Þann 12. apríl árið 1961, fyrir réttum 58 árum, fór hinn 27 ára gamli Yuri Alekseyevich Gagarin um borð í geimfarið Vostok 1 og varð þar með fyrsti maðurinn í sögunni til að ferðast út í geiminn. Þá voru liðin tæp 58 ár síðan Wright bræður hófu sig á loft í Kitty Hawk og hófu innreið flugaldarinnar.
Gagarin sveif um braut jarðar í um það bil 300 kílómetra hæð og tók ferðin alls 89 mínútur. Hið eina sem hann mun hafa sagt á ferð sinni var: „Ferðin gengur samkvæmt áætlun. Mér líður vel.“ Hér var um einstakt afrek í sögu mannkynsins að ræða og Gagarin varð á svipstundu þekktur um heim allan. Heima fyrir var hann hylltur sem þjóðhetja og m.a. sæmdur Lenínorðunni.
Á þessum tíma áttu Sovétríkin og Bandaríkin (sem höfðu áætlað sína fyrstu mönnuðu geimferð mánuði síðar) í miklu geimferðakapphlaupi og þótti sovéskum áróðursmeisturum ferð Gagaríns til marks …
Athugasemdir