Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þrír ráðherrar sátu hjá í atkvæðagreiðslu um rýmri rétt kvenna til þungunarrofs

Bjarni Bene­dikts­son, Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son og Lilja Al­freðs­dótt­ir studdu ekki grund­vall­ar­á­kvæði í frum­varpi Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra, ákvæð­ið sem lýt­ur að rétti kvenna til að fá þung­un rofna fram til loka 22. viku með­göngu.

Þrír ráðherrar sátu hjá í atkvæðagreiðslu um rýmri rétt kvenna til þungunarrofs

Þrír ráðherrar sátu hjá þegar greidd voru atkvæði um grundvallarákvæði í frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til laga um þungunarrof.

Þetta voru þau Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Alfreðsdóttir, en um er að ræða 4. gr. frumvarpsins um rétt kvenna til að rjúfa þungun fram til loka 22. viku meðgöngu. Aðeins sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins studdu ákvæðið, sjö sátu hjá og einn greiddi atkvæði gegn því.

Annarri umræðu um frumvarpið er nú lokið og gengur málið aftur til velferðarnefndar.

Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins og trúfélög hafa gagnrýnt ákvæðið um rýmri rétt til þungunarrofs harðlega en efni þess er í samræmi við ráðgjöf fagaðila, svo sem Félags íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna og Landspítalans.

Auk ráðherranna þriggja sátu fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins hjá, þeir Haraldur Benediktsson, Jón Gunnarsson,  Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason og Páll Magnússon. 

„Ég mun ekki greiða atkvæði um fjórðu greinina eins og ég kom að hér áðan og það geri ég í trausti þess að velferðarnefnd taki málið aftur til umfjöllunar og geri nú tilraun til þess að skapa víðtækari sátt í jafn viðkvæmu máli og hér um ræðir,“ sagði Óli Björn. „Það er mín eina ósk að það sé gerð sú tilraun. Og að menn hlusti á þessar viðkvæmu raddir sem að hér hafa komið fram. Ég mun því ekki greiða atkvæði herra forseti.“

10 þingmenn lögðust gegn ákvæðinu, Ásmundur Friðriksson úr Sjálfstæðisflokknum, Anna Kolbrún Árnadóttir, Birgir Þórarinsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Páll Jónsson og Þorsteinn Sæmundsson úr Miðflokknum og Guðmundur Ingi Kristinsson og Inga Sæland úr Flokki fólksins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu