Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sigríður Andersen ekki tekið þátt í neinni atkvæðagreiðslu síðan hún sagði af sér ráðherraembætti

Tæp­ir tveir mán­uð­ir eru liðn­ir síð­an Sig­ríð­ur And­er­sen boð­aði til blaða­manna­fund­ar og til­kynnti um af­sögn sína. Síð­an hef­ur ekk­ert sést til henn­ar á vett­vangi þings­ins.

Sigríður Andersen ekki tekið þátt í neinni atkvæðagreiðslu síðan hún sagði af sér ráðherraembætti

Sigríður Á. Andersen hefur ekki tekið þátt í neinni atkvæðagreiðslu á Alþingi frá því hún sagði af sér embætti dómsmálaráðherra þann 13. mars síðastliðinn. Þá liggur ekki fyrir opinberlega í hvaða fastanefnd Alþingis hún mun setjast sem óbreyttur þingmaður.

Samkvæmt þingskapalögum er þingmönnum skylt að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni og skal tilkynna forseta um forföll. 

Tæpir tveir mánuðir eru liðnir síðan Sigríður Andersen boðaði til blaðamannafundar og tilkynnti að hún hygðist segja af sér ráðherradómi. Með því vildi hún skapa vinnufrið vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 

Síðan hefur  hún verið fjarverandi – ekki með skráða fjarvist – í öllum atkvæðagreiðslum sem farið hafa fram á Alþingi. Síðasta atkvæðagreiðsla sem hún tók þátt í á Alþingi fór fram 6. mars og síðasta þingræða hennar var flutt daginn áður.

Stundin sendi Sigríði Andersen tölvupóst og bauð henni að tjá sig um málið eða bregðast við fréttinni. Ekki hafa borist svör.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár