Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs Ísafjarðar, hefur ákveðið að flytja til Noregs og hefja störf hjá norska laxeldisfyrirtækinu Norway Royal Salmon. Þetta laxeldisfyrirtæki er stærsti hluthafi ísfirska laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish, sem er eina laxeldisfyrirtækið á Íslandi sem er með höfuðstöðvar á Ísafirði.
Í samtali við Stundina segir Daníel, sem er fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði og fyrrverandi útibússtjóri hjá Landsbanka Íslands, að hann hafi fengið starfið í gegnum Arctic Fish á Ísafirði. Hann segir eina ástæðuna fyrir flutningnum vera að börnin hans séu að fara í nám í Noregi.
„Þetta er nú bara þannig að krakkarnir mínir eru í námi í Noregi og mig langaði bara að vera nær þeim og réði mig bara í hefðbundna verkamannavinnu. Ég er bara að fara að fóðra fisk og eitthvað svoleiðis. Ég verð á nokkrum stöðum og má kalla þetta einhvers konar starfskynningarnám. Ég leitaði bara til Actic Fish á Ísafirði og …
Athugasemdir