Skúli Mogensen, fjárfestir og fyrrverandi eigandi flugfélagsins WOW air, fékk afskrifuð lán upp á samtals 469 milljónir króna hjá Landsbanka Íslands á árunum 2003 og 2004. Þetta kemur fram í gögnum um allar afskriftir í Landsbanka Íslands á árunum 2003 til 2008 sem Stundin hefur undir höndum innan úr bankanum. Umrædd gögn eru hluti af miklu magni lánagagna frá bankanum sem blaðið hefur undir höndum.
Afskriftirnar hjá Skúla eru nokkru hærri en áður hefur komið fram. Stundin hefur
áður greint frá 400 milljóna afskriftum hjá fjárfestinum sem meðal annars urðu til þess að Björgólfsfeðgar fengu samtals 700 milljóna króna afslátt af Landsbanka Íslands árið 2002 og 2003 vegna ofmetinna lána bankans.
Umræddar afskriftir voru vegna fjárfestinga í hugbúnaðarfyrirtækinu OZ og áttu þær sér stað í skrefum. Landsbanki Íslands byrjaði á að afskrifa 395 milljónir króna af skuldum Skúla …
Athugasemdir