Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sigríður Andersen ekki tekið þátt í neinni atkvæðagreiðslu síðan hún sagði af sér ráðherraembætti

Tæp­ir tveir mán­uð­ir eru liðn­ir síð­an Sig­ríð­ur And­er­sen boð­aði til blaða­manna­fund­ar og til­kynnti um af­sögn sína. Síð­an hef­ur ekk­ert sést til henn­ar á vett­vangi þings­ins.

Sigríður Andersen ekki tekið þátt í neinni atkvæðagreiðslu síðan hún sagði af sér ráðherraembætti

Sigríður Á. Andersen hefur ekki tekið þátt í neinni atkvæðagreiðslu á Alþingi frá því hún sagði af sér embætti dómsmálaráðherra þann 13. mars síðastliðinn. Þá liggur ekki fyrir opinberlega í hvaða fastanefnd Alþingis hún mun setjast sem óbreyttur þingmaður.

Samkvæmt þingskapalögum er þingmönnum skylt að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni og skal tilkynna forseta um forföll. 

Tæpir tveir mánuðir eru liðnir síðan Sigríður Andersen boðaði til blaðamannafundar og tilkynnti að hún hygðist segja af sér ráðherradómi. Með því vildi hún skapa vinnufrið vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 

Síðan hefur  hún verið fjarverandi – ekki með skráða fjarvist – í öllum atkvæðagreiðslum sem farið hafa fram á Alþingi. Síðasta atkvæðagreiðsla sem hún tók þátt í á Alþingi fór fram 6. mars og síðasta þingræða hennar var flutt daginn áður.

Stundin sendi Sigríði Andersen tölvupóst og bauð henni að tjá sig um málið eða bregðast við fréttinni. Ekki hafa borist svör.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu