi ráðgjöf rýni fjármál bæjarins.

Halli var á rekstri bæjarins upp á 264 milljónir króna í fyrra, eða um 324 milljónum frá áætlun. „Ennfremur er ljóst að þegar tvö þriggja ára tímabil eru skoðuð - það er 2016-2018 og 2017-2019 - er rekstrarjöfnuður neikvæður,“ segir í bókun minnihluta Samfylkingar og Neslista/Viðreisnar á fundi bæjarstjórnar á miðvikudag. „Það er þvert á viðmið sveitarstjórnarlaga sem kveða á um að bæjarstjórn eigi að sjá til þess að rekstrarjöfnuður A og B hluta séu á hverju þriggja ára tímabili jákvæður.
Þessi staða er grafalvarleg og mun ef ekkert verður að gert hafa alvarleg áhrif á getu sveitarfélagsins til að veita íbúum sínum góða þjónustu.“

SeltjarnarnesSveitarfélagið hefur verið rekið með halla á þriggja ára tímabili.

Minnihlutinn segir stjórnendur bæjarins hafa tekið lán upp á 1,1 milljarð króna án þess að sækja heimild til bæjarstjórnar. Meirihluti Sjálfstæðisflokks hafi farið verulega fram úr áætlunum á ýmsum sviðum og hallareksturinn sé ólíðandi þegar búist sé við niðursveiflu í efnahagslífinu.

„Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar/Neslista leggja til að stofnaður verði þverpólitískur starfshópur til að rýna fjármál bæjarins á komandi misserum, utanaðkomandi ráðgjöf verði fengin til þess að koma fjárhag bæjarins aftur á lygnan sjó,“ segir loks í bókuninni.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár